Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Íslenskir ESB-sinnar klofna

Viðreisn stendur ein að þingsályktun um að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þingmenn Samfylkingar koma hvergi nærri.

Hversu oft getur smátt klofnað til að úr verði ekkert?


mbl.is Vilja endurupptöku á viðræðum um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evra tóm vitleysa

 

heimssyn-ragnar-onundarson

Enn eru þeir til sem lofa gulli og grænum skógum við það eitt að skipta um gjaldmiðil.  Fáir trúa slíku, og enn færri nenna að svara bullinu.  Einn þeirra sem stundum stingur niður penna um málið er hinn þekkti bankamaður Ragnar Önundarson.  Hann segir m.a. á Fasbók sinni: 

Hugmyndina um að taka upp evru ætti að skoða út frá öllum sjónarmiðum. Ísland er háhagvaxtarssvæði, en ESB stöðnunarsvæði. Að nota mynt og vexti ESB þýddi að vöxtum sem hagstjórnartæki væri kippt úr sambandi. Hagsveiflan kæmi fram í atvinnustiginu. Í góðæri mundi allt fyllast af erlendu vinnuafli og þegar niðursveiflan kæmi yrði stórfellt atvinnuleysi, ekki síst meðal erlendu starfsmannanna. Við mundum laða hingað fólk vegna skammtimaþarfa atvinnulífsins og taka langtimaábyrgð á velferð þess. Af því að gjaldmiðillinn aðlagast ekki utanaðkomandi sveiflum í afla, verðlagi útflutningsvara og komu ferðamanna mundu gjaldeyrisaflandi fyrirtæki týna tölunni. Langan tíma tæki að koma hjólum atvinnulífsins á snúning á ný, sem þýðir að lengri tíma tæki að losna út úr atvinnuleysinu.

https://www.facebook.com/ragnar.onundarson

 


Þriðji orkupakkinn fer fyrir dóm í Noregi

 

heimssyn-noregur

Hæstiréttur Noregs úrskurðar að 3. orkupakki Evrópusambandsins skuli metinn af dómstólum þar sem spurt er hvort orkupakkinn standist stjórnarskrá landsins.

Systursamtök Heimssýnar í Noregi stefndu norska ríkinu sem vildu frávísun. Nú hefur hæstiréttur í Noregi úrskurðað að stefnan verði dómtekin.

Hér á Íslandi urðu, eins og menn muna, harðvítugar deilur um upptöku 3. orkupakkans.  Óumdeilt er að í orkulögunum felst framsal á valdi til Evrópusambandsins.  Rök þeirra sem vildu framselja valdið voru þau helst að það væri ekki víst að það yrði til tjóns fyrir Íslendinga og að Evrópusambandið langaði til að fá vald í orkumálum. 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 89
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 1927
  • Frá upphafi: 1187154

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 1695
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband