Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

30 ára leynd í Seðlabanka evrunnar

evrSeðlabanki evrunnar birtir ekki fundargerðir frá svokölluðum peningastefnufundum þar sem teknar eru ákvarðanir um vexti og annað sem varðar peningastefnuna. Viðurlög liggja við því ef fulltrúar einstakra ríkja skýra frá atkvæðagreiðslum eða öðru sem fram fer. Þeir mega ekki einu sinni skýra frá sinni afstöðu. Samkvæmt reglum Seðlabanka evrunnar eru fundargerðir skráðar frá slíkum fundum en þær má aðeins birta að 30 árum liðnum sem söguleg gögn.

Þetta er dæmi um skort á gegnsæi í ESB og Seðlabanka evrunnar.

Upplýsingar af þessu tagi koma meðal annars fram í nýlegri skýrslu sem fyrrverandi stjórnarmaður í Seðlabanka Bandaríkjanna, Kevin Warsh, gerði fyrir Seðlabanka Bretlands.Skýrslan var liður í viðleitni Breta til að auka gegnsæi í störfum Seðlabanka Bretlands (Bank of England). 

Sjá frétt um þetta hér.

Skýrslan sjálf er  hér.


Svíar neita enn og aftur að samþykkja bókhald ESB

Það hefur ekki gengið þrautalaust að koma bókhaldi ESB í gegnum nálarauga endurskoðenda og eftirlitsmanna. Fjármálaráðherra Svía og ESB-nefnd þingsins hefur nýverið ekki viljað leysa framkvæmdastjórn ESB undan ábyrgð vegna fjárhagsársins 2013. 

Ráðherrann, Magdalena Andersson (Socialdemokratiska Arbetarpartiet), segir að það sé allt of mikið um villur í bókhaldinu, en þær eru í um 4,7 prósentum af öllum færslum. Það vantar oft m.a. nauðsynlegar uppáskriftir eða undirskriftir og innkaup eru oft ekki í samræmi við reglur. Fram kemur á sænska vefnum Europaportalen að Svíþjóð, Holland og Bretland hafi áður fylgst að og ekki viljað samþykkja bókhald ESB. Endurskoðendur hafa í 20 ár gert mjög alvarlegar athugasemdir við bókhald ESB. 

 

 


Íslenska krónan betri en evran!

peterdohlmanÍ þessari skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsmál á Íslandi kemur fram að Íslendingar hafi verið á undan öðrum Evrópubúum að ná sér upp úr fjármálakreppunni. 

Þetta eru meðmæli með krónunni og íslensku efnahagslífi.

Orðrétt segir Peter Dohlman, formaður sendinefndar AGS sem kom hingað til lands nýlega: 

"Á þessu ári verði Ísland fyrsta kreppulandið í Evrópu þar sem efnahagsástandið verður betra en áður en kreppan skall á." Svo segir í frásögn RUV.

Íslenska krónan er greinilega betri en evran!

 


mbl.is Efnahagsumsvif að ná fyrri hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvífin íhlutun ESB-þingmanna í íslensk mál

Það er ekki nóg með að ESB haldi úti áróðursstofu með hálfum tug starfsmanna hér á landi og verji til þess um hálfum milljarði króna heldur senda krataþingmenn á þingi ESB nú kröfur til íslenskra stjórnmálamanna um að þeir hegði sér eins og þessum ESB-krötum er þóknanlegt.

Þetta er ósvífin íhlutun ESB-forkólfa um íslensk innanríkismál.

Á sama tíma hrópa nokkrir íslenskir stjórnmálamenn á hjálp frá erlendum ESB-stjórnmálamönnum. Það sést alveg á þessu hver lýðræðisást sumra er. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn sem vilja fara í ESB, þar sem er umtalaður lýðræðishalli, vilja auka lýðræðishallann hér á landi - og færa valdið sem fyrst til Brussel.

Er hægt að leggjast lægra?


ESB þykist nú þegar ráða hér á landi

Það er ljóst af þessari frétt mbl.is að embættismenn ESB virðast ekki ætla að taka mark á bréfi utanríkisráðherra. Embættismannakerfið í Brussel virðist ætla að taka sér það vald að skilgreina leikreglur eftir sínu höfði. Hvernig yrði þetta þá eftir inngöngu í ESB?


mbl.is Talsmaður ESB úti á túni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkar fagna ákvörðun Gunnars Braga

Fjölmargir Evrópubúar eru hrifnir af því framtaki ríkisstjórnarinnar að óska eftir því að Ísland verði tekið af lista yfir umsóknarríki að ESB, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins þar sem Frakkar tjá sig.

Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar vekur greinilega athygli um alla álfuna og vekur von í brjósti þeirra þjáðu einstaklinga sem þurft hafa að líða fyrir fátæktaráhrif evrunnar.


mbl.is „Engir kjánar Íslendingarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsamlegast takið okkur af listanum!

Fyrri ríkisstjórn varð strand með umsóknina vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrðin sem Alþingi setti. Þjóðin vill ekki fara í Evrópusambandið. Núverandi ríkisstjórn og meirihluti Alþingis er á móti aðild að ESB. Samt hefur ESB komist upp með að skrá og meðhöndla Ísland sem umsóknarríki. Hvers konar dónaskapur er það?

Á hávær minnihluti hér á landi, ásamt embættismönnum ESB, að ráða því að Ísland sé skráð áfram sem umsóknarríki?

Það er eðlilegt að ESB verði við þessari kurteislegu beiðni um að taka okkur nú af listanum yfir svokölluð umsóknarríki. Þótt fyrr hefði verið!


Jóhanna drap hvort eð er umsóknina - Gunnar Bragi er bara að staðfesta útförina

Gunnar BragiAlþingi samþykkti á sínum tíma umsóknina miðað við tilteknar forsendur, meðal annars um sjávarútvegsmál. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sá að ekki yrði hægt að uppfylla þessar forsendur var hinu svokallaða umsóknarferli hætt og umsóknin var þar með dauð. 

Það var því ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hóf þetta ferli, fékk umboð til að ljúka því en lenti úti í feni með málið. Umsóknin gekk ekki eftir. 

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er í raun bara að staðfesta þetta.

Það er ekki hægt að endurvekja dauða og grafna umsókn nema með endurnýjuðu umboði Alþingis og þá væntanlega með breyttum forsendum - t.d. um að við afhendum Brussel allt forræði í sjávarútvegsmálum.

Slíkt verður aldrei gert. Almenningur á Íslandi mun aldrei leyfa það.


mbl.is Ísland ekki lengur umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UMSÓKNIN HEFUR VERIÐ AFTURKÖLLUÐ SEGIR GUNNAR BRAGI

Íslendingar hafa afturkallað umsóknina um inngöngu í ESB með sérstöku bréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til forystu ESB í dag.

Frá þessu var sagt í fréttum RUV rétt í þessu.

Sjá nánar á vef utanríkisráðuneytisins.

 

RUV segir svo frá:

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Ríkisstjórnin lítur svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja og hefur farið þess á leit við ESB að sambandið taki hér eftir mið af því.
 
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti nú rétt klukkan sex að íslenskum tíma formanni ESB, sem er utanríkisráðherra Lettlands, bréf þess efnis. Þetta kom fram í kvöldfréttum útvarps.
 
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður, ræddi við Gunnar Braga nú skömmu fyrir klukkan sex. „Við teljum að þessu máli sé lokið og ef menn vilja sækja um að nýju þá verði að leita til þjóðarinnar,“ segir utanríkisráðherra.
 
Gunnar Bragi segir að þeir hafi verið í samskiptum við ESB undanfarnar vikur. Fundurinn í dag hafi verið góður, báðir aðilar hafi skilning á þessari stöðu og þetta sé leið sem sé eðlileg. „Þeir þekkja ferlið sem hefur verið í gangi á Íslandi - þetta er í rauninni bara „common sense“ - ef maður leyfir sér að sletta.“
 
Gunnar Bragi segir að bréfið útskýri stöðuna. „Það sjá það allir að málið er komið á endastöð.“ Hann segir viðræðurnar hafa verið búnar, ekkert hafi gerst í langan tíma. „Við erum bara að loka þessu ferli,“ segir ráðherra.

Evrusvæðið er skrímsli segir framúrskarandi hagfræðingur

piketty_capitalHinn heimskunni franski hagfræðingur, Thomas Piketty, sem skrifaði eina víðlesnustu hagfræðibók síðustu áratuga, Auðmagn á 21. öldinni, segir í viðtali við þýska tímaritið Spiegel að ESB hafi skapað skrímsli með því að koma evrukerfinu á fót. Það gangi ekki að 19 lönd með mismunandi skattakerfi og ólíka ríkisfjármálastefnu reki sameiginlegan gjaldmiðil. Evran sé ein af ástæðunum fyrir erfiðleikum Grikklands.

Sjá hér nánari upplýsingar um Piketty.

Sjá hér vefsíðu Der Spiegel.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1121155

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband