Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2025
Föstudagur, 28. febrúar 2025
Þær leita þangað sem þær eru fyrir
Bjarni Már heitir maður sem vill að Íslendingar stofni her og innleiði herskyldu. Líklega telja flestir Íslendingar það vera furðuhugmyndir, í engum tengslum við raunveruleikann. Bjarna þessum er boðið í viðtöl, menn brosa góðlátlega að barninu og málið gleymist.
Það kemur ekki á óvart að Bjarni þessi er líka ákafamaður um innlimun Íslands í Evrópusambandið. Það er einmitt líka hugmynd sem byggir alfarið á tengslaleysi við hinn félagslega, stjórmálalega og efnahagaslega raunveruleika.
Furðuhugmyndir eiga sér helst lífsvon þar sem þær eru fyrir og þar er þeirra helst að vænta.
Fimmtudagur, 27. febrúar 2025
Perlur á bandi
Ástæða er til að mæala með afar góðu viðtali við Arnar Þór Jónsson, fv. dómara á Útvarpi sögu.
Arnar Þór ræðir fullveldismálin af yfirvegun og yfirsýn. Hann fjallar m.a. um hvernig verið er að koma Íslandi bakdyramegin inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn, bókun 35 o.fl.
Þá ræðir ræðir Arnar Þór hermál. Allir sem telja sig friðarsinna ættu að íhuga að í því felst mótsögn að vera friðarsinni og að vilja ganga í Evrópusambandið.
https://utvarpsaga.is/island-thegar-a-leid-inn-i-evropusambandid-an-adkomu-thjodarinnar/
Miðvikudagur, 26. febrúar 2025
Stóridómur Ragnars fallinn
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor, var greinilega orðinn leiður á að þurfa að hlusta á síbyljuna um ódýra peninga ef Ísland gengi í Evrópusambandið.
Ragnar ræðir bábiljuna opinberlega og sagt er frá því í stuttri grein í Morgunblaðinu sem er hér:
Þriðjudagur, 25. febrúar 2025
Stefna sósíalista
Ása Lind Finnbogadóttir, frambjóðandi sósíalista í nýliðnum kosningum ræðir stefnu flokksins í grein í Vísi. Svo virðist að flokkurinn hafi enn ekki skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga Evrópusambandinu á hönd eða ekki. Líklegt verður að telja að þetta undarlega skoðanaleysi eigi sinn þátt í þvi að flokkurinn fékk enga þingmenn í síðustu Alþingiskosningum.
Í greininni kemur fram að Evrópusambandið sé "samvinnubandalag". Hvað skyldi það þýða?
Mánudagur, 24. febrúar 2025
Sýnikennsla
Tollastríð er skollið á milli BNA og Evrópusambandsins. Væri Ísland innanborðs í öðru hverju stórveldinu mundi það að ósekju gjalda. Kannski dýrt.
Sjaldan sést eins skýrt og í stríði, hversu sjálfstæðið er mikilvægt. Vilji menn á annað borð sleppa við að verða fallbyssufóður.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. febrúar 2025
Mulningsvélin
Það er góð regla að reyna eftir fremsta megni að sjá hluti í sem víðustu samhengi, þótt einnig sé gott að gæta að smáatriðum og tæknilegum útfærslum.
Arnar Þór Jónsson, fv. dómari m.m. horfir á bókun 35 og samstarfið við lönd Evrópusambandsins í víðu samhengi í pistli sem hér fer orðréttur. Pistilinn birtir hann á Fasbókarsíðu sinni:
Frumvarpið um bókun 35 er nýjasti kaflinn í lengri sögu þar sem evrópuréttur flæðir sífellt lengra inn í íslenskan rétt. Sú þróun sem hér um ræðir ætti að vekja okkur til vitundar um nauðsyn þess að staldra við og aðgæta hvort Ísland sé komið út á allt aðra braut en lagt var af stað í á árunum 1993 og 1994. EES samningurinn hefur flutt mikið magn erlendra reglna inn í íslenskan rétt. Þetta hefur verið gert án viðunandi umræðu og áhrifin hafa rist dýpra og víðar en sjá mátti fyrir í upphafi. Hér er um að ræða reglur sem orðið hafa til hjá fjarlægu embættisveldi; reglur sem samdar hafa verið á bak við luktar dyr, oft að undangengnum alls kyns lobbýisma, kynntar innan skrifstofuveldisins án umræðu og samþykktar andmælalaust af ábyrgðarlausum embættismönnum. Í tilviki Íslands fer þetta samþykki fram í sameiginlegu EES nefndinni (þar sem Ísland hefur aldrei beitt samningsbundnu neitunarvaldi). Í framhaldi hefur Alþingi, með einfaldri þingsályktun, heimilað ríkisstjórninni að staðfesta viðkomandi ákvarðanir fyrir Íslands hönd og skuldbinda þar með íslenska ríkið samkvæmt EES samningnum með því að fella tilgreindar reglur inn í samninginn og innleiða í settan rétt hérlendis með umyrðalausu samþykki kjörinna fulltrúa.[1]
Þeir sem frammi fyrir þessu halda því fram að EES samningurinn hafi ekki skert fullveldisrétt Íslands eða að frumvarpið um bókun 35 breyti engu um frjálst löggjafarvald Alþingis, hafa annað hvort ekki fylgst með EES samningnum í framkvæmd eða eru beinlínis að villa um fyrir almenningi.
Ferlinu má líkja við mulningsvél sem ekki er hægt að losna úr hafi ríki á annað borð fest fingur í vélinni. Þar er staða örríkis eins og Íslands sérlega viðkvæm því reglusetningarferlið hefur í framkvæmd verið bremsulaust og samningsbundnu neitunarvaldi Íslands aldrei verið beitt. Í rúmlega þrjátíu ára sögu EES samningsins hefur það m.ö.o. aldrei gerst að Ísland hafi hafnað upptöku löggjafar í EES samninginn. Ástæðan hefur verið sögð sú að afleiðing slíks væri bæði lagaleg og pólitísk óvissa.[2] Í framkvæmd liggur rótin hjá sameiginlegu EES nefndinni þar sem ábyrgðarlausir embættismenn taka ákvarðanir um hvað beri að fella inn í EES samninginn. Jafnvel í brýnustu hagsmunamálum, svo sem orkumálum, hefur því svo verið haldið fram af fræðimönnum í Evrópurétti að ákvarðanir EES nefndarinnar bindi hendur Alþingis og að útilokað sé að fá undanþágu frá innleiðingu reglna ef samið hefur verið, á vettvangi sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku löggjafar í EES samninginn, því að þegar sé búið að semja um löggjöfina.[3] Þessi framsetning er afhjúpandi fyrir þá sem styðja þessa framkvæmd, en um leið óþolandi í stjórnskipulegu samhengi, því stjórnarskrá Íslands ætlar Alþingi meira hlutverk en að taka við lagareglum án andmæla, án umræðu, án aðhalds og án möguleika til úrbóta almenningi til hagsbóta. Í frjálsu og fullvalda ríki verður löggjafarþingið að geta endurskoðað misheppnaðar lagareglur og breytt þeim, leiðrétt mistök og fært efni reglna til betri vegar í þágu þeirra sem byggja landið.
Nú sem ætíð fyrr ber að halda þeim kyndli á lofti að frelsi almennings, hagsmunir minnihlutahópa og pólitískur stöðugleiki, er best varið með því að lög séu ekki sett nema að undangenginni gaumgæfilegri íhugun og vandaðri umræðu þar sem verjast má bráðræði og pólitískum skammtímaþrýstingi. Myndbirting frumvarpsins um bókun 35 gengur þvert gegn þessum undirstöðum lýðræðislegrar stjórnskipunar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. febrúar 2025
Umsögn til Alþingis um bókun 35
Til utanríkismálanefndar Alþingis
22. febrúar 2025
Umsögn um frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35), 85. mál
Heimssýn mælir GEGN samþykki frumvarps til laga um Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35), 85. mál. (hér eftir "frumvarpið"). Frumvarpið bætir eftirfarandi forgangsreglu inn í lög nr. 2 frá 1993 um Evrópska efnahagssvæðið:
"Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum ef þau eru ósamrýmanleg öðrum stjórnvaldsfyrirmælum."
Í þessu felst veigamikil breyting sem getur skapað fleiri vandamál en ætlunin var að leysa.
Verði frumvarpið lögfest mun sú réttarfarsvenja, að nýrri lög hafi forgang umfram eldri lög, ekki gilda í því tilfelli er eldri lögin byggja á EES-reglum. Ekki liggur fyrir nein tæmandi greining á afleiðingum slíkrar breytingar á núverandi lagasafn. EES-reglugerðir og önnur stjórnvaldsfyrirmæli fá einnig forgang á önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Fjöldi reglugerða er gríðarlegur og áhrif frumvarpsins á þann þátt hafa ekki verið greind.
Af ákvæðinu leiðir að lög sem lýðræðislega skipað Alþingi hefur samið, verða sett skör lægra en lög sem samin eru af embættismönnum ESB og Alþingi hefur staðfest vegna EES samningsins. Þannig veikir ákvæðið löggjafarvald Alþingis sem er varið í stjórnarskrá Íslands. Stjórnarskráin heimilar ekki að löggjöf sem er samin erlendis hafi slíkan forgang umfram löggjöf sem samin er af lýðræðislega kjörnum alþingismönnum.
Verði frumvarpið samþykkt mun það leiða til tafa og óvissu um raunverulegt gildi laga sem samin eru á Alþingi. Rannsaka þarf ítarlega hvort ný lög stangist á við eldri EES löggjöf. Lagasetning og gerð stjórnvaldsfyrirmæla verður þannig flóknari og tímafrekari.
Í réttarríki er gagnsæi og fyrirsjáanleiki mikilvægur. Innleiðing ákvæðisins mun í vissum tilfellum gera almenningi og lögaðilum erfiðara fyrir að þekkja rétt sinn og skyldur.
EES samningurinn er orðinn 30 ára og þótt forgangsreglan hafi ekki verið innleidd hefur samstarfið gengið án mikilla vandræða. Almennt er viðurkennt að Ísland hafi uppfyllt skyldur samningsins af stakri prýði. Þau fáu ágreiningsmál sem upp hafa komið, hafa verið leyst af dómstólum og Alþingi getur alltaf gert lagfæringar á löggjöf sé talin þörf á því. Frumvarpið er því óþarft og leysir engan raunverulegan vanda.
Carl Baudenbacher, fyrrverandi dómari og forseti EFTA dómstólsins, tekur undir þetta sjónarmið. Hann tjáði sig þannig um bókun 35 í viðtali við Morgunblaðið þann 16. september 2024
Meðan ég var í dómnum var ég þeirrar skoðunar að Ísland hefði ekki innleitt bókunina með réttum hætti og að því bæri að gera það. En það mætti líka segja að þetta ástand hafi varað svo lengi og án teljandi vandkvæða, að það væri ástæðulaust með öllu að hrófla við því.
Frumvarpið er mjög umdeilt, það leysir engin aðkallandi vandamál, það gengur gegn stjórnarskránni að gefa löggjöf sem samin er erlendis forgang umfram löggjöf sem samin er hérlendis. Frumvarpið eykur flækjustig og kostnað og getur aukið á réttaróvissu. Þess vegna mælir Heimssýn GEGN samþykki frumvarpsins. Heimssýn er tilbúin til að senda fulltrúa á fund nefndarinnar til að svara spurningum sem kunna að vakna við lestur þessa erindis.
F.h. Heimssýnar
Haraldur Ólafsson, formaður
Föstudagur, 21. febrúar 2025
Er þetta nokkuð svo flókið?
Nú keppast margir við að skrifa umsagnir til Alþingis um bókun 35. Alþingi vill fá þær fyrir næstu mánaðamót á umsagnir@althingi.is
Feitlagin umsögn mun koma frá Heimssýn, en þar til að því kemur sakar ekki að rifja upp síðustu umsögn Heimssýnar um bókun 35. Hún eldist vel og er hér:
14.05.2023
Til Alþingis
Umsögn um frumvarp til laga um EES, nr. 890 (bókun 35)
Heiðraða Alþingi
Löggjafarvald á Íslandi er samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins í höndum Alþingis og forseta
sem eru kjörnir af fólkinu í landinu. Engu að síður hefur sá háttur verið á um nokkurt skeið
að lög sem samin hafa verið af erlendu ríkjasambandi hafa verið gerð að lögum á Íslandi, að
heita má umræðulaust. Er þá iðulega horft framhjá því hvort umrædd lög henti á Íslandi eða
hvaða kostnað þau hafi í för með sér. Þrátt fyrir að íslenska ríkið hafi samkvæmt samningi
fulla heimild til að hafna því að setja lög með þessum hætti virðist svo vera að aðilar innan stjórnkerfis landsins og sumir stjórnmálamenn telji að slík höfnun kalli á svo harðar aðgerðir af hálfu hins erlenda ríkjasambands að heimildin til að hafna löggjöf sé ekki til staðar í raun. Þetta er einkennileg staða og vandséð er að þetta fyrirkomulag standist stjórnarskrá. Vinnubrögðin sem hér er lýst eru hættuleg hagsmunum Íslendinga og ganga gegn
hugmyndum þorra fólks um lýðræði.
Frá því fyrrgreint fyrirkomulag tók gildi hefur hið erlenda ríkjasamband teygt arma sína inn á sífellt fleiri svið samfélagsins með ýmsum hætti. Má þar nefna löggjöf um orkumál, dóm um
innflutning á ófrosnu kjöti og hægfara eyðing á hinu tveggja stoða kerfi EFTA og
Evrópusambandsins. Svo mætti áfram telja. Allt það veldur því að núverandi fyrirkomulag
fjarlægist enn meira ramma stjórnarskrárinnar.
Nú liggur fyrir frumvarp sem hnykkir á forgangi laga sem eiga uppruna sinn í lögum frá
Evrópusambandinu og fjallar einnig um stjórnvaldstilskipanir af sama tagi. Hið síðarnefnda
er undarlegt og til þess fallið að auka flækjustig stjórnkerfisins. Hér er á ferðinni skref í átt að tilfærslu valds frá lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum á Íslandi til Evrópusamandsins sem erfitt er við að una.
Heimssýn telur að best sé að leggja fyrrgreinda bókun 35 til hliðar og hefjast þegar í stað
handa við að koma samskiptum Íslands við þær þjóðir sem eftir eru í Evrópusambandinu í
þann farveg að hagsmunir Íslendinga séu sem best tryggðir, án þess að fullveldi landsins sé
skert eða fargað.
Fyrir hönd Heimssýnar
Haraldur Ólafsson, formaður
Fimmtudagur, 20. febrúar 2025
Feitur reikningur og vafasamur heiður
Utanríkisráðherra segir að Evrópa sé að þétta raðirnar og að Íslendingar eigi að taka þátt. Það fer ekki á milli mála hvað átt er við. Íslendingar eigi að lyfta undir hergagnaiðnaðinn í löndum Evrópusambandsins.
Evrópusambandið sjálft virðist vera búið að taka ákvörðun um að senda vopn austur til Úkraínu sem aldrei fyrr, þótt Bandaríkjamenn séu hættir. Væru Íslendingar í Evrópusambandinu fengju þeir reikninginn, og heiðurinn, sem mörgum þykir afar vafasamur.
Þarna er mikil gjá á milli Íslendinga og annarra Evrópubúa. Lítill minnihluti Íslendinga vill kaupa vopn handa þeim sem eiga í stríðinu, en síðast þegar fréttist vildi drjúgur meirihluti þegna Evrópusambandsins gera það.
https://gegnstridi.blog.is/blog/gegnstridi/entry/2308125/
Miðvikudagur, 19. febrúar 2025
Hafa ekkert með gjaldmiðilinn að gera
"Húsnæðisvextir hafa ekkert með gjaldmiðilinn að gera" segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði í viðtali á Sögu.
Ragnar upplýsir að mikill munur sé að jafnaði á vöxtum til húsnæðiskaupa innan evrusvæðisins og bendir á að í Sviss séu vextir með allra lægsta móti.
Það er tímabært fyrir þá sem hafa tekið trú á Evrópusambandið að leita að öðrum rökum en von um ódýra peninga.
Viðtalið við Ragnar er ljómandi gott áheyrnar, það er tengill á það hér að neðan.
https://utvarpsaga.is/algengur-misskilningur-ad-evropusambandid-se-efnahagslega-oflugt/
Nýjustu færslur
- Hver er vondi karlinn?
- Kjúklingar og refur
- Að kremjast ekki
- Þær leita þangað sem þær eru fyrir
- Perlur á bandi
- Stóridómur Ragnars fallinn
- Stefna sósíalista
- Sýnikennsla
- Mulningsvélin
- Umsögn til Alþingis um bókun 35
- Er þetta nokkuð svo flókið?
- Feitur reikningur og vafasamur heiður
- Hafa ekkert með gjaldmiðilinn að gera
- Stríðsmenning Evrópumanna
- Evrópa skömmuð
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.3.): 260
- Sl. sólarhring: 387
- Sl. viku: 2709
- Frá upphafi: 1202104
Annað
- Innlit í dag: 242
- Innlit sl. viku: 2425
- Gestir í dag: 239
- IP-tölur í dag: 236
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar