Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2016

Fjöldamótmćli gegn grćđgi fyrrum ESB-framkvćmdastjóra

barrosoHátt í hundrađ ţúsund manns hafa skrifađ undir áskorun ţar sem mótmćlt er grćđgi og siđleysi José Manuel Barroso, fyrrverandi forseta framkvćmdastjórnar ESB, en hann ţiggur drjúg eftirlaun frá ESB um leiđ og hann ţiggur svimandi fjárhćđir fyrir nýja stöđu hjá fjármálafyrirtćkinu Goldman Sacshs. Ţađ eru ekki síst samtök starfsmanna ESB sem hafa mótmćlt ţessu.

Ţessi fyrrum helsti forkólfur ESB, sem fékk sem svarar ríflega ţremur milljónum króna á mánuđi í starfi hjá ESB og svo tvćr milljónir á mánuđi í eftirlaun til ađ byrja međ, lćtur sér fátt um finnast. Ţađ er ţó ekki ađeins grćđgin sem fólk mótmćlir í ţessu heldur einnig ţađ siđleysi og hagsmunaárekstrar sem ţađ getur faliđ í sér ađ svo háttsettur embćttismađur hjá ESB sé orđinn innanbúđarmađur í ţessu stóra fjármálafyrirtćki.

Sjá m.a. hér og hér og hér.


mbl.is Vilja svipta Barroso eftirlaununum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bókhaldssvindl og vantraust í garđ ESB

Klaus-Heiner Lehne, sem fer fyrir endurskođun Evrópusambandsins, segir ađ Evrópusambandiđ og stofnanir ţess hefđu glatađ trausti íbúa sinna í framhaldi af efnahagsörđugleikum, innflytjendavandamálum og eftirmálum ţjóđaratkvćđagreiđslu Breta um ađ yfirgefa sambandiđ. Hann segir: „Fólk getur ekki einu sinni byrjađ ađ treysta okkur ef ţađ trúi ţví ekki ađ viđ séum ađ passa upp á peningana ţeirra“ sagđi Lehne á blađamannfundi ţar sem skýrsla um svindl međ peninga ESB var kynnt.

Í skýrslunni kemur fram ađ Evrópusambandiđ greiddi um 700 milljörđum of mikiđ fyrir ţjónustu á árinu 2015. Fram kemur ađ styrkir voru greiddir fyrirtćkjum í Tékklandi, Ítalíu og Póllandi vegna verkefna sem ţegar höfđu veriđ flokkuđ sem óhćf til styrkja.

Samkvćmt skýrslunni eru fjármunir, sem variđ er á rangan hátt, ofgreiddir eđa rangt fariđ međ á annan hátt, 3,8% af fjárhagsáćtlun sambandsins.

Fjármunir ţeir sem Evrópusambandiđ hefur úr ađ spila eru um eitt prósent af landsframleiđslu Evrópu ríkjanna og sambandiđ kostar hvern íbúa Evrópu um 285 evrur, eđa 36.000 íslenskra krónur á ári.

Ţetta kemur fram á ruv.is.


Ţorskstofninn hrynur undir ESB-fiskveiđistjórn

Vísindamenn telja ađ ţorskstofninn í Eystrasalti sé ađ miklu leyti hruninn eftir stjórn ESB á fiskveiđunum. Vísindamenn ráđlögđu 90 prósenta niđurskurđ til ađ bjarga stofninum í danskri og ţýskri lögsögu. Sjávarútvegsráđherrar Evrópusambandsins ákváđu hins vegar á fundi í nótt ađ minnka ţorskkvótann á á vestursvćđi Eystrasalts um 56 prósent á nćsta ári. 
 
 

Karmenu Vellu, fiskimálastjóri í framkvćmdastjórn ESB, lagđi til ađ ţorskkvótinn yrđi skorinn niđur um 88 prósent á vestursvćđinu, en segist hafa orđiđ ađ fallast á málamiđlun. Samtök sjómanna í á Jótlandi mótmćla niđurskurđinum harđlega, ađ sögn danskra fjölmiđla. Esben Lunde Larsen matvćlaráđherra er gagnrýndur fyrir frammistöđu sína viđ ađ verja kvótann og ţá ekki síst fyrir ađ segja ađ Danir hafi unniđ hálfa sigur međ ţví ađ kvótinn hafi ekki veriđ skorinn meira niđur.

Í austurhluta Eystrasalts verđur ţorskkvótinn minnkađur um fjórđung.


Ţađ eru 28 pakkar til ađ kíkja í!

Ţađ var fróđleg umrćđa í kosningaútvarpi RUV í kvöld. Ţar var ţađ einungis fulltrúi Samfylkingar sem tjáđi sig ótvírćtt um ađ vilja Ísland inn í ESB. Fulltrúar annarra flokka voru annađ hvort á móti eđa voru óvissir og vildu sumir kíkja í pakkann. Benti ţá fulltrúi eins flokksins á ađ ţađ vćri óţarfi ađ setja eitthvert flókiđ ferli í gang svo hćgt yrđi ađ kíkja í pakkann ţví ţeir pakkar sem hćgt vćri ađ kíkja í vćru jú 28. Ţađ vćri nóg ađ kanna stöđuna í ţeim 28 ríkjum sem eru ađilar ađ ESB (27 ţegar Bretar verđa farnir út). 

Ţegar pakkarnir eru skođađir kemur í ljós gífurlegur lýđrćđishalli ţar sem vald hefur veriđ fćrt frá ríkjunum til embćttismanna og stjórnenda í Brussel. Ţađ sjáum viđ međal annars á ţví hvernig tekiđ hefur veriđ á málefnum Grikklands, Spánar, Portúgals, Írlands og fleiri jađarríkja evrunnar sem lent hafa í fjárhagserfiđleikum. Ţar miđa björgunarađgerđir ekki síst viđ ţađ ađ bjarga ţeim ţýsku bönkum sem lánađ hafa til jađarlandanna.

Ţegar haldiđ er áfram ađ kíkja í pakkana sést t.d. ađ atvinnuleysiđ er ađ međaltali um 10% og allt ađ ţrjátíu prósentum í tveimur löndum. 

Og ţegar nánar er skođađ sést ađ lönd sem eru ađilar ađ ESB ţurfa ađ undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB ţar sem endanlegt vald í ţeim málaflokki er fćrt til Brussel.

Reynsla ýmissa minni ESB-ríkja til ţessa og fyrirkomulag sjávarútvegs- og annarra auđlindamála ćtti ađ vera víti fyrir Íslendinga til ađ varast.


Könnunarviđrćđur eru blekking

wildcatsGluggađ er í bók Jóns Torfasonar, Villikettirnir og vegferđ VG: Samfylkingin mátti ekki heyra á slíkt minnst enda er ekkert til sem heitir „könnunarviđrćđur,“ slíkt tal er ađeins fyrirsláttur. Annađ hvort er sótt um ađild í ţeim tilgangi ađ ganga í ESB eđa menn setjast niđur og lesa sáttmála sambandsins og samţykktir til ađ kynna sér hugmyndafrćđi og skipulag ţess og geta ţá metiđ hvort ţeim lýst vel eđa illa á. Umsóknarlönd geta ekki samiđ um ađ breyta reglum ESB, ađeins um ţađ hversu hröđ eđa hćg ađlögunin skuli vera. Allt tal um könnunarviđrćđur er ţví út í hött, byggist annađ hvort á vísvitandi blekkingum eđa mikilli vanţekkingu. Úr Villikettirnir og vegferđ VG, eftir Jón Torfason, útgefiđ haustiđ 2016. 

Ţađ er um ţetta ađ segja: Kosning um áframhaldandi viđrćđur er af svipuđum meiđi og könnunarviđrćđur. Ţar byggist umrćđan "annađ hvort á vísvitandi blekkingum eđa mikilli vanţekkingu."

 


Ósk um viđrćđur er ósk um ađild - en ţjóđin er á móti ađild

Til ađ viđrćđur um ađild ađ ESB geti fariđ fram ţarf ađ sćkja um ađild ađ ESB. Ósk um ađild felur í sér vilja til ađ ganga í ESB. Viđrćđur fela ţá ţađ í sér hvernig ađlaga eigi regluverk umsóknarlands ađ regluverki ESB. Ţetta liggur fyrir.

Ísland sótti um ađild ađ ESB áriđ 2009. Viđrćđur um ađild á grundvelli ţeirrar umsóknar sigldu fljótlega í strand međal annars vegna ţess ađ Íslendingar sćtta sig ekki viđ ađ Brussel nái yfirráđum yfir auđlindum Íslands. Skilyrđin sem Alţingi setti í umsókninni hindruđu frekari viđrćđur.

Ţjóđin vill ekki gerast ađili ađ ESB. Ţađ er ţví algjörlega á skjön viđ eđlilegan framgangsmáta ađ halda áfram viđrćđum um ađild ađ ESB. 

Ef einhver vilji er til ađ endurlífga umsóknina og setja viđrćđur í gang er ţađ jafnframt yfirlýsing um ađ falla frá ţeim skilyrđum sem Alţingi setti í samţykktina um umsókn frá 2009. Ţađ yrđi yfirlýsing um ađ Íslendingar ćtluđu ađ fela embćttismönnum í Brussel úrslitavald viđ stjórn mikilvćgra auđlindamála á og í kringum Ísland. Hver vill ţađ?

 

 


Ályktun Framsóknar um ESB

Eftirfarandi var samţykkt á 34. flokksţingi Framsóknarflokksins um síđustu helgi:

Framsóknarflokkurinn telur hag lands og ţjóđar best borgiđ utan Evrópusambandsins og hafnar ţví ađild ađ sambandinu. Framsóknarflokkurinn fagnar ţví ađ ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins afturkallađi ađildarumsóknina ađ ESB. Ljóst má vera ađ forsendur ţeirrar umsóknar eru brostnar. Gćta skal íslenskra hagsmuna í hvívetna varđandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bretland er stćrsta viđskiptaland Íslands, bćđi hvađ varđar vöru- og ţjónustuviđskipti. Ísland skal hafa frumkvćđi ađ viđrćđum viđ stjórnvöld í Bretlandi ţar sem markmiđiđ er ađ tryggja a.m.k. jafn góđ viđskiptakjör milli ţjóđanna og nú eru í gildi. Í ljósi ţeirra grundvallarbreytinga sem orđiđ hafa á vettvangi EES, međal annars međ útgöngu Bretlands og í ljósi vandamála er tengjast Schengen samstarfinu er orđiđ tímabćrt ađ meta árangurinn af ţessum samningum og velta upp valkostum.

 

Sjá nánar: Ályktanir 34. flokksţings Framsóknarflokksins 1. - 2. október 2016.


ESB er fyrir forréttindahópa segir Theresa May

Bogi Ágústsson fréttamađur benti ágćtlega á ţađ í morgunţćtti Óđins Jónssonar í Ríkisútvarpinu rétt í ţessu ađ Bretar líta almennt ţannig á ađ ESB sé fyrst og fremst fyrir forréttindahópa en gagnist lítiđ venjulegu launafólki. Ţessu til stađfestingar flutti Bogi hljóđbút međ rćđu Theresu May, núverandi forsćtisráđherra Breta.

Sjá enn fremur hér: May vill sanngjarnara Bretland.


Evran er á undanhaldi hér á landi

eurobrokenŢađ er ljóst af svörum fulltrúa ţeirra stjórnmálaflokka sem visir.is rćđir viđ ađ evran er heldur á undanhaldi. Viđreisn hefur gefiđ evru upp á bátinn. Ţađ eru helst Samfylking og Björt framtíđ sem enn vilja skođa evruna. Ađrir flokkar stefna ekki á evruna fremur en meirihluti ţjóđarinnar. 

Viđsnúningur Viđreisnar í gjaldmiđlamálinu er athyglisverđur og sćtir reyndar talsverđri furđu ţar sem Benedikt Jóhannesson, formađur flokksins, hefur talađ einarđlega fyrir upptöku evru á undanförnum árum og í ađdraganda og viđ stofnun flokksins. Ţađ er greinilegt ađ hann hefur orđiđ undir í flokknum hvađ ţetta varđar. Ţađ er hins vegar ćriđ óljóst hverjir hafa velt formanninum í ţessu máli. Ţessi viđsnúningur virđist hins vegar sýna í hnotskurn ţann vanda sem nýir flokkar eiga viđ ađ glíma. Stefnan í mikilvćgum málum getur snúist skyndilega og ört eftir ţví hvernig vindar blása - líkt og gildir um vindhana sem notađur er til ađ kanna hvađan vindur blćs.

Ljóst er einnig ađ Seđlabankinn hefur vísađ hugmyndinni um myntráđ út í hafsauga fyrir Ísland, líkt og Össur Skarphéđinsson hefur bent á.

Af fréttum ađ dćma hefur stađa efnahagsmála aldrei veriđ betri á Íslandi en nú er. Eins og kemur fram í riti Seđlabankans, Valkostir Íslands í gjaldmiđils og gengismálum, eru ţađ helst lönd sem búa viđ miklar og erfiđar ţrengingar sem tekiđ hafa upp myntráđ.


Blađamađur virđist ekki leggja rétt út af ummćlum fólks

Af ţessu ađ dćma virđist blađamađur ekki hafa hlustađ nćgilega vel eđa skiliđ ţađ sem sagt var, samanber: 

Villandi fyrirsögn, ef marka má ţađ sem er skrifađ í fréttinni


mbl.is Vilja spyrja ţjóđina um viđrćđurnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 583
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 503
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband