Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015
Þriðjudagur, 30. júní 2015
Birgitta Jónsdóttir: Sýnum grísku þjóðinni samstöðu
Gríska þjóðin á bágt um þessar mundir. Hún er leiksoppur fjármálaafla innanlands og erlendis og þeirra afla í ESB, AGS, Grikklandi og annars staðar sem vilja að þjóðin verði látin borga fyrir óreiðuskuldir sem stjórnmálamenn stofnuðu til. Þess vegna er hægt að taka undir með Birgittu Jónsdóttur þegar hún segir á Alþingi að við eigum að sýna Grikkjum samstöðu.
Birgitta minnti í ræðu sinni á Alþingi í morgun á að staðan í Grikklandi sýndi hvernig hefði getað farið hér á landi. Íslendingum hefði hins vegar tekist að vinna úr erfiðum tímum og væru nú að ná sér á strik. Lánardrottnar Grikklands ætluðu sér að leysa úr skuldamálum landsins með því að setja enn meiri skuldir á herðar grísku þjóðarinnar.
Jafnframt lýsti Birgitta, sem er kafteinn Pírata, yfir stuðningi við grísku þjóðina og hvatti hana til þess að fylgja hjarta sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrirhuguð er í Grikklandi á sunnudaginn, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt mbl.is.
(Mynd: mbl.is/Kristinn Ingvarsson)
Vill samstöðu með Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. júní 2015
Erfið staða hjá Grikkjum og ESB
Staða mála í Grikklandi er afar erfið fyrir stjórnvöld, efnahagslíf og almenning. Grikkir áttu aldrei að taka upp evru og evrusamstarfið jók aðeins á erfiða skuldastöðu sem var að myndast.
ESB er einnig í mjög erfiðri stöðu, ekki bara vegna Grikklands heldur líka vegna þess að vandi Grikklands og ýmissa annarra ríkja á jaðri evrusvæðisins sýnir í hnotskurn að tilraunin með evruna, eina mynt fyrir Evrópulönd, hefur ekki gengið sem skyldi.
En ESB er ekki af baki dottið. Ekki Grikkir heldur. Þessir aðilar munu reyna að finna lausn jafnvel þótt gríska þjóðin hafni tillögum ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vitaskuld er Juncker alveg sjóðandi vitlaus yfir lýðræðisást móðurþjóðar lýðræðisins. Lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðsla er ESB ekki að skapi - ekki fremur en var í Icesave-deilunni hér á Íslandi.
En Juncker verður búinn að jafna sig á morgun. Hann veit hve mikið er í húfi.
Sjónir beinast að Ítalíu og Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 25. júní 2015
Athyglisverður þáttur í norska sjónvarpinu um evrukrísuna
Skrásetjari Heimssýnarbloggins rakst á athyglisverðan þátt sem var sýndur í norska sjónvarpinu, NRK2, í kvöld, en þar var þýskumælandi fréttamaður að fjalla um efnahagskrísuna meðal annars í Grikklandi og Kýpur. Þar var lýst fantalegum tökum trojkunnar svökölluðu, AGS, ESB og SE, á þessum Miðjarðarhafslöndum.
Meðal annars kom fram að þríeykið hafði þvingað Kýpverja til að láta milljarða af hendi til að bjarga grískum banka og eiganda hans. Fulltrúar þríeykisins neituðu að ræða við þennan fjömiðlamann.
Þátturinn verður sýndur aftur á morgun og þeir sem hafa aðgang að NRK ættu að fylgjast með.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. júní 2015
Heimilin spara á því að vera utan ESB
Niðurstaða nýrrar rannsóknar í Bretlandi sýnir að heimili þar í landi myndu spara um tvö hundruð þúsund krónur á ári ef Bretland segði sig úr ESB. Matvæli yrðu ódýrari þar sem hægt yrði að flytja þau inn í auknum mæli frá ríkjum utan ESB auk þess sem úrsögn Breta úr ESB þýddi að ekki væri lengur þörf á kostnaðarsömu regluverki sambandsins sem væri til þess fallið að hækka verð til neytenda.
Fréttavefur Daily Telegraph segir frá þessu og mbl.is endursegir.
Heimilin betur sett utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. júní 2015
Ísland smám saman af listum yfir umsóknarríki að ESB
Ísland er smám saman að fara af listum hjá ESB yfir þau ríki sem sótt hafa um aðild.
Mbl.is skýrir svo frá:
Tekin hefur verið ákvörðun af ráðherraráði Evrópusambandsins um að Íslandi verði ekki lengur boðið að taka afstöðu með sameiginlegri stefnu sambandsins í öryggis- og varnarmálum sem umsóknarríki. Sú ákvörðun er liður í því að taka Ísland af lista Evrópusambandsins yfir umsóknarríki að sambandinu í samræmi við óskir ríkisstjórnarinnar. Þetta staðfestir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi, í samtali við mbl.is.
Þessi breyting felur í sér að Ísland hefur ekki lengur sömu stöðu og umsóknarríki að Evrópusambandinu í þessum efnum eins og landið hafði haft frá árinu 2010 þegar viðræður um inngöngu þess í sambandið hófust. Héðan í frá verði Íslandi einungis boðið að taka þátt í yfirlýsingum Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum með sama hætti og Noregur og Liechtenstein sem ásamt Íslandi eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) en utan sambandsins.
Ríkisstjórnin tilkynnti Evrópusambandinu formlega um miðjan mars á þessu ári að hún teldi Ísland ekki lengur vera umsóknarríki að sambandinu. Var óskað eftir því við Evrópusambandið að tekið yrði mið af því í störfum sambandsins. Evrópusambandið ákvað í kjölfarið að fjarlægja Ísland af listum yfir umsóknarríki að sambandinu á vefsíðum sínum. Einnig ákvað Evrópusambandið að hætta að bjóða fulltrúum Íslands á þá fundi sem umsóknarríkin hafa annars rétt til að sækja.
Fær aftur sömu stöðu og Noregur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. júní 2015
Aukin miðstýring ESB lausn á vandanum?
Þegar heimsbyggðin, og þar með forystumenn ESB, er orðin sannfærð um að núverandi staða ESB er óbærileg og hefur valdið ómældum skaða, samanber lífskjör í Grikklandi og víðar, þá heldur forysta ESB að eina lausnin sé sú að taka meira vald frá aðildarríkjunum og færa það til þeirra sem valdið hafa skaðanum.
Er þetta nú skynsamlegt?
Hvað segja Bretar? Hvað segja efasemdarmenn út um alla Evrópu sem hafa í æ ríkari mæli stutt þá flokka sem eru gagnrýnir á starfsemi ESB?
Vilja ríkissjóð fyrir evruríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. júní 2015
Egill Helgason segir evrusvæðið óhagkvæmt
Egill Helgason áttar sig á því að Evrópusambandið er ekki hagkvæmt gjaldmiðilssvæði. Hann segir í nýlegri færslu: Evrópusambandið sem er alltof ólíkt innbyrðis til að sameiginlegur gjaldmiðill virki.
Enn fremur segir Egill: Þau ná ekki vel saman Tsipras og Varoufakis annars vegar og Merkel og Juncker hins vegar. Forysta ESB átti mun auðveldara með að tala við gamla spillta liðið í Nea Demokratia og Pasok en Syriza.
Egill þekkir sjálfsagt betur til í Grikklandi en margur.
Væntanlega er hann sammála bandaríska prófessornum Robert Aliber sem segir að evran henti ekki Íslendingum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. júní 2015
Bretum betur borgið utan ESB segir í nýrri skýrslu
Ný og viðamikil skýrsla sýnir að Bretum er betur borgið utan ESB miðað við núverandi regluverk og aðstæður. Einungis viðamiklar breytingar á regluverki ESB gætu breytt þessu mati. Fram kemur að útflutningur breskra fyrirtækja á vörum beint til ESB sé í raun fremur lítill en samt verða þau að hlíta íþyngjandi regluverki sambandsins.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun ESB-málanna í Bretlandi næstu árin. Cameron forsætisráðherra hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild landsins að ESB fyrir árslok 2017.
Miklar breytingar nauðsynlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. júní 2015
Hræðsluáróður ESB varðandi Grikkland - enn einu sinni?
Jean-Claude Juncker, formaður framkvæmdastjórnar ESB, kom heiminum í uppnám um daginn með því að tala um að úrslitastund yrði í dag vegna Grikklands. Í dag segir hann hins vegar fundinn nánast vera spjallfund þar sem menn bera saman bækur sínar. Samt kalla sumir fundinn enn neyðarfund.
Juncker tekst sannaralega að halda mönnum við efnið.
Dvínandi vonir um samkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. júní 2015
Seðlabanki Grikklands pólitískt verkfæri ESB
Nýleg tilkynning frá Seðlabanka Grikklands er dæmi um það hvernig ESB og seðlabanki evrunnar beitir stofnunum aðildarlanda fyrir sig í pólitískum tilgangi. Með þessu reynir ESB að hafa áhrif á lýðræðislega þróun í Grikklandi. Því er haldið fram af hógværum íhaldsmönnum að ESB reyni allt til þess að vegur vinstri stjórnarinnar í Grikklandi verði sem verstur.
Við getum ímyndað okkur hvað hefði gerst ef ESB og seðlabanki evrunnar hefðu getað skipað seðlabankanum á Íslandi fyrir verkum í aðdraganda og eftirmála hrunsins hér á landi. Hefðum við þá haft okkar Papandreóa eða Tsiprasa?
ESB og AGS eru sögð keyra hagkerfið í Grikklandi fram á brún hengiflugs hrunsins til þess eins að framfylgja úreltri innheimtustefnu sinni fyrir kröfuhafa í fjármálakerfinu. Þessi hegðun þríeykisins (ESB, AGS og ECB) stefni hins vegar Grikklandi í öngþveiti og grafi í leiðinni undan lögmæti ESB og AGS og geri jafnframt framtíðarhorfur í efnahagsmálum í Evrópu og heimsbyggðinni allri mun verri fyrir vikið.
Sagt er að til úrslitastundu dragi á morgun eða í lok þessa mánaðar. Gefist ríkisstjórn Grikklands ekki upp er þó líklegast að AGS, ESB og ECB lengi í hengingarrólinni fram eftir sumri og jafnvel fram eftir ári.
Nýleg skrif Ambrese Evans-Pritchards um málið ættu að vera skyldulesning hvers áhugamanns um Evrópusambandið og efnahagsmál.
Hér er Styrmir Gunnarsson með stutta útgáfu af þessari grein Pritchards.
Þurfa ekki á AGS að halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 60
- Sl. sólarhring: 414
- Sl. viku: 2469
- Frá upphafi: 1165843
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 2143
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar