Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Árni Páll og Sigríður í pólitískum fenjaleiðangri

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formannskandídat, eru minnt á þá afstöðu kjarnans í Samfylkingunni með tillögu flokksins að stjórnmálaályktun að taka eigi upp evru. Sjálfur hafði Árni nært efann í þessu máli en kjarni flokksins heldur fast við sitt. 

Samfylkingin, flokkur sem ætlaði sér að vera í fylkingarbrjósti fyrir íslenska alþýðu, hefur aldrei skilið gangvirki efnahagsmála í Evrópusambandinu. Flokkurinn hefur reynt að telja landsmönnum hér trú um að mögulegt sé að efnahagsumhverfið hér geti á örskotsstund orðið það sama og í Þýskalandi. Flokksforystan hefur neitað að meðtaka innihald fjölmargra skýrslna sem segja að það henti ekki að vera með sama gjaldmiðil og sömu peningastefnu hér og á meginlandi Evrópu vegna þess að efnahagssveiflur eru ólíkar og það þarf oft vaxtahækkun í Evrópu þegar þörf er á vaxtalækkun hér á landi og öfugt.

Forysta Samfylkingarinnar skilur ekki heldur að evran hefur valdið gífurlegu efnahagsmisvægi í álfunni þar sem Þjóðverjar og örfáar aðrar þjóðir hafa getað haldið verði á útflutningsafurðum sínum niðri og unnið í samkeppni á útflutningsmörkuðum við jaðarþjóðirnar með þeim afleiðingum að mikill afgangur hefur verið á utanríkisviðskiptum Þjóðarverja en halli og skuldasöfnun á Ítalíu, Spáni, Grikklandi og víðar. Þetta hefur leitt til verri afkomu útflutningsfyrirtækja á jaðarsvæðunum, atvinnuleysis og skuldasöfnunar.

Samfylkingin ætlaði að bæta kjör landsmanna. Í staðinn stefnir flokkurinn að því að koma Íslandi í hóp þeirra landa þar sem kjörin eru svívirðileg, svo vitnað sé til Jóns Baldvins Hannibalssonar, guðföður umsóknar um aðild að ESB. Hann sér engar líkur á því að Ísland verði aðili að ESB á næstunni.

 


mbl.is Upptaka evru besta leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin segir svívirðileg kjör í ESB-löndum

jonbaldvinJón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ungt fólk á Spáni og í fleiri ESB-löndum búa við svívirðileg kjör. Fólk þurfi að taka á sig skuldavanda fjármálakerfisins auk þess sem atvinnuleysi sé óhugnanlegt þar sem annar hver ungur maður á Spáni sé t.d. án atvinnu. Jón sagði opinbert hagkerfi að hruni komið á Spáni.

Þetta kom fram í þættinum Hip hop og pólitík þar sem Jón Baldvin ræddi meðan annars við Þorbjörn Þórðarson fréttamann. 

Þorbjörn minnti á að evrusvæðið væri ekki hagkvæmt myntsvæði þar sem hreyfanleiki vinnuafls væri mjög lítill. 

Jón Baldvin sagði einnig í þættinum að Ísland væri ekkert á leið inní ESB, viðræður hefðu verið settar á ís af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ESB væri búið að loka fyrir ný lönd.

Auk þess sagði Jón Baldvi að ESB væri í svo djúpri kreppu að það væri ekki fýsilegt fyrir okkur að ganga þangað inn.


Arfavitlaus og hlutdræg skoðanakönnun Fréttablaðsins

Frést hefur af því að Fréttablaðið sé þessa dagana að hringja í fólk til að spyrja um afstöðu til stjórnmálaflokka og um afstöðu til ESB. Spurt er hvort fólk vilji að viðræðum við ESB verði haldið áfram. Þarna er Fréttablaðið að leggjast á sveif með þeim ESB-aðildarsinnuðu öflum sem vilja halda áfram aðlögunarferlinu að ESB. Í spurningum Fréttablaðsins er ekki gert ráð fyrir neinum þeim fyrirvörum sem Alþingi setti svo skýrt inn í ályktun sína umsókn. Núna vilja aðildarsinnar gleyma þeim fyrirvörum til að viðhalda þeirri yfirborðslegu umræðu sem á sér víða stað um þessi mál.

Lýðræðið krefst þekkingar. Án hennar er hætt við því að óvandaðir aðilar leiði landsmenn á villigötur.


Hver ættu samningsmarkmiðin í ESB-málum að vera?

Í greinargerð með áliti utanríkismálanefndar frá sumrinu 2009 og vísað er til í ályktun Alþingis um að hefja umsókn um inngöngu í ESB eru tilgreind nokkur atriði sem teljast meðal grundvallarhagsmuna Íslands við samningsgerð við ESB, svo sem þau að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum, að tryggja forræði yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi við gerð alþjóðasamninga og hægt er, að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis, að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum, að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt og ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt.

Hér til hliðar gefst áhugasömum tækifæri á því að taka þátt í viðhorfskönnum hvort binda eigi hugsanlegar viðræður við ESB einhverjum skilyrðum eða ekki.

Hver, ef einhver, eiga samningsmarkmið eða skilyrði að vera í hugsanlegum viðræðum við ESB. Eiga þau að vera þau sömu og Alþingi setti á sínum tíma eða eiga engin skilyrði að vera?


Frosti vill ekki að kjósendur afsali sér valdi

FrostiÁ fundi um stöðu og horfur varðandi EES-samninginn sem haldinn var í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær sagði Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins að sér litist ekki á að kjósendur myndu afsala sér valdi til yfirþjóðlegra stofnana, en slíkt gætu þeir verið að gera ef valdaframsal yrði heimilað í stjórnarskrá og framkvæmt á þeim grunni. Með óafturkræfu valdaframsali af því tagi gætu kjósendur hér á landi verið að afsala sér valdi yfir eigin málum til frambúðar.

Í svipaðan streng tók Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra. Hann áréttaði að það væru ekki kjörnir þingmenn á ESB-þinginu sem hefðu frumkvæðisrétt varðandi lagasetningu heldur oftast embættismenn sem væru ekki lýðræðislega kjörnir.

Fram kom í máli beggja að lýðræðishallinn væri mikill í tengslum við ESB. Bjarni tók svo til orða um ESB, og vitnaði þar í háttsettan þýskan stjórnmálamann, að ESB væri eins og einstefnugata. Eftir að ríki væru komin þangað inn væri stefnan bara í eina átt og í mesta lagi hægt að hafa áhrif á hraðann - en alls ekki stefnuna.

Það er því greinilega skilningur margra að eftir að ríki eru einu sinni komin inn í ESB, að minnsta kost eftir síðustu breytingar þar, að þá verður ekki aftur snúið. Lýðræðislegt vald hefur þá endanlega verið tekið að einhverju leyti frá íbúum viðkomandi landa.


Hver eru samningsmarkmið ASÍ í ESB-málum?

arniP

Forysta ASÍ með Gylfa Arnbjörnsson í broddi fylkingar segist vilja ræða við ESB um inngöngu Íslands í sambandið. Þá vaknar spurningin: Vill ASÍ ganga til þessara viðræðna, sem Já-Ísland sættir sig við að yrðu kallaðar aðlögunarviðræður, án allra skilyrða eða vill ASÍ setja fram einhver samningsmarkmið líkt og Samfylkingin lofaði að gera?

Sem kunnugt er lofaði Samfylkingin að kynna þau samningsmarkmið sem hún vildi setja fram í viðræðum við ESB. Það var hluti af niðurstöðu kosningar innan flokksins árið 2002 eða 2003. Flokksforysta Samfylkingar lét hins vegar þá vinnu lönd og leið að kynna samningsmarkmiðin. Þau litu aldrei dagsins ljós.

Segja má að utanríkisnefnd Alþingis hafi sett inn samningsmarkmið til grundvallar ályktun Alþingis um viðræður við ESB árið 2009. 

Vilja ASÍ og Samfylkingin að þau samningsmarkmið, m.a. um full og óskoruð yfirráð yfir fiskimiðunum, verði látin ráða áfram?


mbl.is Þjóðin fái að segja sitt álit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Hrafn Gunnarsson og Píratar gefa út opinn tékka til ESB

HelgiHrafnGunnarssonÞað er ekki hægt að skilja málflutning Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á annan veg en þann að hann vilji halda áfram viðræðum við ESB og ljúka samningi við sambandið án allra skilyrða. Það hefur ekki mátt greina annað á málflutningi hans eða Birgittu Jónsdóttur, forystumanns Pírata, en að þau vilji láta þá fyrirvara sem Alþingi gerði árið 2009 lönd og leið.

Þar með verður ekki annað séð en að Píratar, sem segjast yfirleitt ekki hafa nokkra efnislega skoðun á málinu, séu að styðja skilyrðislausar aðlögunarviðræður og samning við ESB án allra fyrirvara.

Ef þetta er rangt, þá hafa Píratar tækifæri til að fjalla um málið hér.


Erna Bjarnadóttir útskýrði stöðu ESB-málsins í dag

erna_bjarnadottirErna Bjarnadóttir, fulltrúi í framkvæmdastjórn Heimssýnar, tók þátt í fjölmiðlaumræðu um ESB-málin í dag, ásamt Vigdísi Hauksdóttur, fyrrverandi formanni Heimssýnar, Jóni Steindóri Valdimarssyni, formanni Já-Ísland, Helga Hjörvar alþingismanni og fleirum. Í morgunþætti Rásar 2 og í Kastljóssþætti sjónvarpsins undirstrikaði Erna stöðu ESB-umsóknarinnar með því að skýra eðli ályktunar Alþingis og tilgreina afleiðingar þeirra fyrirvara sem Alþingi og utanríkismálanefnd setti í viðræðunum. Þegar umræðan var komin út á efnislegar og innihaldsríkar brautir af þessu tagi í Kastljósinu í kvöld sagðist formaður Já-Ísland ekki hafa áhuga á umræðunum.

Erna undirstrikaði að bréf utanríkisráðherra til ESB-forystunnar fyrir helgi væri fullnaðaryfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar um að hún ætli ekki að halda áfram með málið. Það væri undarlegt ef ESB tæki ekki mark á slíkum yfirlýsingum löglega kjörinnar ríkisstjórnar. Þá minnti Erna á að viðræður hefðu í raun hætt þegar steytti á sjávarútvegskaflanum vegna fyrirvara Alþingis þegar í maí árið 2011 og að fyrrverandi ríkisstjórn hefði síðan stöðvað viðræður í janúar 2013. 

Þá minnti Erna á það í Kastljósþættinum í kvöld að þingmál frá 2009 gæti ekki, að mati stjórnskipunarfræðinga, bundið hendur ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili. Hins vegar vakti Erna athygli á því að fylgjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður segðu ekkert um þá fyrirvara sem Alþingi setti á sínum tíma. Hún spurði þá félaga Jón Steindór Valdimarsson og Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, hvort þeir væru á móti þessum fyrirvörum, en fékk engin svör. Helgi sagðist ekki vilja ræða þessi mál efnislega og Jón Steindór gaf einnig lítið fyrir efnislegar umræður. Erna undirstrikaði að ef halda ætti áfram með málið yrði ríkisstjórn fyrst að sækja sér nýtt umboð til Alþingis.

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður sagði að ESB-málið væri í raun líflaust orðið með því bréfi sem utanríkisráðherra hefði sent í síðustu viku. Það væri staðfesting á því að ferlinu væri lokið. Vigdís minnti jafnframt á að það stjórnskipulagið hér á landi væri með þeim hætti að þingmeirihluti hverju sinni réði að jafnaði ferðinni.

 


Jón Steindór Valdimarsson veigrar sér við að ræða ESB-málin

Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já-Ísland, hefur ekki áhuga á því að ræða um ESB-málin. Það kom fram í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í kvöld þegar hann sagði að það væri ekkert gagn að svona umræðum.

Jón Steindór virðist samkvæmt þessu orðinn eitthvað þreyttur á umræðunum. 

Hins vegar var ljóst að Erna Bjarnadóttir, fulltrúi í framkvæmdastjórn Heimssýnar, og Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, töldu fulla þörf vera á umræðum um ESB-málin, enda lögðu þær margt gott efnislega til málanna eins og sjá mátti.

Kannski finnst Jóni Steindóri ekki gaman að ræða efnislega um mikilvægt og flókin atriði sem varða ESB-málin.


Umsóknarályktunin lýsir pólitískum vilja þáverandi þingmeirihluta

EinarKrEinar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis segir að þingsályktunin frá 2009 um að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið hefði ekki neitt lagalegt gildi og að þingsályktanir á borð við þessa fælu aðeins í sér pólitískan vilja þingsins hverju sinni. 

Þetta kemur fram í frétt á mbl.is í dag.

Fréttin er svohljóðandi í heild:

Reg­in­mun­ur er á bréfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar til Evr­ópu­sam­bands­ins um að um­sókn­ar­ferl­inu að sam­band­inu verði ekki haldið áfram og Ísland sé ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki og þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra sem lögð var fram á Alþingi fyr­ir ári um að um­sókn­in yrði kölluð til baka. Þetta sagði Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, í skýrslu sem hann flutti þing­mönn­um í dag um ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ein­ar sagði þings­álykt­un frá 2009 um að sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið vera í fullu gildi enda fæli ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar ekki í sér að svo væri ekki. Það væri Alþing­is að ákveða fram­hald henn­ar. Hins veg­ar væru fá dæmi um að þings­álykt­an­ir væru felld­ar úr gildi. Þings­álykt­un­in frá 2009 hefði stuðst við póli­tísk­an stuðning þáver­andi þing­meiri­hluta. Þings­álykt­an­ir hefðu ekki laga­legt gildi held­ur fælu þær í sér póli­tísk­an vilja þings­ins hverju sinni.

Vísaði Ein­ar í skýrslu sem skrif­stofa Alþing­is hefði unnið haustið 2013 að hans beiðni um gildi þings­álykt­ana. Þar kæmi fram að ráðherr­um bæri að upp­lýsa Alþingi ef ekki stæði til að fylgja eft­ir þings­álykt­un­um en þess í stað inn­leiða nýja eða breytta stefnu. Þá annað hvort með skýrslu eða með samþykkt nýrr­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu.


mbl.is Reginmunur á bréfinu og tillögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 110
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1116882

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 606
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband