Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Óhamingja í Evrópusambandinu

apartEnginn leiðtoga Evrópusambandsríkja er hamingjusamur með þá tillögu um breytt samband Breta við ESB sem David Cameron, forsætisráðherra Breta, kynnti á dögunum. EUBusiness skýrir frá þessu.

Hamingjan með tillöguna er enn fremur lítt útbreidd í Bretlandi. Nú er að sjá hverju fram vindur í þessum efnum.


Lilja Rafney, þingmaður VG, telur EES ganga of langt og ógna lýðheilsu

LiljaRafneyLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir að það verði að standa vörð um lýðheilsu almennings og verjast ágangi EFTA-dómstóls sem vill dreifa um landið hráu, ófrosnu, hormónafylltu og sýklamarineruðu kjöti frá EES-löndunum.

Fólk veltir fyrir sér EES-samningnum í þessu samhengi. Þess vegna er fróðlegt að skoða færslu Gunnars Heiðarssonar í bloggi hans sem er svohljóðandi:

„Á öndverðum tíunda áratug síðustu aldar gerðist Ísland aðili að EES samningnum. Mjög skiptar skoðanir voru meðal landsmanna um þessa för og í skoðanakönnunum voru andstæðingar samningsins alltaf með töluverða yfirhönd yfir þeim sem samninginn vildu. Þá lá fyrir að yfir 75% þjóðarinnar vildi fá að kjósa um samninginn. Þrátt fyrir þetta tók Alþingi einhliða ákvörðun um að fullnusta þennan samning.

....

Það er vissulega kominn tími til að endurskoða EES samninginn og koma honum í það horf sem hann var upphaflega. Ef ekki er vilji innan framkvæmdastjórnar til slíkrar endurskoðunar ættum við Íslendingar alvarlega að endurskoða aðild okkar að þessum samning og skoða hvort EFTA geti ekki dugað okkur, svona eins og Svisslendingum.“

 

 


mbl.is EES framar íslenskum lögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas segir ESB til syndanna

jonas-profile2Jónas Kristjánsson er með skarpari pennum meðal íslenskra blaðamanna. Ýmsum hefur sviðið undan beittum texta hans. Í gær lætur hann ESB  finna til tevatnsins í bloggi sínu:

„Evrópusambandið rambar milli mistaka síðustu árin. Hélt sig geta þvingað siðum upp á Austur-Evrópu. Þvert á móti veldur sá heimshluti vandræðum í Bruxelles. Eystra eru spilling og fasismi í hávegum. Stjórnir Ungverjalands, Póllands, Serbíu og Króatíu eru fasískar og hlæja að predikunum. Sambandið hélt sig líka geta siðað Grikki gegn fjárglæfrum. Reið ekki feitum hesti frá þeim samskiptum. Nú kennir sambandið Grikkjum um landhlaup flóttamanna til Evrópu. Þó er ljóst, að Grikkir geta ekki drekkt fólki, sem stígur á land á ótal grískum eyjum rétt við strendur Tyrklands. Hótanir aflóga undirmálskarla stjórna Evrópusambandinu.“

 


ESB dreifir sýklum yfir Ísland!

KarlGKristinssonVissulega eru þetta stór orð. En þau verða sönn ef Íslendingar verða að beygja sig fyrir ESB-reglunum um óheftan innflutning á hráu kjöti. Öðruvísi er ekki hægt að skilja orð Karls G. Kristinssonar, prófessors í sýklafræði við Háskóla Íslands og yfirlæknis á sýklafræðideild Landspítalans. Hann óttast aukna útbreiðslu fjölónæmra baktería verði innflutningsbann á hráum og ófrosnum kjötvörum afnumið.

 

Í löndum þar sem fjölónæmar bakteríur eru algengari, sé dánartíðni af völdum slíkra baktería hærri og horfur sjúklinga verri.

Samkvæmt nýju ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins brýtur innflutningsbann íslenskra stjórnvalda á hráu ófrosnu kjöti í bága við EES-samninginn. Íslensk stjórnvöld íhuga nú hvernig bregðast skuli við stöðunni sem upp er komin.

Karl segir að íslensk kjötframleiðsla sé í sérflokki hvað varðar litla notkun sýklalyfja, og óttast að fjölónæmum bakteríum sem berast milli manna og dýra, fjölgi verði innflutningsbannið afnumið. 

„Í löndum þar sem ónæmi er algengara en á Íslandi, eru sýkingar af völdum þessara fjölónæmu baktería algengari og sýkingar af völdum fjölónæmra baktería hafa hærri dánartíðni og horfur sjúklinga eru marktækt verri heldur en ef þeir væru að sýkjast af næmum bakteríum,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. „Fyrir utan það að í sumum tilfellum getur verið mjög erfitt að uppræta sýkingar af völdum baktería sem eru ónæmar fyrir nánast öllum sýklalyfjum.“

Hættan er raunveruleg

Hann segir hættuna vissulega til staðar í dag, til að mynda vegna innflutts grænmetis og ferðamanna. Mjög grannt sé fylgst með því að þeir beri ekki með sér fjölónæmar bakteríur inn á sjúkrahús landsins. Þá hafi fjölónæmar bakteríur nú þegar borist til landsins, sem tekist hafi að hefta útbreiðslu á. Hann segir ónæmi baktería mismikið eftir löndum, áhættan sé langmest í Asíu og meiri í Suður-Evrópu en í Norður-Evrópu. Ísland sé hins vegar með eitt lægsta ónæmishlutfall í álfunni, þó víðar væri leitað.

„Því miður þá er mín skoðun sú að þessi áhætta sé raunveruleg og að þetta muni gerast. Við viljum bara að það gerist hægt og seint, þannig að þegar það gerist þá verði komin ný sýklalyf,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði.


Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, hundóánægður með tillögur Cameron

BorisJohnsonBoris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, er einn af þeim sem finnst David Cameron, forsætisráðherra Breta, vera allt of linur í samningunum við ESB. Boris vill að Bretar geti sjálfir neitað að taka upp lög sem þeim eru ekki að skapi. Nú er hins vegar rætt um tillögu í þá veru að 55% þinga í ESB-löndunum gætu stöðvað lagafrumvörp á ESB-þinginu.

Það sér hver maður að þessi tillaga um 55% þröskuld yrði nánast gagnslaust til að stöðva lagasetningu - og það veit Boris Johnson.


Fleiri Bretar vilja úr ESB

BrexitNýjasta könnun YouGov í Bretlandi sýnir mesta stuðning við útgöngu Breta út ESB til þessa. Samkvæmt henni vilja 42% Breta yfirgefa sambandið en 38% vilja vera áfram aðilar að sambandinu.

Nú er að vita hvort íslenskir fjölmiðar greini frá þessari nýju könnun sem EUobserver greinir frá og vitnar þar í Reuters.


Minnihluti landsmanna vill halda áfram viðræðum við ESB

EUanimalSamkvæmt niðurstöðu könnunar sem birt var í dag vill minnihluti landsmanna halda áfram viðræðum við ESB. Samkvæmt könnuninni segjast 45,4 prósent aðspurðra vera fylgjandi því að aðildarviðræður við ESB verði teknar upp á ný, 40,3% segjast vera á móti því að það verði gert og 14,3% segjast hvorki mótfallin né fylgjandi því að viðræður verði teknar upp á nýjan leik. 

Þegar þetta er skoðað í því ljósi að mikill meirihluti þjóðarinnar segist vera andvígur aðild að ESB er erfitt að skilja afstöðu sumra stjórnmnálaflokka í málinu. 

Kjarninn skýrir frá málinu fyrir hönd samtakanna Já Ísland sem eru fylgjandi aðild að ESB..


Stór meirihluti Íslendinga andvígur aðild að ESB

neiesb1mai2015Stór meirihluti Íslendinga, 59,1%, myndu kjósa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu ef kosið yrði í dag en 40,9 prósent myndu kjósa með aðild. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland en Kjarninn birtir niðurstöðurnar.

Í frétt Kjarnans kemur eftirfarandi fram (athugið að ekki virðist vera fjallað með skýrum hætti um þá sem ekki taka afstöðu):

 

Meirihluti fólks 35 til 44 myndi greiða atkvæði með aðild

Ekki er marktækur munur á svörum karla og kvenna þegar kemur að því hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef gengið yrði til atkvæða um aðild að ESB í dag. Hins vegar er marktækur munur á svörum fólks eftir aldri, búsetu, tekjum og menntun. 

Minnsti stuðningurinn við aðild er í yngsta og elsta aldurshópnum, annars vegar 18 til 24 ára og hins vegar 55 ára og eldri. Í báðum hópum myndu í kringum 35% greiða atkvæði með aðild í dag en um 65% greiða atkvæði gegn. Mestur stuðningur við aðild mælist í aldurshópnum 35 til 44 ára, þar sem 52% myndu greiða atkvæði með aðild. 49% fólks á aldrinum 25 til 34 myndu greiða atkvæði með aðild, en 51 prósent gegn. 

Nánast jafnt í Reykjavík en mikil andstaða á landsbyggðinni

Hjá fólki sem er búsett í Reykjavík eru hlutföll þeirra sem myndu greiða atkvæði með og gegn aðild í dag nánast hnífjöfn. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur myndu 44% greiða atkvæði með aðild, en í öðrum sveitarfélögum myndu 30% greiða atkvæði með aðild. Í þeim hópi er líka langmesta andstaðan við aðild, þar sem helmingur svarenda segist örugglega kjósa gegn aðild að ESB. 

Mest andstaða hjá tekjulágum og mestur stuðningur hjá tekjuhæstu

Þegar afstaðan er skoðuð út frá fjölskyldutekjum kemur í ljós að mjög mikil andstaða mælist við ESB-aðild hjá þeim sem hafa tekjur undir 250 þúsundum. Þar segjast 86% myndu kjósa gegn aðild í dag. Hjá þeim sem hafa tekjur frá 250 til 399 þúsundum er hlutfallið 73%. Hlutfallið verður aðeins jafnara hjá þeim sem hafa 400 til 549 þúsund krónur á mánuði, 57% myndu kjósa á móti þar, 59% í hópnum 550 og 799 þúsund og 53% í hópnum 800 til 999 þúsund á mánuði. 

Meirihluti þeirra sem hafa milljón eða meira í fjölskyldutekjur á mánuði myndi hins vegar greiða atkvæði með aðild, eða 53%. Það er eini tekjuhópurinn þar sem meirihluti er með aðild að ESB. 

53% þeirra sem eru með háskólapróf myndu segja já við aðild að Evrópusambandinu ef gengið yrði til kosninga í dag. 36% þeirra sem hafa framhaldsskólapróf myndu segja já og 33% þeirra sem eru með grunnskólapróf. 

Könnunin var gerð dagana 14. til 25. janúar 2016 og var úrtakið 1440 manns, þar sem 888 svöruðu. 718 manns tóku afstöðu til þessarar spurningar, og eru vikmörk á bilinu 2,7 til 3,6 prósent. 

 


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 105
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 2514
  • Frá upphafi: 1165888

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 2183
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband