Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
Þriðjudagur, 26. janúar 2021
"Aðildarsamningaviðræðu"þingmaður í framboð fyrir VG?
Einn furðulegasti leikþáttur stjórmála liðinna ára voru hinar svokölluðu samningaviðræður um innlimun Íslands í Evrópusambandið. Látið var í veðri vaka að stórkostlegar samningaviðræður væru í gangi þegar ljóst var frá upphafi að aðildarríki Evrópusambandsins gangast refjalaust undir löggjöf sambandsins, eins og hún er, og ekki síður eins og valdamönnum sambandsins þóknast að hafa hana í framtíðinni. Evrópusambandinu sjálfu má segja til hróss að aldrei var nein fjöður dregin yfir það. Það gerðu hins vegar ástmenn þess á Íslandi.
Einn þeirra sem vildi fyrir alla muni eiga í samningaviðræðum við Evrópusambandið er Róbert nokkur Marshall. Hann er nú sagður vilja verða þingmaður fyrir stjórnmálaflokk sem að jafnaði hefur verið hallur undir fullveldi þjóðarinnar. Einu sinni bognuðu sumir þingmanna flokksins að vísu í þeirri baráttu, en það gerist vonandi ekki aftur.
Hvaða afstöðu skyldi téður Róbert nú hafa til samningaviðræðna. Vill hann ræða endurskoðun á EES-samstarfinu, eða langar hann kannski undir niðri að afhenda erlendu ríkjasambandi völdin yfir Íslandi?
Væri ekki heiðarlegt af Róberti að upplýsa um það?
https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/210126.pdf
Laugardagur, 23. janúar 2021
Skrýtin skepna þessi EES
Eins og við mátti búast sömdu Bretar og Evrópusambandið á elleftu stundu. Sá samningur lýtur að frjálsri verslun, báðum til hagsbóta og hann veldur mörgum í Noregi og á Íslandi heilabrotum.
Hvernig stendur á því að Íslendingar greiða verulegar upphæðir fyrir aðgang að markaði Evrópusambandins sem er svo ekki hindranalaus fyrir helstu útflutningsafurð Íslendinga, sjávarafurðir? Hvernig má það vera að Ísland ætli að leyfa Evrópusambandinu að skattleggja alla ferðamenn sem til Íslands koma frá löndum utan Schengensambandsins? Hvernig stendur á því að Íslendingar láta óteljandi reglur og tilskipanir yfir sig ganga, óháð því hvort þörf sé á þeim og hvað það kostar samfélagið? Hvernig stendur á því að Íslendingar framselja vald í orkumálum til Evrópusambandsins?
Er ekki tímabært að endurskoða fyrirbærið EES?
https://neitileu.no/aktuelt/brexit-viser-at-det-finnes-alternativer-til-eos-avtalen
Föstudagur, 8. janúar 2021
Eins og sjálfstæð þjóð
Kári Stefánsson hefur verið á höttunum eftir bóluefni fyrir Íslendinga. Af óljósum ástæðum sem virðast tengjast Evrópusambandinu hafði stjórnvöldum á Íslandi gengið verkið illa. Af því tilefni segir Kári: "Þetta er bara dæmi um það hvað það getur verið mikilvægt að geta hagað sér eins og sjálfstæð þjóð..."
Um það þarf auðvitað ekki að hafa fleiri orð, en það er ágætt að rifja það upp öðru hverju.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/01/08/litur_ut_fyrir_ad_thetta_aetli_ekki_ad_ganga/
Föstudagur, 1. janúar 2021
Lýðræði á nýjum áratugi
Árum saman hefur umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu einkennst af útúrsnúningum og málskrúði sem hnoðað er saman úr tískuorðum sem hafa óljósa tengingu við raunveruleikann. Sú heimsmynd hefur verið máluð að Íslendingar dragi andann í gegnum EES-samninginn og á tímabili datt stjórnvöldum í hug að hægt væri auka súrefnismettun í blóði þjóðarinnar með því að færa enn meiri völd til útlanda og ganga sjálfu Evrópusambandnu á hönd.
Segja má að áróður fyrir þessari heimsmynd hafi náð hámarki með undarlegum myndböndum stjórnvalda á 25 ára afmæli EES-samningsins. Þar var samningnum þakkað allt mögulegt og ómögulegt. Flest þau mál sem þar voru tengd við EES voru í góðu lagi áður en samningurinn kom til sögunnar og aldrei hefur verið ástæða til að ætla að þeim væri ekki vel fyrir komið án fyrrnefnds samnings. Í umræðunni hefur jafnan gleymst að Íslendingar hafa átt í miklum viðskiptum við aðrar þjóðir frá landnámi, ferðast um útlönd og numið þar þau fræði sem best hafa talist hverju sinni. Engar horfur hafa verið á breytingum á því á síðari tímum.
Vatnaskil hafa nú orðið í umræðu um fullveldi Íslands. Í stað orðskrúðs sem lýtur að því að erlendir aðilar með óljóst umboð frá þjóðinni eigi að setja Íslendingum lög spyrja sífellt fleiri hvernig það megi vera að vilji Evrópusambandsins sé orðinn að meginröksemd fyrir lagasmíði á Íslandi. Að öðrum ólöstuðum hefur Arnar Þór Jónsson, dómari, gengið einna vasklegast og skýrast fram í að færa í orð það sem margir hafa hugsað, að best fari á því að þeir sem setji landsmönnum lög hafi til þess umboð frá landsmönnum sjálfum. Þetta kann að vera augljóst, en í umræðu síðustu ára hefur sífellt orðið skýrara að furðu stór hluti af löggjöf Íslands verður ekki til með þeim hætti. Lög eru samin í fjarlægu ríki þar sem enginn spyr hvort eða hvernig þau lög gagnist Íslendingum. Því síður er spurt hvað það kosti samfélagið að framfylgja lögunum. Hlutverk kjörinna fulltrúa er í vaxandi mæli bundið við að staðfesta þýðingar á hinum erlendu lagabálkum, koma vel fram og gæta þess að gera ekkert sem valdið gæti almennri hneykslun. Þessi undarlega staða kom skýrt fram í umræðu um þriðja orkulagabálk Evrópusambandins þar sem mikið lá á að samþykkja lögin af þeirri ástæðu einni að Evrópusambandið langaði svo reiðinnar býsn til þess. Aðrar ástæður fundust ekki, sama hversu vel var leitað.
Eitt helsta verkefni komandi ára verður að vinda ofan af þessu óheppilega fyrirkomulagi við stjórn landsins. Taka verður EES-samstarfið til endurskoðunar með það að leiðarljósi að lög verði samin og samningar gerðir með hagsmuni þeirra sem í landinu búa í huga. Að þeir sem að þeim gjörningunum komi þurfi í framtíðinni að standa fyrir máli sínum gagnvart kjósendum í landinu. Það er kallað lýðræði og það þarf að auka.
Að lokum verður ekki skilið við árið 2020 án þess að minnast á annað mál sem lengi verður í minnum haft. Af því máli verður einfaldur lærdómur dreginn og hann er sá að það er ekki ætlast til þess að ríki sem álpast hafa í Evrópusambandið komist þaðan sársaukalaust út. Gleymum því aldrei.
Evrópumál | Breytt 2.1.2021 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar