Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
Föstudagur, 27. júní 2014
Reiður Cameron rauk inn á ESB-fund
David Cameron, forsætisráðherra Breta, er reiður þessa dagana yfir þróuninni í ESB og það var greinilegt að reiðin var ekki úr honum rokin er hann fór í hálfgerðu fússi inn á fund ESB-toppanna í dag, svo sem sjá má í sjónvarpsfréttum BBC.
Cameron hefur verið skilinn eftir úti á berangri af leiðtogum Þýskalands, Svíþjóðar og Hollands sem gáfu honum vilyrði um stuðning gegn útnefningu Junckers í stöðu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Fyrir vikið vex óánægjan í Bretlandi með ESB.
Í sama fréttatíma og BBC sýndi reiðan Cameron rjúka inn á ESB-fundinn var frétt um að mesta áhyggjuefni Breta þessa dagana væri frjáls för fólks í ESB. Tekið var fram að þetta væri í fyrsta skipti í langan tíma sem efnahagsmálin væru ekki aðaláhyggjuefni Bretanna. Jafnframt kemur fram í breskum miðlum að óánægja hafi aukist með þá spennu sem fjölmenningarsamfélagið skapar.
Á sama tíma eykst þeim máttur í Bretlandi sem gagnrýna ESB harðlega. Sem dæmi um það eru skrif fréttaskýrandans Leo McKinstry í Daily Express í gær. Þar segir McKinstry að Juncker, næsti æðstráðandi ESB, sé fanatískur federalisti sem hafi verið einn af arkítektum evrusvæðisins, sem vilji að ESB hafi eigið dómsvald, her, lögreglu og skattakerfi. Hann hafi jafnvel mælt fyrir því að þegnar ólíkra landa fengju að kjósa í kosningum hverjir hjá öðrum (ekki er ljóst hvort hann hafi átt hugmyndina að því að landslið ESB-landa væru með ESB-fánann í barminum - kannski eins gott að ekki varð úr því miðað við frammistöðu sumra Evrópuliða á HM núna ...).
Annars segir McKinsey í grein sinni í Daily Express í gær að landamæraeftirlit sé í molum í Bretlandi vegna ESB með þeim afleiðingum að innflutningur fólks hafi aukist verulega. Um eitt hundrað þúsund manns komu þannig til London á síðasta ári. Komið hefur fram að margt af þessu fólki hefur komið með ólöglegum hætti sem stúdentar, en af allri mannfjölgun í Bretlandi síðasta árið hefur um helmingur, eða tvö hundruð þúsund, verið vegna innflutnings. Nú sé svo komið að Bretland sé að verða útnára í ESB.
Með þessari frásögn er ekki verið að taka undir sjónarmið McKinsey heldur reyna að lýsa því hvernig umræðan er í Bretlandi. Hann segir að reglur ESB hafi gert það að verkum að verið sé að eyðileggja bresk þjóðareinkenni en skapa ein einkenni fyrir allt ESB, auk þess sem verið sé að íþyngja verulega ýmsum samfélagsstofnunum. Hann minnir á að í Ungverjalandi sé ríkisborgararéttur seldur og að frá 2011 hafi meira en hálf milljón manna keypt ríkisborgararétt í ESB og hafi þar með fengið frjálsan aðgang að öllum ESB löndum og flestir kjósi að leita til Bretlands.
Pistlahöfundurinn segir málamyndagiftingar hafa aukist í þeim tilgangi að fólk geti sest að í Bretlandi. Alls hafi 9.100 slík brúðkaup verið tilkynnt á síðasta ári. Þar á meðal voru hjónabönd kvenna í Búlgaríu sem fluttust til Bretlands til þess eins að ganga í málamyndahjónaband við Pakistana í Bretlandi.
Svona er umræðan í Bretlandi. Kannski má ekki segja frá eða ræða svona hluti annars staðar.
Alltént þykir þessum ívitnaða pistlahöfundi að Juncker og aðrir af því tagi vilji eyða öllum sérkennum Evrópuþjóða og búa til nýja þjóð sambandsríkis ESB.
Þannig er nú það. Og þess vegna vann UKIP kosningarnar í Bretlandi í vor og þess vegna eru Bretar, eins og staðan er nú, á leið út úr ESB.
Fimmtudagur, 26. júní 2014
Evrópskir kratar eru hundóánægðir með ESB og Juncker
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. júní 2014
Albanía í stað Bretlands
Um leið og Albanía færist hænuskrefi nær aðild að ESB eins og tengd frétt ber með sér aukast líkur á því að Bretar segi skilið við sambandið.
David Camoron forsætisráðherra Bretlands hefur gefið skýrt til kynna að ef hinn mikli ESB-sambandssinni, Jean-Claude Juncker, verði kjörinn í æðstu stöðu í Brussel þá muni það auka líkur á þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um aðild að ESB og úrsögn Breta úr sambandinu.
Þetta er eitt aðalefni breskra fjölmiðla í dag og í gær.
Bretar eru orðnir þreyttir á þróun ESB í átt til sambandsríkis og á þeim lögum og reglum sem aðildinni fylgir.
Cameron hefur lengi barist gegn því að Juncker fái stöðu formanns framkvæmdastjórnar ESB. Verði breski forsætisráðherrann undir í því máli mun það verða vatn á myllu óánægjuaflanna í Bretlandi og styrkja ESB-andstöðuna enn frekar í landinu.
Vert er að minnast þess að andstæðan við aðild Bretlands að ESB fékk byr undir báða vængi í kosningum til ESB-þingsins í síðasta mánuði, en hliðstæð útkoma varð reyndar í fjölmörgum ESB-löndum.
Það er því veruleg andstaða við stöðu og þróun ESB í ESB-löndunum.
Hér á landi er minnihluti manna þeirrar skoðunar að rétt sé að fylgja Albaníu inn í ESB.
Albanía formlega umsóknarríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 23. júní 2014
Ekki rætt um aðild að ESB ef maður vill ekki inn
Hvað þarf að tyggja þessa hluti oft ofan í fólk: Það er algjörlega út í hött að vera með umsókn í gangi að ESB ef hvorki þing, stjórn né þjóð vilja inn.
Þetta er náttúrulega rétt athugað hjá Eyjunni.
Það er líka athyglisvert sem fyrrum fulltrúi Frjálslynda flokksins, Kjartan Eggertsson, segir:
Ef við værum í ESB værum við ekki sjálfstæð þjóð um þá hluti sem skipta okkur mestu máli.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. júní 2014
Nú, jæja! Vilja fleiri Bretar úr ESB?
Bretar myndu yfirgefa Evrópusambandið ef þjóðaratkvæði færi fram um það núna samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem unnin var fyrir breska dagblaðið Observer. Samkvæmt könnuninni vilja fleiri Bretar úr sambandinu en þeir sem vilja að Bretland verði áfram innan þess.
Fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian að 48% séu mjög eða frekar hlynnt því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu en 37% séu mjög eða frekar andvíg því. Staðan breyttist hins vegar þegar spurt var um afstöðu fólks til verunnar í sambandinu ef David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tækist að endursemja með hagstæðum hætti um hana. Þá sögðust 42% vilja vera áfram í Evrópusambandinu en 36% vera andvíg því.
Hins vegar segir í fréttinni að miklar efasemdir séu uppi um að Cameron takist að endursemja um veru Breta í Evrópusambandinu en hann hefur heitið því að þjóðaratkvæði fari fram um málið árið 2017 ef flokkur hans, Íhaldsflokkurinn, vinni hreinan meirihluta á breska þinginu í kosningunum á næsta ári. Þjóðaratkvæðið færi þá fram að afloknum viðræðum við sambandið um breytingar á aðildarskilmálum Breta.
Fimmtudagur, 19. júní 2014
Minnihluti Breta vill vera í ESB
Fleiri Bretar vilja að Bretland verði áfram aðili að Evrópusambandinu en vilja yfirgefa sambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið YouGov framkvæmdi fyrir breska götublaðið Sun.Samkvæmt könnuninni eru nú 44% Breta hlynnt verunni í Evrópusambandinu en 36% henni andvíg. Þetta mun vera mesta fylgi við áframhaldandi veru í smabandinu frá því í september 2010.
Miðvikudagur, 18. júní 2014
Illugi segir umsókn hafa verið feigðarflan
Forsendan að vilja í ESB
Við hófum aðildarviðræður við ESB á mjög veikum pólitískum grunni, með klofið þing og klofna ríkisstjórn. Viðræðurnar sigldu í strand á síðasta kjörtímabili og á síðasta þingi var lögð fram tillaga um formleg slit viðræðnanna, sem ekki tókst að afgreiða.
Þetta sagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ræðu sem hann flutti á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta. Þar gerði hann samskipti Íslands og Evrópusambandsins ekki síst að umfjöllunarefni sínu. Lagði hann áherslu á að áður en hægt væri að ákveða þess hvort Ísland ætti að hefja viðræður við Evrópusambandið um inngöngu í það þyrfti að taka afstöðu til þess hvort þjóðin vildi taka þátt í þeirri samrunaþróun sem átt hefði sér stað inn sambandsins.
Ég tel okkur Íslendinga ekki þurfa, né sé það brýnast um þessar mundir, að kíkja náið í regluverk ESB til að geta átt upplýsta umræðu um stöðu og framtíð ESB og hvort sú framtíð sé einmitt sú sem við viljum gera að okkar og vera aðilar að. Við getum áreiðanlega fengið einhverjar minniháttar tímabundnar undanþágur frá núgildandi regluverki; en aðild að ESB er tæpast afturkræf aðgerð. Hitt er veigameira og um það þurfum við að gefa okkur tíma til að ræða; erum við sem þjóð reiðubúin að taka þátt í þeirri vegferð sem sannarlega er hafin innan ESB? Við verðum líka að svara þeirri spurningu af hreinskilni hvaða möguleika við getum átt, 300 þúsund manna þjóð, til að hafa einhver teljandi áhrif á þróun sambandsins. Nógu erfitt sýnist það fyrir stór og öflug ríki meginlandsins, sagði hann.
Leiðir óumflýjanlega til sambandsríkis
Umræðan til þessa hafi því miður verið föst í fjötrum þeirrar hugsunar að ekki væri hægt að ræða þessi mál með upplýstum hætti nema samningur við Evrópusambandið lægi fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að við leysum þessa fjötra og ræðum um og gerum upp við okkur hvort við viljum taka þátt í samstarfi evruríkjanna sem óumflýjanlega mun leiða í átt til sambandsríkis, ef það samstarf á að skila árangri. Ætlum við að hoppa upp í þennan vagninn, vitandi hvert ferðinni er heitið? Viljum við deila verulegum hluta fullveldis okkar með þeim þjóðum sem mynda evrubandalagið? Samrýmist það hagsmunum og sjálfsmynd okkar Íslandinga í bráð og lengd?
Illugi sagði að upplýst umræða þyrfti að fara fram í þessum efnum þar sem spurningum sem þessum væri svarað áður en leitað væri eftir samningi um inngöngu í Evrópusambandið. Ekki væri auðvelt að leiða spurninguna um samband Íslands við sambandið til lykta en það væri engu að síður óumflýjanlegt verkefni. Um leið þyrfti að svara þeirri spurningu hverra annarra kosta þjóðin ætti völ á.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. júní 2014
Evrópustofa spreðar í lævísan áróður
Evrópustofa er enn að störfum við lævísan áróður fyrir ESB, eins og gefur að skilja. Áróðurspeningarnir eru ekki allir búnir og nú fer áróðursmaskínan þá leið að fara með evrópskar kvikmyndir um landið.
Það er út af fyrir sig ágætt að peningum sé varið í að kynna evrópska og íslenska kvikmyndalist. En það er líka ágætt að fólk viti hvaðan peningarnir koma og í hvaða tilgangi fjárveitandinn er svona örlátur.
Miðvikudagur, 4. júní 2014
Elliði segir Evrópusinna færa áhersluna til hægri
Fyrirhuguð stofnun nýs hægriflokks hlynntum inngöngu í Evrópusambandið væri til hagsbóta fyrir hægrimenn á Íslandi. Þetta segist Elliði Vignisson, oddviti sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, vera sannfærður um á Facebook-síðu sinni í dag. Slíkt myndi skapa ró innan Sjálfstæðisflokksins ogum leið færa hina almennu áherslu til hægri.
Elliði bendir á að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr þegar kemur að Evrópusambandinu. Flokkurinn sé andvígur inngöngu í sambandið. Stefnan sé mótuð með lýðræðislegum hætti innan hans. Hins vegar felli ákveðinn hópur sig illa við þá niðurstöðu og gripið til þess ráðs að kalla þá sjálfstæðismenn sem eru þeim ekki sammála ýmsum ónefnum. Við þær aðstæður fari betur á því að myndaður sé hægrisinnaður flokkur um þetta mál.
Stuðningur minn við Sjálfstæðisflokkinn er vegna þeirrar hugmyndafræði sem hann stendur fyrir. Ég tel líklegra að þessi hugmyndafræði nái fram að ganga með því að það fólk sem ekki sættir sig við hugmyndafræðina leiti hófanna á nýjum stað. Ef þessu góða fólki ber gæfa til að gera það án þess að brenna brýr til okkar sem eigum svo margt sameiginlegt með þeim þá eykur það líkurnar á því að hinar sameiginlegu hugsjónir nái fram að ganga, segir hann.
Færir áhersluna til hægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júní 2014
Minnkandi evrustuðningur meðal forystumanna ESB-landanna
Nú virðist stefna í að næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB verði enginn sérstakur stuðningsmaður evrusamstarfsins. Forystumenn Breta, Svía og fleiri þjóða vilja ekki að evrustuðningsmaðurinn Jean-Claude Juncker verði næsti aðalforystumaður ESB.
Evran veldur enn vandræðum í álfunni. Seðlabanki evrópu óttast verðhjöðnun og er því búist við að hann lækki vexti í vikunni eða grípi til annarra eftirspurnarhvetjandi aðgerða. Atvinnuleysi hefur lítið minnkað í álfunni og er nálægt 12%, verðbólgan er nánast engin og sama má segja um hagvöxt.
Merkel vill Breta áfram í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 55
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 2157
- Frá upphafi: 1187938
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 1930
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar