Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
Mánudagur, 21. júlí 2014
30 þúsund manna hulduher lobbíista í Brussel
Corporate Europe Observatory metur það svo að um 30.000 lobbíistar, þ.e. hagsmunagæslumenn, einkum fyrir stór fyrirtæki, séu staðsettir í Brussel í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á laga- og reglugerð í Evrópusambandinu. Samkvæmt reglum ESB þurfa þessir lobbíistar ekki að skrá sig, en umræða er í gangi um opinbert eftirlit með hagsmunapoturum af þessu tagi í sambandinu. Þeir eru talsvert fleiri en allir starfsmenn framkvæmdastjórnar ESB í Brussel sem eru 24 þúsund.
Hagsmunagæslumennirnir eru tíðir gestir í kringum hina ýmsu fundarstaði og aðsetur mikilvægra nefnda og stofnana á vegum ESB og hafa því iðulega áhrif á gang mála.
Eðlileg upplýsingamiðlun og samráð við þá sem lögin hafa áhrif á eru eðlilegur hlutur.
Hins vegar hlýtur að vera spurning hvort fyrirkomulagið í Brussel sé eðlilegt, sérstaklega í ljósi þess að skráning funda hagsmunaaðilanna er ekki í neinu samræmi við reglur sem til dæmis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill fara eftir. Hún vill að allir fundir opinberra aðila með hagsmunagæsluaðilum séu skráðir til að hægt sé að tryggja gegnsæi og það að opinberir aðilar sinni skyldum sínum.
Í Brussel er hins vegar urmull slíkra funda óskráðir og margir funda háttsettra embættismanna ESB með lobbíistum eiga sér oft stað víðs fjarri skrifstofum sambandsins. Fátt er vitað hvað þar gerist.
Það er því oft erfitt að átta sig á því hvað það er sem ræður ferðinni í ýmsum málum þegar kemur að löggjöf ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. júlí 2014
Það er nauðsynlegt að draga umsóknina að ESB til baka
Það er nauðsynlegt að afturkalla umsóknina um aðild að ESB, segir Erna Bjarnadóttir í grein sem birt var í Morgunblaðinu föstudaginn 18. julí síðastliðinn.
Grein Ernu, sem er í stjórn Heimssýnar, er birt hér í heild sinni:
Síðustu vikuna hafa hver stórtíðindin eftir önnur borið að sem varða hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Allt hefur þó borið að einu með að ekkert heyrist frá forystumönnum í stjórnmálum um orð og yfirlýsingar háttsettra embættis- og stjórnmálamanna frá meginlandinu.
Fyrst má nefna ummæli Athanasios Orphanides fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Kýpur, í Viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 10. júlí sl. Þar segir hann m.a. að hinn pólitíski óstöðugleiki í Evrópu sé slíkur að það væru mistök fyrir hvaða ríki sem væri, þar á meðal Ísland, að fara inn á evrusvæðið undir núverandi kringumstæðum. Þá segir ennfremur: »Orphanides telur það hafa verið viðeigandi að setja gjaldeyrishöft á Íslendinga á sínum tíma til að koma í veg fyrir enn stærra gengishrun krónunnar.« Einnig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birt mjög harða gagnrýni á efnahagsstjórn evrusvæðisins, sem beinist ekki sízt að Seðlabanka Evrópu. Gagnrýnin beinist að því að yfirvöld hafi látið evrusvæðið lokast inni í lágvaxtargildru án þess að grípa til aðgerða. Verðbólga hafi verið of lítil í of langan tíma. Þetta aðgerðaleysi hefur að mati AGS dregið úr trúverðugleika Seðlabanka Evrópu.
Staðan í ESB er í stuttu máli þannig að þar er 10,5% atvinnuleysi og 25,7 milljónir manna án vinnu. Þar af eru 5,34 milljónir undir 25 ára aldri atvinnulausar. Verst er ástandið á Grikklandi og Spáni, þar sem meira en fjórði hver maður er atvinnulaus. Þetta kemur fram í frétt Eurostat frá 2. maí sl. Á sama tíma var atvinnuleysi á Íslandi 4,6%.
Þann 15. júlí sl. sagði verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB að yfirstandandi viðræðum við umsóknarríki verði haldið áfram en ekki verði um frekari stækkun að ræða næstu fimm árin. Nú er það svo að viðræður standa ekki einu sinni yfir við umsóknarríkið Ísland. Búið er að leysa upp allar samninganefndir og samningahópa og allir opinberir embættismenn sem við þetta unnu eru farnir til annarra starfa. Einnig hafa allar greiðslur til Íslands vegna aðlögunar að stjórnsýslu ESB, svokallaðir IPA-styrkir, verið stöðvaðir.
Á hverju strandar þá að draga umsókn Íslands til baka? Verði það ekki gert munu embættismenn ESB gefa út skýrslu í haust um stöðu umsóknar okkar um aðild. Í besta falli er hægt að skemmta sér við tilhugsunina um hvaða orðaval þeir nota til að lýsa stöðunni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 18. júlí 2014
Umdeildur fræðagrunnur og stofnanastrúktúr á bak við evruna
Seðlabanki Evrópu er skapaður að fyrirmynd þýska seðlabankans, Bundesbank. Þar ræður ríkjum ótti eða allt að því hatur á verðbólgu, jafnframt trúnni á að algjörlega sjálfstæður seðlabanki sé best til þess fallinn að vinna gegn verðbólgu.
Hinn fræðilegi grunnur sem evran byggir á gengur m.a. út á að fínstilla peningamagn í hagkerfinu með það fyrir augum að verðbólga haldist innan ákveðinna marka. Þessu fylgir jafnframt sú trú að það sé nánast ekkert annað en aukið peningamagn sem getur valdið verðbólgu. Aðrir áhrifaþættir, svo sem pólitískar ákvarðanir eða samningar á launamarkaði eða öðrum mörkuðum, eru nánast aukaatriði. Samt voru það samningar á launamörkuðum í Þýskalandi sem eiga stærstu sökina á því hvernig komið er fyrir evruríkjunum síðustu árin.
Þjóðverjar framleiða þriðjung þess sem framleitt er á evrusvæðinu. Vegna hefðbundins ótta við mikla verðbólgu, sem Þjóðverjar töldu mikla hættu á eftir upptöku evrunnar, tókst þeim að halda verulega aftur af launahækkunum, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Raunlan stóðu í stað eða lækkuðu í Þýskalandi frá því um 2000 til 2012 (svarta línan), á meðan raunlaun hækkuðu talsvert í viðskiptalöndunum.
Fyrir vikið urðu framleiðsluvörur Þjóðverja ódýrari en annarra framleiðenda á evrusvæðinu, þeir sigruðu í samkeppninni á sölumörkuðum, söfnuðu afgangi á viðskiptum við önnur lönd og söfnuðu eignum á meðan hið gagnstæða gilti fyrir önnur lönd sem söfnuðu skuldum.
Afleiðingin varð hið gígantíska atvinnuleysi sem ríkt hefur á evrusvæðinu að undanförnu. Hin augljósa leið til að skapa jafnvægi var að leyfa verðlagi að hækka meira í Þýskalandi en að meðaltali á evrusvæðinu. Slíkt er þó eitur í beinum Þjóðverja og kom aldrei til greina. Þá var eina leiðin að reyna að draga úr raunkostnaði á öðrum hlutum evrusvæðisins. Það var gert m.a. með beinum launalækkunum og stórfelldum samdrætti í opinberum rekstri. Það ásamt skuldabaslinu í jaðarríkjunum, lítilli einkaneyslu og minni eftirspurn jók á atvinnuleysi, einkum kvenna og ungs fólks.
Allt var þetta gert, m.a. til að þjóna lund Þjóðverja, þeim hagfræðikenningum sem evran byggir á og stjórnendum og fylgjendum Seðlabanka Evrópu, en bankinn er nú ófær um að koma hjólum efnahagslífsins almennilega í gang aftur hversu mikið sem reynt er að dæla út fjármagni.
Hér að neðan er mynd sem sýnir hvernig Þjóðverjar hafa skákað öðrum evruþjóðum í samkeppni um útflutningsvörur. Myndin sýnir hvernig Þjóðverjar hafa stöðugt verið með viðskiptaafgang frá árinu 2001 á meðan samanburðarþjóðir á evrusvæðinu hafa verið með stöðugan viðskiptahalla:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. júlí 2014
Ísland verður bara eftirréttur með koníaki!
ESB stækki ekki næstu fimm árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. júlí 2014
Heimtar að Barroso verði handtekinn!
John Dalli, fyrrverandi heilbrigðismálaframkvæmdastjóri ESB, segir eðililegt að færa Jose Barroso, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, í fangelsi komi hann til Möltu. Yfirlýsing Dallis, sem einnig er fyrrverandi ráðherra á Möltu, er nýjasti vinkillinn á rannsókn á meintu spillingarmáli sem enginn botn virðist fást í meðal annars þar sem efnahagsbrotastofnun ESB, OLAF, birtir ekki allar skýrslur um málið.
Framkvæmdastjórn ESB hefur neitað að tjá sig um nýjustu yfirlýsingar Dallis, en málið þykir endurspegla ógagnsæi í vinnubrögðum í kringum ESB, ótæpilegar valdheimildir forseta framkvæmdastjórnarinnar og mismunandi menningarheima sem skella saman.
Sjá nánari umfjöllun á vef Nei við ESB.
Föstudagur, 11. júlí 2014
Vandi evrubanka í Portúgal skekur evrusvæðið
Vandi portúgalska bankans Banco Espirito Santo dregur máttinn úr fjármálalífi í suðurhluta Evrópu vegna þess að ýmsir óttast að staða bankans gefi vísbendingar um erfiðleika fleiri banka á svæðinu.
Þótt mesti brotsjórinn sé riðinn yfir er undiralda enn mikil og úfinn sjór, og einhverjir þykjast sjá kólgubakka út við sjóndeildarhring.
Nánar má um þetta lesa í ágætri, meðtengdri samantekt mbl.is
Evrópskir fjárfestar óttaslegnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. júlí 2014
Mistök að taka upp evru
Yrðu mistök að taka upp evru
Athanasios Orphanides, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Kýpur, segir að hinn pólitíski óstöðugleiki í Evrópu sé slíkur að það væru mistök fyrir hvaða ríki sem væri, þar á meðal Ísland, að fara inn á evrusvæðið undir núverandi kringumstæðum.
Ef ekki finnst lausn á kerfisgöllum evrusvæðisins, þannig að ríkisstjórnir álfunnar geti unnið í sameiningu, þá er það ekki neinum ríkjum í hag að taka upp evruna, segir hann í viðtali við ViðskiptaMoggann, sem út kom í dag.
Yrðu mistök að taka upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. júlí 2014
Ennþá tæplega 30 prósenta atvinnuleysi í Grikklandi
Svo sem meðfylgjandi frétt ber með sér er ennþá tæplega þrjátíu prósenta atvinnuleysi í Grikklandi. Konur eiga heldur erfiðara með að fá vinnu en karlar. Atvinnuleysið meðal ungs fólks er ríflega 50 prósent.
Atvinnuleysið er að hluta til afleiðing þess að Grikkir gengu í ESB og tóku upp evru. Afleiðingin varð hefðbundin markaðsmistök (moral hazard) sem fólust í því að Grikkir voru almennt af lánsfjármörkuðum taldir jafn góðir lántakendur og Þjóðverjar og fengu því mun lægri vexti fyrir vikið. Aðilar á lánsfjármarkaði höfðu í raun ekki nógu góðar upplýsingar um hag einstaklinga og hins opinbera í Grikklandi til að geta metið áhættu rétt.
Fyrir vikið varð skuldasöfnum miklu meiri og í samdrættinum eftir kreppuna eiga þeir erfitt með að greiða af sínum skuldum.
Ef Grikkir hefðu verið með eigin gjaldmiðil er víst að áhættan hefði verið betur metin, þeir fengið hærri vexti og skuldasöfnun minni. Minni skuldir og aðlögun gengis gjaldmiðils hefði þá gert kreppuna minni og tiltekt eftir hana sársaukaminni.
Yfir 27% atvinnuleysi í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. júlí 2014
Sársaukafullt verkefni að bjarga evrunni
Eins og þessi frétt ber með sér hefur það sársaukafullar afleiðingar fyrir íbúa evrusvæðisins að tryggja framgang evrunnar.
Fjárfestingar á evrusvæðinu í lágmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. júlí 2014
Evran hefði bara átt að vera smámynt!
Stjórnvöldum á evrusvæðinu mistókst að vinna í sameiningu að lausn evrukreppunnar. Það voru verstu afglöpin sem gerð voru í kreppunni, segir fyrrverandi seðlabankastjóri Kýpur.
Fá teikn eru um að hagkerfi evruríkjanna komist á flug í bráð. Nýlega ákvað evrópski seðlabankinn að gera stýrivexti neikvæða til að reyna að koma hreyfingu á fé í lognmollunni sem einkennt hefur hagkerfi margra evruríkja.
Athanasios Orphanides, fræðimaður og fyrrverandi seðlabankastjóri á Kýpur og fyrrverandi stjórnarmaður í evrópska seðlabankanum, hélt erindi í dag á ráðstefnu um eftirköst alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Hann segir að ástandið á evrusvæðinu sé sorglegt. Stærstu mistökin voru að ríkisstjórnir evrusvæðisins gátu ekki unnið saman til að draga úr heildarútgjöldum kreppunnar.
Orphanides segir að oft hafi ákvarðanir einkennst af þrætum stjórnvalda um hvaða ríki ættu að taka á sig tapið, í stað þess að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Vandinn er sá að ESB er lauslegt ríkjabandalag og þess vegna er engin einföld leið til að leysa vandann.
Orphanides segir að stjórnvöld standi frammi fyrir mörgum áskorunum. Eitt vandamálið við sameiginlega evrópska bankakerfið sé að sumir bankar hafi ekki notið trausts, einungis vegna þess að þeir hafi starfað í löndum þar sem ríkisfjármálin hafi verið í ólestri. Hann segir að þetta hefði verið hægt að leysa með því að koma á fót sameiginlegu innstæðutryggingakerfi, eins og í Bandaríkjunum. Allir Evrópubúar vita að þetta er ein leið til að leysa þetta tiltekna vandamál. Ég nefni hana sem dæmi vegna þess að þrátt fyrir áralangar umræður neita sumar ríkisstjórnir evrusvæðisins að samþykkja þessa lausn og okkur miðar ekkert áfram.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 50
- Sl. sólarhring: 267
- Sl. viku: 2152
- Frá upphafi: 1187933
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1925
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar