Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

AGS segir ESB þjarma að Grikkjum að óþörfu

„Stefnan sem Þýskaland heftur rekið gagnvart Grikklandi er pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot. Þetta segir Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þar skrifar hann um ástandið í Grikklandi sem lengi hefur glímt við alvarlegan skuldavanda sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum undanfarin misseri. Það breytir þó engu um það að vandinn er enn til staðar og enn mjög alvarlegur. Alls nema skuldir ríkisins 180% af landsframleiðslu en mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er það að ef ekki verði afskrifaðar umtalsverðar upphæðir gæti prósentan farið upp í 300 á næstu árum og áratugum.“

Ofangreint hefur Eyjan úr leiðara Harðar Ægissonar, efnahagsritstjóra, í Fréttablaðinu.

Þar segir ennfremur:

Fram undan er erfitt sumar fyrir gríska ríkið. Að sögn Harðar þarf Grikkland sjö milljarða evra í fjárhagsaðstoð í júlí næstkomandi til að geta borgað af skuldum sínum. Slíkir fjármunir eru þó ekki afhentir nema með ströngum skilyrðum og þurfa Grikkir að halda áfram að herða beltið og spara, auk þess sem áfram er gerð krafa um efnahagsumbætur, ,,í því skyni að ná fram auknum afgangi á frumjöfnuði ríkissjóðs‘‘ segir Hörður.

Það kemur eflaust einhverjum á óvart en AGS er sammála stjórnvöldum í Aþenu um að afskrifa þurfi einhvern hluta skulda ríkisins ef sjóðurinn á að geta haldið áfram að lána Grikkjum. Þetta hefur ekki mælst vel fyrir meðal ráðamanna í Berlín sem hafa sett fótinn niður og hafna því alfarið að farið verði í afskriftir.

Skuldir Grikkja eru nánast einvörðungu við opinbera aðila, einkum sex stærstu Evruríkin með Þýskaland í broddi fylkingar. Afar litlar líkur eru á því að sögn Harðar að stjórnmálamenn í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi bjóði kjósendum sínum upp á það að Grikkir fá eina evru afskrifaða, það er ,,pólitískur ómöguleiki‘‘. Þetta þýðir aðeins eitt, Grikkir eru ekki að fara að losna úr skuldasúpunni í bráð.

Hörður segir að sú stefna sem yfirvöld í Þýskalandi hafi rekið gagnvart Grikklandi sé ,,pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot.‘‘ Þjóðverjar græði ekkert á því að þurfa að afskrifa skuldir gagnvart Evrópska seðlabankanum ef Grikkir gangi út úr evrusamstarfinu.


Landsmenn á móti ESB: Stöðugur og tryggur meirihluti gegn aðild

Andstaðan við aðild að ESB eykst og hún er stöðug. Meiri­hluti lands­manna hef­ur verið and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í öll­um könn­un­um sem birt­ar hafa verið frá því í ág­úst 2009 eða und­an­far­in sjö og hálft ár. Nú eru 54% á móti en 26 prósent með. Andstæðingar aðildar eru líka mun ákveðnari í sinni afstöðu. Fjörutíu prósent eru mjög andvíg aðild en einungis 13 prósent eru mjög hlynnt. 

HENDUM ÞESSARI UMSÓKN ÚT Í HAFSAUGA - SJÁ:

Evrópusambandið heillar ekki Íslendinga

Misheppnaðasta umsókn Íslandssögunnar

Sjá hér kannanir MMR.


mbl.is Tveir þriðju andvígir inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evruríkin eru læst inni í harmkvælaástandi, segir Jón Baldvin

jonbaldvinJón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var í hressilegu viðtali í Silfrinu hjá Agli Helgasyni í morgun. Þar sagði Jón Baldvin að peningamálasamstarfið, þ.e. evrusamstarfið, í Evrópu vera ónýtt. Hafa ber í huga að þarna talar sá maður sem einna harðast barðist fyrir því á sínum tíma að tekið yrði upp nánara samstarf við ESB. En ekki lengur. 

Jón Baldvin sagði að evrusamstarfið væri tæknilega ónýtt. Evrukerfið réði ekki við þau áföll sem dunið hefðu yfir. Öðrum hagkerfum hefði tekist það betur. Sökudólgurinn væri m.a. Maastricht-samkomulagið sem legði ýmsar byrðar á aðildarríki evrusamstarfsins varðandi hagstjórn sem væri óskynsamleg til lengdar. Almenningur í Evrópu væri látinn borga skuldir fjárglæframanna. Bankarnir hefðu ekkert svigrúm til að stuðla að hagvexti og hagsæld. Evrópuríkin væru því læst inni í harmkvælaástandi. Það er búið að eyðileggja Grikkland, sagði Jón Baldvin. Hagkerfið þar væri fjórðungi minna en áður. Evran væri búin að eyðileggja hagkerfi Suður-Evópu; Ítalíu, Spánar, Kýpur og Grikklands. Atvinnuleysi ungs fólks á Spáni væri um 50%. Hvers konar þjóðfélag er þetta?, spurði Jón Baldvin í samtalinu við Egil.

Jón sagði að fjöldaatvinnuleysi væri byggt inn í þetta ónýta fjármálakerfi evrussamstarfsins. Hagkerfið væri læst inni í samdrætti og almenningur væri látinn borga skuldir auðmanna. Þess vegna væri lýðræðið að bresta í þessum löndum.


Brexit heldur áfram stig af stigi

Frumvarp sem gerir breskum stjórnvöldum kleift að hefja viðræður við Evrópusambandið um úrsögn Breta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær. Frumvarpið var samþykkt með 494 atkvæðum gegn 122 í neðri deild breska þingsins

Frumvarpið fer nú til efri deildar þingsins en Theresa May, forsætisráðherra Breta, gerir ráð fyrir að hefja viðræður við ESB um úrsögn í marslok. 


Þeir segja auknar líkur á brotthvarfi Grikkja!

Hefur nokkur hér á landi áhuga á þessu? Nema ef vera skyldi að fólk hafi samúð með Grikkjum? Sorglegt hvað ástandi hefur verið erfitt í Grikklandi.


mbl.is Auknar líkur á brotthvarfi Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland tekið upp lítið brot af reglum ESB

Þótt umræðan um aðild Íslands að ESB sé nánast dauð hér á landi er rétt að halda til haga ákveðnum staðreyndum þar sem bardagamóðir ESB-aðildarsinnar reyna að slengja því fram að við séum búin að yfirtaka megnið af löggjöf ESB - og því muni engu þótt við gengjum þar inn. Af öllum tilskipunum ESB á ákveðnu tímabili rötuðu aðeins 6,5% inn í EES-samninginn. Ef þetta er nálgast með öðru mótu sést að frá 1992-2006 voru samþykkt 1.656 lög hér á landi og áttu þá aðeins 285 eða 17,2% beinan uppruna sinn í aðildinni að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Það er svo sérstakt mál, að margt að því sem verið er að taka upp frá ESB er algjör óþarfi, eins og reglur um vélarstærð í ryksugum og fleira sýnir.

Sjálfsagt er hægt að finna nýrri tölur um þetta - en þær breyta varla heildarmyndinni.


Þingið samþykkir Brexit

Mik­ill meiri­hluti neðri deild­ar breska þings­ins samþykkti í gærkvöldi laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, þar sem stjórn­inni er veitt heim­ild til þess að virkja 50. grein Lissa­bon-sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins og hefja þar með form­legt úr­sagn­ar­ferli lands­ins úr sam­band­inu. Frá þessu er greint á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

Fram kem­ur í frétt­inni að 498 þing­menn hafi samþykkt að veita rík­is­stjórn­inni heim­ild til þess að hefja úr­sagn­ar­ferlið form­lega en í neðri deild breska þings­ins eiga í heild­ina sæti 650 þing­menn. Sam­tals greiddu 114 þing­menn at­kvæði gegn laga­frum­varp­inu. Tek­ist hef­ur verið á um málið í þing­inu und­an­farna tvo daga en næst fer frum­varpið til lá­v­arðadeild­ar­inn­ar.


mbl.is Breska þingið samþykkir Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir atvinnurekendur hafna ESB

Meirihluti félagsmanna í félagi íslenskra atvinnurekenda telur að ekki eigi að halda viðræðum við ESB áfram og stór meirihluti þeirra er á móti aðild að ESB. Samkvæmt nýlegri könnun vilja 52% félagsmanna ekki halda viðræðum áfram á meðan aðeins 35,1% vilja halda þeim áfram. Aðeins 16,9 prósent eru á því að Ísland eigi að gang í ESB á meðan 55,7% eru þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að ganga í ESB.

Á þessu sést að íslenskt atvinnulíf hafnar algjörlega aðild að ESB.

Athyglisvert í þessari könnun er einnig að mun færri vilja taka upp evru, bæði eru þeir í miklum minnihluta og þeim fækkar jafnframt.

Mbl.is birti frétt um málið, sjá hér.

 


mbl.is Meirihluti nú andvígur viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 420
  • Sl. sólarhring: 503
  • Sl. viku: 2258
  • Frá upphafi: 1187485

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 364
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband