Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
Mánudagur, 26. janúar 2015
ESB niðurlægir og meiðir
Alexis Tsipras, leiðtogi Syrisa sem sigraði í kosningunum í Grikklandi í gær, segist ætla að binda enda á fimm ára tímabil niðurlægingar og sársauka grísku þjóðarinnar sem aðgerðir ESB, SE og AGS hafa valdið. Við þetta tækifæri er ágætt að hafa í huga kröfur ESB til íslenskra stjórnvalda við bankahrunuið hér á landi og enn fremur hollt að leiða hugann að því hverjar kröfurnar hefðu getað orðið ef við hefðum verið hluti af ESB.
Vitaskuld þurfa Grikkir einnig að líta í eigin barm og taka til í sínum málum. En nærtækasta skýringin á því að stórfelldar aðhaldsaðgerðir í fimm ár hafa engum merkjanlegum jákvæðum árangri skilað fyrir grísku þjóðina er aðild þeirra að ESB og skrúfstykki evrunnar sem heldur efnahagslífinu við alkul.
![]() |
Vill binda enda á niðurlæginguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. janúar 2015
Gauti B. Eggertsson telur evrusvæðið í hættu statt
Gauti B. Eggertsson hefur getið sér gott orð sem hagfræðingur í Bandaríkjunum. Hann var í viðtali við Stöð2 í kvöld vegna kosninganna og efnahagsástandsins í Grikklandi. Það var á honum að heyra að efnahagsaðgerðir ESB, SE og AGS í Suður-Evrópu skiluðu það slæmum árangri að hætta væri á að Suður-Evrópa segði skilið við evruna.
En skyldi vonarstjarna Samfylkingarinnar, bróðir Gauta, borgarstjórinn í Reykjavík, hafa látið sannfærast af skýringum hagfræðingsins um vanda evrunnar?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. janúar 2015
Syriza nálægt meirihluta í Grikklandi
Síðustu skoðanakannanir benda til þess að góður möguleiki sé á að vinstrabandalagið Syriza nái meirihluta í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. Bandalagið hefur viljað semja upp á nýtt um þau skilyrði sem ESB, AGS og SE hafa sett fyrir lánveitingum til Grikklands. Forystukólfar evrusvæðisins bíða með öndina hálsinum eftir niðurstöðu kosninganna því óttast er að stórsigur Syriza muni valda evrusvæðinu umtalsverðum vandræðum.
Kosningakerfið í Grikklandi er með þeim hætti að stærsti flokkurinn fær aukalega 30 þingsæti. Nú er vinstrabandalagið Syriza næst meirihluta, en þar á eftir kemur hægri Nýi Lýðræðisflokkurinn sem nú fer með stjórn landsins. Aðrir flokkar stefna í að fá 5% eða minna.
Sjá hér Skynews fjalla um Grikkland.
Sjá hér Europaportalen fjalla um Grikkland.
![]() |
Tímamót í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. janúar 2015
Jónas K. segir Evrópuþrjósku ESB-sinna vonlausa
Jónas Kristjánsson ritstjóri segir að þrjóska Jóhönnu í ESB-málum hafi drepið ríkisstjórn hennar. Hann segir að ESB-málið sé dæmi um vitlausan bardaga sem stjórnin hafi valið sér og tapað. Með sömu þrjósku í ESB-málum verði Samfylkingin ekki stjórntæk.
Nú verandi ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur skýra og samstillta stefnu til að fara eftir í ESB-málum. Það er eðlilegt að hún fylgi þeirri stefnu eftir.
Fimmtudagur, 22. janúar 2015
Evruræfillinn hríðfellur um leið og Draghi eykur skuldabasl ESB
Nú verða peningaprentvélar Seðlabanka evrusvæðisins settar á fullt og trilljónir notaðar til að kaupa skuldabréf evruríkjanna. Evran sekkur eins og steinn og hefur gengi hennar ekki verið lægra í áratug. Þjóðverjar eru ósáttir, enda líklegt að þeir munu þurfa að borga skuldir ESB í ríkari mæli en aðrir.
Mario Draghi var hás af stressi á blaðamannafundinum áðan þegar hann útlistaði þessa risavöxnu aðgerð til að reyna að bjarga evrunni og evrusvæðinu út úr stöðnun og doða.
Hann var jú búinn að segjast ætla að gera allt sem hægt væri til að bjarga evrunni.
Með þessu eru hafnar stórfelldustu björgunaraðgerðir sem nokkurn tímann hefur verið gripið til í því skyni að bjarga gjaldmiðli.
Má þá ekki kalla evruna ræfilstusku?
![]() |
Svona á að bjarga evrusvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. janúar 2015
Afturköllun umsóknar er eðlilegt skref
Fyrri ríkisstjórn setti umsóknarferlið út í fen og gafst upp. Ástæðan var hroðvirknislegur undirbúningur, ósætti innan ríkisstjórnar um málið og óyfirstíganlegur ágreiningur við ESB um stærstu málaflokka.
Því er rétt að núllstilla málið. Setja það á byrjunarreit.
Æðstu samkundur ríkisstjórnarflokkanna hafa skýra sýn í þessu og stjórnarsáttmálinn er skýr. Nú er bara að klára þetta svo hægt verði að snúa sér að öðru.
Vilja menn kannski að forsetakosningarnar fari að snúast um ESB?
![]() |
ESB-tillaga lögð fram fyrir 26. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. janúar 2015
ESB krefst þess að netmiðlunarfyrirtæki afhendi dulkóðunarlykla
Háttsettir embættismenn í ESB hafa nú óskað eftir því að fyrirtæki í netmiðlun og fjarskiptum afhendi lögreglu og leyniþjónustu ESB-ríkjanna dulkóðunarlykla sem notaðir eru á netinu. Með því er vonast til þess að auðveldar verði að fylgjast með hryðjuverkamönnum.
Þetta kemur fram í EUObserver.
Hliðstæðar óskir eða kröfur hafa verið settar fram víðar, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Miðvikudagur, 21. janúar 2015
Veikur grunnur Evrópusambandsins
Árið sem leið einkenndist af áframhaldandi hrakförum Evrópusambandsins. Stjórn þess virðist ófær um að takast á við vanda sambandsríkjanna, efnahagslægðina, atvinnuleysið og aukinn óstöðugleika. ESB, myntbandalagið og regluverk sambandsins hafa staðið í vegi fyrir því að ríkisstjórnir landa sambandsins geti sjálfar leyst sín mál á farsælan máta.
Svo segir í bloggi sem Arnar Styr Björnsson, formaður félags stúdenta gegn aðild að ESB, birtir á vef sínum.Greinin birtist einnig í Morgunblaðinu 14. janúar.
Greinin ber heitið Falskar forsendur Evrópusambandsins.
Þar segir enn fremur:
Úkraínudeilan sýndi fram á vanmátt ráðamanna ESB sem virðist án dugandi leiðtoga. Sambandið er ófært um að tryggja varnir sambandsríkja sinna í austurhluta Evrópu og leiðtogar þess eru ólíklegir til þess að aðhafast mikið ef ógn steðjar að smærri löndum þess. ESB treystir á Bandaríkjaher sem hefur tugi þúsunda hermanna í löndum sambandsins, en það er alls ekki víst að það verði alltaf hægt að treysta á að Bandaríkjamenn vilji eða geti tryggt varnir Evrópu.
ESB byggir á þeirri hugmyndafræði að þjóðríkið sé úrelt fyrirbæri, og jafnvel hættulegt. Það stefnir að draumkenndri framtíð þar sem yfirþjóðleg sambönd taka við af þjóðríkinu og samningar og alþjóðalög taka við af landvörnum. Leiðtogar sambandsins lifa í þeirri blekkingu að það sé ESB að þakka að það hafi verið tiltölulega friðsælt í Evrópu síðan 1945. Eins og að NATO og 250-400 þúsund manna liðsafli Bandaríkjamanna í Evrópu í kalda stríðinu hefðu ekki verið til. Úkraínudeilan virðist þó ekki hafa orðið til vekja ráðamenn af þessum blundi.
Það sem hefur í raun gerst er að þjóðir Evrópu hafa veikst andlega vegna veru sinnar í sambandinu og orðið ósjálfstæðari í anda. Þær reiða sig á aðra til að tryggja varnir sínar og hugga sig við þær fölsku hugsjónir sem ríkja innan sambandsins, hugsjónir sem leiða að lokum þó aðeins til óreiðu.
Þjóðir Evrópu þurfa að átta sig á að aðeins þær sjálfar bera ábyrgð á eigin örlögum. Það stoðar lítið að líta til Brussel þegar vá steðjar að, því það virðist lítill vilji vera hjá stjórn ESB til þess að takast á við raunveruleg vandamál.
Sú hollusta sem að borgarar sýna landi sínu stuðlar að samlyndi ólíkra hagsmuna og ólíkra stétta sem í landinu búa. Hún byggir á sameiginlegri menningu borgaranna, sameiginlegum hugmyndum um lífið og samfélagið og sameiginlegum grunndvallar gildum og reglum samfélagsins, sem sátt ríkir um. Án þessa grunns væri ekki hægt að reisa samfélag sem byggir á sátt, samvinnu og sjálfsstjórn borgaranna í stað valdbeitingar og kúgunar. Evrópusambandið hefur ekki þann grunn og þjóðir Evrópu sýna sambandinu ekki þá hollustu sem þær sýna þjóðríkjum sínum, sem gerir tilveru ESB til lengri tíma ólíklega.
Tilvera ESB er háð þjóðríkjum Evrópu og þeim siðræna grundvelli sem þau hvíla á, en ESB grefur samt undan hvoru tveggja. Sú útópíska tálsýn sem Evrópusambandið hvílir á getur aldrei orðið að veruleika, en hinsvegar getur hún eyðilagt fyrir þjóðum það sem þær hafa, þau góðu samfélög sem þær hafa byggt.
Við Íslendingar þurfum ekki að fara í ESB og eigum ekki að gera það.
Fyrir hönd Herjans, félags stúdenta gegn aðild að ESB, Arnar Styr Björnsson, formaður
Miðvikudagur, 21. janúar 2015
Jón segir umsóknina vera komna á enda
Fréttavefurinn visir.is birtir viðtal við Jón Bjarnason, formann Heimssýnar, í tilefni af áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja fram tillögu fyrir Alþingi um að draga formlega til baka umsóknina um aðild að ESB. Á viðtalinu við Jón má sjá að umsóknin er komin á enda og að það sé nauðsynlegt formsatriði að draga hana til baka.
Í viðtalinu sem Visir.is átti við Jón segir:
Jón Bjarnason, formaður Heimsýnar, fagnar því mjög að formenn flokkanna, sem og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, ætli að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að viðræðum við Evrópusambandið verði formlega slitið. Þá er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir ætla að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga. Standa þar með við samþykktir beggja flokkanna og kosningaloforðin sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar, segir Jón kampakátur þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir stundu.
Stóð á því sem hann var kosinn til
Þegar Jón er spurður nánar út í hið lýðræðislega umboð, kosningaloforðin, þá með vísan til afgerandi orða forystusveitar Sjálfstæðisflokksins hvað varðar vilja til að láta fólk kjósa um áframhald viðræðna, segir Jón að Landfundasamþykktin sé mjög skýr um þetta.
Þau hljóta að verja samþykktir flokkanna, segir Jón. Hann var ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar þegar þáverandi ríkisstjórn hóf undirbúning aðildarviðræðna, þannig að hann veit hvað klukkan slær í þessum efnum. Hörðustu ESB-sinnar settu mig út úr ríkisstjórninni til að koma málunum áfram. Ég stóð á því sem ég var kosinn til.
Enn fremur segir:
Vissi fólk hvað það var að skrifa undir? spyr Jón sem vill meina að þetta sé túlkunum háð: Undirskriftirnar hljóðuðu fyrst og fremst uppá hvort þú vilt kjósa. Menn skulu skoða textann og spurninguna vandlega; þá það sem fólk var að svara og skrifa skrifa undir. Ég veit um fólk sem var algerlega á móti og vildi kjósa þetta út úr heiminum, aðild að Evrópusambandinu, það var ekki að hugsa um hvort það væri að kjósa um áframhald viðræðna. Það er tvennt ólíkt. Þá væri ágætt að biðja viðkomandi um að leggja fram nafnalistann.
Jón vill sem sagt meina að þarna hafi verið brögð í tafli, villandi spurningar og túlkunin þar með röng. Það er ekkert að því að kjósa um hvort hvort fólk vilji ganga í ESB. En, það er ekki rétt að þessar undirskriftir hljóði uppá vilja um halda þessum viðræðum áfram. Það er ákveðinn hópur sem vill fá að kjósa um spurninguna, viltu ganga í Evrópusambandið eða ekki? Og það er ágæt spurning. Um það á að spyrja. Þessar viðræður eru löngu komnar í strand.
Ekki hægt að kjósa um áframhald viðræðna
Jón segir, spurður hvort hann sé alfarið á móti því að kosið verði um hvort viðræðum verði fram haldið eða ekki, að það sé einfaldlega ekki hægt að kjósa um það. Viðræðurnar séu stopp af Evrópusambandsins hálfu.
Já, krafa Evrópusambandsins liggur fyrir að forsjá fiskimiðanna fari til Evrópusambandsins. Og ef við viljum halda áfram viðræðum á þeim forsendum erum við að fallast á það að gefa miðin frá okkur. Og það liggja engar samþykktir fyrir þess efnis á Alþingi að gefa frá sér fiskmiðin. Alþingi og þjóðin er ekki tilbúin að gefa eftir landhelgina, bara sí svona.
Viðræður fela í sér afsal fiskimiðanna
Jón segir að það að vilja halda umræðunum áfram feli í sér framsal fiskimiðanna. Það voru settir fyrirvarar, samninganefndinni er ekki heimilt að ganga lengra en þarna er tilgreint. Ef sýnt er að gefa verður meira eftir en Alþingi hefur gefið heimild fyrir, þá verða þær stopp. Fékkst ekki frjálst umboð til að gera hvað sem var. Ég veit nákvæmlega hvernig er með sjávarútvegsmálin, það var sama og strandaði á hjá Norðmönnum.
Og Jón óttast ekki boðuð mótmæli. Allir eiga rétt á að mótmæla, en þeir sem ætla að mótmæla verða að vita hverju þeir eru að mótmæla. Ég skil það fólk sem segir: Ég vil ganga í ESB, þó ég sé algerlega ósammála því. En umsóknin er komin á enda.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 20. janúar 2015
Ósætti innan ESB um hvort Hamas séu hryðjuverkasamtök
Framkvæmdastjórn ESB vefengir þá niðurstöðu dómstóls á vegum ESB um að ekki séu nein lagaleg rök til að flokka Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök. Stjórnmálastéttin í ESB er þar með komin í stríð við dómara í ESB.
Um þetta má lesa m.a. á EUBusiness.
Í ljósi reynslunnar af afskiptum stjórnmálastéttar ESB af átökum á Balkanskaga, Sri Lanka og í Vestur-Afríku ætti þessi valdastétt í ESB kannski ekki að vera að skipta sér af svona viðkvæmum utanríkismálum.
Sjá nánar: ESB er friðarspillir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Regluvæðingin ryður samkeppni úr vegi
- Öryggismál og Brusselspuni
- Þjóðaratkvæðagreiðsla eða inngönguyfirlýsing?
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
- Bókun 35 - nokkur atriði sem Alþingi ætti að ræða
- Nei, ekki aka út af!
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 17
- Sl. sólarhring: 204
- Sl. viku: 1433
- Frá upphafi: 1214319
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 1321
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar