Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017
Mánudagur, 24. júlí 2017
Hagfræðiprófessor segir evruna ekki henta á Íslandi
Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að hagsveiflan á Íslandi sé töluvert ólík því sem gengur og gerist í þeim löndum sem nota evru. Undanfarin fimm ár eða svo hafi hagvöxtur evruríkja verið mjög lítill og stýrivextir nálægt núlli. Hér á landi hefur aftur á móti verið mikill hagvöxtur.
Þessi peningastefna á þessum síðustu árum sem að hefur verið mikill uppgangur og hagvöxtur á Íslandi hefði alls ekki hentað hér. Hvort sem fólkinu líkar það betur eða verr í svona miklum hagvexti þá þurfa raunvextir að vera jákvæðir og hærri en þar sem er mjög lítill hagvöxtur og lítil eftirspurn og þarf frekar að örva hana.
Friðrik hefur einnig efasemdir um myntráð. Um það segir í frétt RUV:
Myntráð er fyrirkomulag þar sem lítil mynt, eins og íslenska krónan, er tengd erlendri mynt með skuldbindingu um að tilteknu gengi verði haldið milli myntanna. Til þess þarf vænan myntforða hjá Seðlabankanum til að skipta lausu fé í evrur. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir að myntráð kalli á að fylgja peningastefnu þess svæði sem notar viðkomandi mynt. Búast má við því að vextir yrðu þeir sömu og á evrusvæðinu ef farin væri sú leið að tengja krónu við evru. Slíkt sé þó ekki endilega eingöngu af hinu góða.
Það þýðir náttúrulega að peningastefnan getur verið úr takti við það sem þarf. Og til þess að þetta fari ekki illa og bara svona springi að lokum þá þarf mikinn aga í hagstjórninni, það þarf aga í peningamálum vegna þess að verðbólgan þarf í raun og veru þá að vera svipuð og á evrusvæðinu ef við myndum binda við evru, segir Friðrik Már.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 20. júlí 2017
Economist segir Þýskaland ógn við heimshagkerfið
Í leiðara í tímaritinu Economist 8. þessa mánaðar var fjallað um þýska vandamálið eins og leiðarahöfundur kallar þann vanda sem efnahagsstjórnin í Þýskalandi veldur hagkerfi heimsins. Vandinn felst meðal annars í of miklum sparnaði einkaaðila og opinberra aðila í Þýskalandi sem, ásamt öðru, hefur í för með sér gífurlegan viðskiptaafgang og auðsöfnun. Leiðarahöfundur segir að með þessu sé Þýskaland mesta ógnin fyrir frjáls viðskipti í heiminum.
Það er hins vegar dálítið fyndið að leiðarahöfundur Economist skuli hoppa yfir risavaxinn vanda sem efnahagsstefna Þýskalands veldur meðal nágrannaríkjanna í evrussamstarfinu. Leiðaraöfundur þessa rits, sem stundum virðist stunda evrutrúboð, fjallar ekkert um það sem er ein meginástæðan fyrir þessum vanda sem er það skrúfstykki sem evrusamstarfið heldur ríkjum í. Eftir að það samstarf var tekið upp hefur Þjóðverjum tekist að halda aftur af launahækkunum og kostnaði í framleiðsluiðnaði. Atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin hefur tekið höndum saman um að halda kostnaði niðri - og þar tekist miklu betur en atvinnurekendum og verkalýðsforystu í nágrannaríkjunum. Þetta hefur haft það í för með sér að verðbólga á flesta mælikvarða hefur verið minni í Þýskalandi en í samkeppnislöndum, Þjóðverjar hafa getað selt útflutningsafurðir sínar á lægra verði en nágrannalöndin og fyrir vikið hefur viðskiptaafgangur verið vaxandi hjá Þjóðverjum á meðan viðskiptahalli hefur verið viðvarandi vandamál hjá Ítölum og nokkrum öðrum ríkjum á jaðri evrusvæðisins. Vandann er ekki hægt að leysa með gengisaðlögun sem er ein eðlilegasta leiðin til að draga úr vandanum af því að ríkin eru föst í evrusamstarfinu. Jaðarríkin safna skuldum og búa við meira atvinnuleysi en Þjóðverjar. Æ stærri hluti ungs fólks kemst aldrei inn á vinnumarkaðinn. Þessi mismunandi samkeppnisstaða sýnir í hnotskurn að markmiðin með evrusamstarfinu hafa ekki gengið upp, þ.e. að verðþróun yrði sem líkust og efnahagsþróun færðist almennt í sama farið. Gríðarlegur viðskiptaafgangur Þjóðverja heldur öllu í heljargreipum, ekki bara á evrusvæðinu, heldur í öllum heiminum, eins og leiðarahöfundur Economist bendir á.
Viðbrögðin við þeim vanda sem Þýskaland veldur eru þau að Seðlabanki evrunnar gefur nánast peninga, þ.e. lánar á engum eða jafnvel neikvæðum vöxtum, til að koma styrkari stoðum undir atvinnulífið og auka atvinnu. Eftir sem áður er atvinnuleysi að meðaltali nálægt tíu prósentum á evrusvæðinu og nálægt 50% hjá konum og ungu fólki á jaðarsvæðum evrunnar.
Þannig er hið fyrirheitna land núverandi fjármála- og efnahagsráðherra.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. júlí 2017
Evrópa er annað og meira en Evrópusambandið
Hjörleifur Guttormsson, náttúrfræðingur, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, skrifaði ágæta grein sem Morgunblaðið birti í gær þar sem hann fjallar um tilraun Evrópusambandsins til þess að leggja eignarhald á Evrópunafnið. Í greininni segir Hjörleifur meðal annars: ,,Með því m.a. að líta til Evrópuráðsins sést hversu fráleitt það er af hálfu Evrópusambandsins að láta sem það tali fyrir Evrópu alla."
Grein Hjörleifs er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar:
,,Í skólum er okkur kennt að Evrópa sé ein af fimm heimsálfum sem takmarkist af Úralfjöllum í austri og Atlantshafi ásamt Íslandi í vestri. Á hverjum degi klingir hins vegar í eyrum okkar af hálfu forystumanna Evrópusambandsins að ESB sé í raun það sama og Evrópa. Þetta á ekki síst við um þýska stjórnmálamenn og fjölmiðlar þar endurkasta slíkri orðnotkun dag hvern. Þannig talaði Merkel kanslari í aðdraganda G-20-fundarins ítrekað um að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur. Þar var hún að svara Trump Bandaríkjaforseta sem eins og forverar segist tala fyrir munn Ameríku. Keppinautur Merkel um kanslaraembættið, sósíaldemókratinn Martin Schulz, kemur beint úr forsetastóli Evrópuþingsins. Í viðtali við Der Spiegel 3. júní sl. gerði hann engan greinarmun á Evrópu og ESB. Hér er ekki um neina tilviljun að ræða heldur þaulhugsaða viðleitni af hálfu ráðamanna ESB að leggja undir sig hugtakið Evrópa sem fram á okkar daga hefur verið notað í landfræðilegri merkingu. Samkvæmt því er Rússland einnig í Evrópu, sem og ríkin Sviss, Noregur og Ísland sem öll standa utan ESB. Og hvað verður svo um Bretland í þessu samhengi eftir Brexit?
Evrópuráð og Mannréttindadómstóll ótengd ESB
Spyrja má hvort til einhvers sé að reisa rönd við þessum áróðurshernaði ESB með nafngiftir. Að mínu viti er það bæði rétt og skylt og þótt fyrr hefði verið, þó ekki væri nema til upplýsingar fyrir almenning í álfunni allri. Með því að líta til Evrópuráðsins sést hversu fráleitt það er af hálfu ESB að láta sem það tali fyrir Evrópu alla. Evrópuráðið með aðsetur í Strassborg er alþjóðasamtök 47 stórra og smárra Evrópuríkja. Til þess var stofnað árið 1949, nærri áratug áður en fyrsti vísir að 6-ríkja Evrópubandalagi varð til 1957. Meðal fyrstu verkefna Evrópuráðsins var samþykkt um Mannréttindasáttmála Evrópu og tilkoma sérstaks dómstóls til að fylgja honum eftir. Ísland hefur frá 1950 verið þar þátttakandi og dómstólinn ber oft á góma í fréttum hérlendis vegna þess að margir snúa sér til hans í von um leiðréttingu sinna mála. Alþingi kýs fulltrúa á þing Evrópuráðsins og Ísland á sæti í ráðherraráði þess. Ástæða er til að ítreka að Evrópuráðið er ótengt Evrópusambandinu. Það síðarnefnda hefur þrjár meginstoðir: Framkvæmdastjórn í Brussel, dómstól með aðsetur í Lúxemborg og Evrópuþingið sem kemur saman ýmist í Brussel eða Strassborg.
Evrópusamband með óvissa framtíð
Málefni Evrópu sem heimshluta hafa verið á mikilli hreyfingu í tíð núlifandi kynslóða, einkum eftir lok kalda stríðsins. Evrópusambandið var á mikilli siglingu um og eftir aldamótin með tilkomu nýrra aðildarríkja í austanverðri álfunni og stofnun 16-ríkja myntbandalags með evru sem gjaldmiðil. Sjálft er það nú í mikilli óvissu um hvert stefna skuli. Ástæður þessa eru margþættar. Lissabonsáttmálinn sem undirbúinn hafði verið 2005 og átti að færa ESB í stóru skrefi í átt að ríkisheild mætti mikilli andstöðu en komst loks til framkvæmda í útvatnaðri mynd 2009. Þá var fjármálakreppan skollin á og misvægið innan evrusvæðisins jókst stig af stigi með sterkum efnahag Þýskalands en gífurlegu atvinnuleysi og skuldsetningu í mörgum aðildarríkjum og djúpstæðri kreppu sem enn varir í Grikklandi. Sameiginlegi gjaldmiðillinn sem öllu átti að bjarga hefur reynst hengingaról sem mörg aðildarríki hefðu nú kosið að vera laus við. Nýlegar tillögur frá Brussel um hertar útgjaldareglur og sameiginlega fjármálastjórn aðildarríkja evrusvæðisins mæta áfram mikilli andstöðu, einnig í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn úr suðurátt er jafnframt tifandi tímasprengja sem engin samstaða er um að taka á sameiginlega. Ofan í þetta ástand kom síðan sem reiðarslag fyrir forystu ESB sú ákvörðun meirihluta breskra kjósenda að segja landið úr sambandinu.
Uppgjör og stefnumörkun framundan
Ísland á að hafa lært sína lexíu um Evrópusambandið eftir aðildarviðræðurnar 2009-2013. Til þeirra var stofnað á fölskum forsendum, m.a. þeim að unnt væri að semja um varanlegar undanþágur frá grundvallarreglum ESB. Frekar en að standa frammi fyrir þeirri blekkingu var málinu stungið undir stól við lok kjörtímabils fyrir fjórum árum. Síðan hefur enn hallað undan fyrir ESB sem endurspeglast í spurningunni Lifir ESB út áratuginn? (Viðskiptablaðið 13. júlí 2017.) Þrátt fyrir þetta finnast hér enn stjórnmálamenn í ábyrgðarstöðum sem knýja á um ESB-aðild Íslands og veifa þá einkum evru sem tálbeitu. Uppgjöri við þá blekkingu verður best náð með víðtækri fræðslu um stöðu og innviði ESB og hvaða áhrif aðild hefði fyrir smáþjóð eins og Íslendinga. Gott samstarf lands okkar við Evrópusambandið sem og aðrar þjóðir er eftir sem áður sjálfsagt markmið, en því þarf að finna annan farveg en nú er innan Evrópska efnahagssvæðisins. Á næsta ári verður öld liðin frá því Ísland öðlaðist fullveldi. Þeirra tímamóta verður best minnst með því að draga fram það sem áunnist hefur og marka áherslur um framsýna stefnu óháðs Íslands í samfélagi þjóðanna. Þá er og rétt að hafa í huga að Evrópa er annað og meira en ESB."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. júlí 2017
Brexit bætir atvinnuástandið í Bretlandi
Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hefur atvinnuleysi ekki mælst lægra í Bretlandi frá árinu 1975. Það var 4,5% í maí síðastliðnum.
Í fréttinni segir:
Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Bretlandi í 42 ár. Í maímánuði mældist atvinnuleysi 4,5% og hefur það ekki verið lægra frá árinu 1975. Dróst atvinnuleysi saman um 0,2 prósentustig á milli mánaða. Atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 12,5% og dróst saman um 1% á milli ára. BBC greinir frá.
Miðvikudagur, 12. júlí 2017
Stöðugur meirihluti landsmanna andvígur aðild að ESB
MBL birti í hádeginu niðurstöðu könnunar MMR um afstöðu landsmanna til aðildar að ESB. Sem fyrr er meirihluti andvígur inngöngu, eins og MBL segir. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem taka afstöðu eru um 62 prósent andvíg inngöngu.
Sjá frétt mbl.is um málið hér.
Meirihluti andvígur inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. júlí 2017
Fréttablaðið áréttar frétt Heimssýnar
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir áréttar Fréttablaðið í dag nýlega frétt Heimssýnar, þ.e. þá að nýráðinn ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um peningastefnu hafi talað gegn evru. Fréttablaðið bætir reyndar um betur og vitnar til fréttar um það þegar nefndur ráðgjafi, Anthanasios Orphanides,fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Kýpur, hafi komið hingað til lands sumarið 2014 og ráðlagði þá Íslendingum að taka ekki upp evru. Hann hafi raunar gengið lengra en það og fullyrt að það yrðu mistök fyrir hvaða ríki sem væri að ganga í gjaldmiðilsbandalagið. Evrusvæðið væri einfaldlega ekki sjálfbært.
Orphanides þessi stóð í ströngu þegar evrukreppan reið yfir álfuna og hefur margt miður fallegt að segja um framgöngu valdamanna í Brussel, segir í Markaði Fréttablaðsins í dag.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. júlí 2017
Fortíðar- og framtíðarvandi ESB og evrusvæðisins
Evrusvæðið glímir enn við hrikalegan fortíðarvanda eins og sést á því að enn er verið að senda evru-Grikkjum risastóran björgunarpakka. Jafnframt glímir svæðið við mikinn framtíðarvanda sem evrubankinn ræður ekki við. Því vill seðlabankastjóri í Frakklandi að ríkisstjórnir viðkomandi landa grípi til örvunaraðgerða.
Föstudagur, 7. júlí 2017
EES-samningurinn skemmir ímynd Íslands
EES-samningurinn og tilskipun ESB, sem alþingismenn samþykktu gagnrýnislaust eða gagnrýnislítið, hefur í för með sér undarlegt umhverfisbókhald sem sýnir Ísland sem kjarnorkuknúinn umhverfissóða. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kemur með þarfa ábendingu um þetta í dag og bendir í leiðinni á það hversu varasamar tilskipanir ESB á grunni EES-samningsins eru.
Er ekki ástæða til að skoða þetta og ræða frekar?
Í leiðara Morgunblaðsins í dag, sem ber yfirskriftina Ímyndin seld úr landi, segir:
Við Íslendingar höfum lengi verið stoltir af því, að flestir þeir orkugjafar sem við nýtum hafa verið í formi jarðvarma- og vatnsfallsvirkjana, sem jafnan eru taldar í hópi umhverfisvænustu orkugjafa sem völ er á. Jafnframt höfum við markaðssett íslenska náttúru sem hreina og ósnortna, og jafnvel reynt að fá ferðamenn hingað til lands á þeim forsendum að hér sé um einstaka náttúruparadís að ræða.
Það skýtur því skökku við, þegar rýnt er í raforkureikninginn, þar sem uppruna orkunnar er getið. Í staðinn fyrir að þar sjáist hið sanna, að 99,99% af orkugjöfum okkar eru endurnýjanleg, ber svo við að meirihluti orkunnar er sagður eiga uppruna sinn í kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti, svo sem kolum eða jarðgasi. Miðað við þær tölur sem Orkustofnun hefur tekið saman um uppruna orkunnar okkar eru nærri því 80% orkunnar sem við nýtum runnin af þessum rótum.
Íslendingar eru því, samkvæmt bókhaldinu, miklir umhverfissóðar, en ástæðan er rakin til þess, að samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, sem leidd var hér í lög árið 2011, er orkufyrirtækjum á evrópskum markaði heimilt að selja hreinleikavottorð úr landi, þannig að ríki og fyrirtæki, sem annars myndu ekki standast skoðun, geti fengið á sig gæðastimpil fyrir umhverfisvernd. Íslendingar taka þannig á sig syndir heimsins.
Í ljósi þess að Íslendingar flytja raforkuna hvorki inn né út er hér um grófar blekkingar að ræða, þar sem neytendur í Evrópu eru látnir halda að vörur séu umhverfisvænar sem eru það ekki. Í Bændablaðinu var sagt frá því að á sama tíma hefur þetta haft áhrif á innlenda framleiðslu, þar sem matvælaframleiðendur hafa þurft að kaupa sér vottorð, hafi þeir viljað staðfesta að þeir hafi ekki nýtt sér kjarnorku eða kol, eins og bókhaldið segir.
Evróputilskipun sú, sem hér um ræðir, hefði aldrei átt að vera lögfest en rann þó í gegnum þingið mótatkvæðalaust.
Ímynd landsins sem náttúruparadísar er í húfi, þegar í orkubókhaldi þjóðarinnar má finna það út, að hér á landi hafi verið framleiddur geislavirkur úrgangur. Við þessu þarf að bregðast, og huga í framtíðinni að því, að þær tilskipanir ESB sem hér séu innleiddar eigi við íslenskar aðstæður, en séu ekki bara teknar upp í blindni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 6. júlí 2017
Ráðgjafi íslenskra stjórnvalda reiður evrulöndunum
Svo sem fram hefur komið hefur verið kallað eftir erlendum ráðgjöfum fyrir verkefnisstjórn sem ríkisstjórnin skipaði til að leggja mat á peninga- og gengisstefnu Íslands eftir losun fjármagnshafta. Einn þessara ráðgjafa er Athanasios Orphanides, prófessor við MIT-háskóla og fyrrum seðlabankastjóri Kýpur. Hann var alls ekki sáttur við það hvernig evran hagnaðist Þjóðverjum en varð Kýpur og öðrum jaðarríkjum til trafala.
Um það má lesa hér: Former ECB Official Orphanides Points Finger for Euro Woes at Politicians, Mainly Germans.
Sjá einnig hér: What happened in Cyprus.
Fimmtudagur, 6. júlí 2017
ESB leiddi hörmungar fyrir fiskiðnað í Bretlandi. Nú ná Bretar aftur miðunum
Fiskveiðar og fiskiðnaður í Bretlandi hefur orðið fyrir verulegum og neikvæðum afleiðingum af aðild Bretlands að ESB. Floti erlendra skipa hefur veitt stóran hluta af afla á Bretlandsmiðum. Andvirði þess sem skip frá öðrum ESB-löndum veiða á breskum miðum er um fimm sinnum meira en það sem bresk skip veiða á miðum annarra ESB-ríkja. Nú verður breyting á, vona Bretar, ekki hvað síst í Grimsby þar sem fólk hefur í aldir byggt afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu. Þar sér fólk nú fram á bjartari tíma þegar Bretar ná aftur yfirráðum yfir eigin fiskveiðiauðlindum.
Sjá hér: Will Brexit make Grimsby great again?
Sjá einnig hér grein í The Telegraph.
Nýjustu færslur
- Nei, Rósa Björk
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 27
- Sl. sólarhring: 653
- Sl. viku: 2735
- Frá upphafi: 1166935
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 2363
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar