Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018
Mánudagur, 30. apríl 2018
Fyrsta maí ganga Heimssýnar á morgun
Sunnudagur, 29. apríl 2018
Norska þjóðin myndi þakka Íslendingum
Fréttablaðið birti síðasta föstudag, 27. apríl, grein eftir Kathrine Kleveland, formann Fullveldissamtaka Noregs (Nei til EU). Þar segir hún að norska þjóðin myndi þakka Íslendingum ef Alþingi myndi hafna orkulöggjöf Evrópusamningsins, því þá myndi löggjöfin ekki verða hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Grein Kathrine er aðgenileg á vef Fréttablaðsins og er endurbirt hér:
Hafni Íslendingar evrópsku orkulöggjöfinni mun norska þjóðin fagna
Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka.
Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörð- unum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.
Mikill meirihluti andvígur
Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins.
Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk.
Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum
Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES?
Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2018
Árétting Heimssýnar vegna orkusambands Evrópusambandsins
Aðild að Orkustofnun Evrópusambandsins, ACER gæti brotið í bága við stjórnarskrá Íslands og því ættu þingmenn að íhuga að hafna þingsályktunartillögu eða frumvarpi um innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks Evrópusambandsins í EES-samninginn.
Aðragandi
Árétting þessi er rituð í andmælaskyni við minnisblað frá Ólafi Jóhannesi Einarssyni, lögmanni og fyrrum framkvæmdastjóra hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem bað um minnisblaðið á fundi þeirra, 10. apríl 2018. Minnisblaðið er dagsett 12. apríl 2018, og það ber heitið:
Nokkur atriði tengd upptöku þriðja orkupakka ESB inn í EES-samninginn.
Þróun EES-samningsins
Samkvæmt stjórnarskrárígildi Evrópusambandsins, Lissabonsáttmálanum frá 2009, skulu aðildarríkin þróa með sér sameiginlega yfirstjórn á tilteknum málaflokkum. Einn þeirra er orkumál, og er ætlunin með þessari yfirstjórn að koma í veg fyrir staðbundinn orkuskort í löndum Evrópusambandsins og að hraða orkuskiptum. Til daglegrar yfirstjórnar á þessum málasviðum hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins valið þá leið að koma á laggirnar stofnunum, sem sinna stjórnvaldshlutverkum, hver á sínu málasviði. Á orkusviðinu er um að ræða ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators), sem nefna má Orkustofnun Evrópusambandins. Hún hefur á sínum snærum útibú í hverju landi, sem er algerlega óháð stjórnvöldum viðkomandi lands og hagsmunaaðilum. Hlutverk útibúsins (sem í Noregi er nefnt RME-Reguleringsmyndighet for energi) er t.d. að gegna eftirhlutsverki með raforkuflutningsfyrirtækjum landsins, hér Landsneti, og gefa út allar tæknilegar og viðskiptalegar reglugerðir, sem í raun stjórna starfsemi fyrirtækisins. Útibúið lýtur alfarið boðvaldi ACER. Þetta fyrirkomulag brýtur alfarið í bága við tveggja stoða fyrirkomulagið, sem var forsenda EES-samstarfsins á sinni tíð. Til að draga fjöður yfir stjórnarskrárbrot, sem þetta hefur í för með sér í EFTA-löndum EES, var gripið til þess úrræðis, sem engu breytir í raun, að stilla ESA upp sem millilið ACER og útibúsins, en ESA hefur samt engar heimildir fengið til að breyta ákvörðunum ACER í einu né neinu. Þetta stjórnskipulega atriði er næg ástæða til að hafna upptöku Þriðja orkumarkaðslagabálks Evrópusambandins í EES-samninginn. Við mótmælum því, að [u]pptaka þriðja orkupakkans [hafi] einungis í för með sér óverulegar breytingar á fyrirkomulagi leyfisveitinga og stjórnsýslu, því að leyfisveitingar á raforkuflutningssviði verður að grundvalla á reglum frá útibúi ACER á Íslandi, sem verður í raun stjórnvald á Íslandi, óháð lýðræðislega kjörnum yfirvöldum í landinu. Ágreiningi um úrskurði innlenda leyfisveitingavaldsins verður ekki skotið til innlendra dómstóla, heldur til ESA og EFTA-dómstólsins.
Um valdheimildir ACER
Við mótmælum því, að [s]amkvæmt reglum þriðja orkupakka ESB [séu] heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir að meginstefnu bundnar við ákvæði, sem eiga við, þegar um er að ræða grunnvirki, þ.e. sæstrengi, línur og jarðstrengi, sem ná yfir landamæri.
Evrópusambandið hefur samið kerfisáætlun fyrir raforkuflutninga. Á meðal yfir 170 verkefna, sem þar eru tilgreind til að auka raforkuflutninga yfir landamæri úr núverandi 10% af raforkunotkun upp í 15% árið 2030, er Ice Link, um 1200 MW sæstrengur á milli Íslands og Skotlands. Allar aðildarþjóðir að Orkusambandi Evrópusambandsins eru skuldbundnar til að styðja við framkvæmd þessarar kerfisáætlunar, og það er engum vafa undirorpið, að þráist íslenzk stjórnvöld við að samþykkja umsókn sæstrengsfélags um leyfi fyrir slíkum sæstreng, eða jafnvel synji strengfélaginu um lagnar-, tengi- og rekstrarleyfi, þá munu ACER og Framkvæmdastjórnin taka það óstinnt upp fyrir íslenzkum yfirvöldum og kæra þau til ESA og, ef nauðsyn krefur, EFTA-dómstólsins. Það er þannig alveg út í hött að halda því fram, að í núverandi rafmagnslegu einangrun Íslands felist einhver viðspyrna fyrir stjórnvöld til að verja fullveldið.
Stjórnskipulegi fyrirvarinn
Þótt ekkert fordæmi sé um slíkt, fer ekki á milli mála, að þjóðþing EFTA-landanna hafa hvert um sig synjunarvald gagnvart samþykktum Sameiginlegu EES-nefndarinnar í Brüssel, er varða breytingar á gildandi EES-samningi. Það er jafnframt niðurnjörvað í samninginn til hvaða aðgerða Evrópusambandið má grípa, þegar svo ber undir. Aðgerðirnar takmarkast við að fella úr gildi ákvæði, sem lagabálkurinn, sem synjað hefur verið, hefði haft áhrif á, þ.e.a.s. orkumálahlutann í þessu tilviki og þá sennilega Annan orkumarkaðslagabálkinn, en sameiginlega EES-nefndin verður að ræða þá tillögu og samþykkja hana einróma. Refsiaðgerðir á viðskiptasviðinu mundu þar af leiðandi verða taldar vera brot á EES-samningnum fyrir ESA og EFTA-dómstólnum.
Það er lýðræðisleg skylda löggjafans að vega og meta gaumgæfilega, hvort hagsmunum Íslands verður betur borgið í bráð og lengd innan eða utan Orkusambands Evrópusambandsins. Ef Alþingismenn komast að þeirri niðurstöðu, að veikburða aðild Íslands (án atkvæðisréttar) að Orkustofnun Evrópusambandsins, ACER, og völd hennar á Íslandi, brjóti í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, þá eiga þeir ekki að hika eitt andartak við að hafna þingsályktunartillögu eða frumvarpi um innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks Evrópusambandsins í EES-samninginn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. apríl 2018
Æ fleiri með efasemdir um EES-samninginn
Samþykkt Alþingis á beiðni um að utanríkisráðherra taki saman skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið endurspeglar þá auknu umræðu og gagnrýni sem verið hefur um ýmsar hliðar EES-samningsins. Það virðist greinilega vera kominn tími til að endurmeta samnninginn. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar um úttektina er Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins.
Vilja meta kosti og galla EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 17.4.2018 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 6. apríl 2018
Katrín trúir á krónuna til framtíðar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að við endurskoðun nefndar á ramma peningastefnunnar sé gengið út frá því að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslendinga. Þetta sagði Katrín í ræðu á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Reiknað er með að vinna nefndarinnar verði kynnt í byrjun júní.
Sjá umfjöllun frá fundinum hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. apríl 2018
Kolbeinn Proppé og VG hafna orkumálakerfi ESB
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við RUV í gær að hann óttist að samevrópska orkumálakerfið geti komið í veg fyrir að hægt verði að nýta orkuauðlindir á Íslandi til að gera landið kolefnishlutlaust fyrir árið 2014. Þess vegna vill hann að skoðað verði hvort rétt sé að Ísland verði hluti af samevrópsku orkumálakerfi ESB. Þingmenn verði að setjast yfir málið. Ekki sé hægt að ætlast til þess að þingið afgreiði það án þess að fara ítarlega yfir það.
Þar með hafa Vinstri græn bæst í hóp þeirra sem telja ekki æskilegt að Ísland gerist aðili að orkumálakerfi ESB, sem tæki yfir fullveldisrétt Íslendinga í orkumálum, en áður hafa bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafnað þátttöku í orkukerfinu.
Þriðjudagur, 3. apríl 2018
Íslendingar geta komið í veg fyrir þátttöku Norðmanna í orkusamstarfi ESB
Greint er frá því á fréttavefnum E24 að Íslendingar geti komið í veg fyrir að Norðmenn taki þátt í orkusamstarfi Evrópuríkja þótt norska Stórþingið hafi samþykkt að feta þá leið. Miðillinn greinir frá því að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur séu á móti því að Ísland taki þátt í orkusamvinnunni og að Vinstri græn séu með efasemdir, en eins og kunnugt er myndi þátttaka í samvinnunni færa vald yfir orkumálum Íslendinga til Brussel. Skilja má umfjöllun Norðmanna þannig að nú þurfi Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, að berjast fyrir því að Íslendingar samþykki orkusamning ESB.
Fréttamiðillinn ræðir meðal annars við Harald Ólafsson, prófessor og formann Heimssýnar, sem segir að mun meiri efi ríki nú í hugum fólks á Íslandi um EES-samvinnuna en fyrir fimm árum.
Fram kemur í umfjölluninni að ef Alþingi samþykkir ekki þátttöku Íslendinga í orkusamvinnunni - myndi það leiða til þess að Norðmenn yrðu einnig að gefa hana upp á bátinn. Rætt er við Frosta Sigurjónsson, Eirík Bergmann og EES-sérfræðinginn Halvard Haukeland Fredriksen, auk Ernu Solberg og Haralds Ólafssonar.
Á myndinni eru Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar og Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU í Noregi, en myndin var tekin á nýlegum aðalfundi Heimssýnar þar sem Kathrine flutti ræðu um það hvernig EES-samningurinn er smám saman að draga úr fullveldi Noregs.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 1964
- Frá upphafi: 1176818
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar