Leita í fréttum mbl.is

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar, 57,6%, mótfallinn ESB-aðild


Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu, eða 57,6 prósent. Hlynntir aðild eru 27,3 prósent, hlutlausir eru 15 prósent. Ef aðeins er reiknað með þeim sem tóku afstöðu þá eru 68 prósent andvígir en 32 prósent hlynntir. Allar kannanir sem gerðar hafa verið eftir að ESB-umsókn Íslands var send til Brussel sumarið 2009 sýna andstöðu meirihluta kjósenda við aðild.

79 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu og 80 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru andvíg aðild. Hlutfall andvígra í VG er 62 prósent. Kjósendur Samfylkingarinnar eru minnsti hópurinn sem er andvígur aðild, eða 12 prósent. Tölurnar eru úr nýrri könnun Gallups fyrir Heimssýn.

Úrtakið í þessari könnun var 1450, fjöldi svarenda 848 eða 58,5 prósent. Spurningin var ,,Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?”

Staðfesta í afstöðu fólks var mæld með svarmöguleikunum ,,Að öllu leyti,” ,,Mjög” eða ,,Frekar” hlynnt(ur) eða andvíg(ur). Kjósendur Framsóknarflokksins voru harðir í afstöðu sinni; 42 prósent sögðust að öllu leyti andvíg, 18 prósent mjög andvíg  og álíka stórt hlutfall var frekar andvígt. Af þeim 11  prósentum kjósenda Framsóknarflokksins sem voru hlynnt aðild, sögðust aðeins 3 prósent vera að öllu leyti eða mjög hlynnt aðild en 8 prósent frekar hlynnt.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sýna áþekka staðfestu í andstöðunni við ESB-aðild. Af 80% sem eru andvígir eru 43% að öllu leyti andvígir, 20 % mjög og 17% frekar á móti aðild. Álíka hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynnt ESB-aðild eða 12%. Af þeim eru 8% frekar hlynnt en aðeins 4% eru eindregnir aðildarsinnar, segjast alfarið hlynnt eða mjög hlynnt.

Kjósendur VG, sem almennt hafa orð á sér að vera afgerandi i afstöðu til pólitískra álitamála eru á hinn bóginn tvístígandi í andstöðu sinni. Af þeim 62% sem segjast andvígir eru 16% alfarið, 21% mjög og 25 frekar andvíg aðild. Óskýr skilaboð frá flokksforystunni gerir almenna kjósendur VG ráðvillta.

Kjósendur Samfylkingar, sem hlynntir eru aðild, um 70%, skiptast í 3 álíka hópa mælt í staðfestu (23% eru alfarið, 25 mjög og 22 frekar hlynnt). Um 18% kjósenda flokksins eru ekki með afstöðu og 12 prósent eru á móti ESB-aðild.

Gallup kannað fleiri breytur varðandi Evrópumál s.s. afstöðu kjósenda flokkanna frá kosningunum 2009, mun á afstöðu  landsbyggðar og höfðuborgarsvæði og milli  tekjuhópa. Verður gerð nánari grein fyrir þessum niðurstöðum á bloggi Heimssýnar á næstu dögum.


mbl.is Afstaða Íslands langt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stækkurnar-þreyta í ESB: Össur spáir í 25 ára bið Tyrkja

Forseti þýska þingsins, Norbert Lammert, segir æskilegt að bíða með stækkun Evrópusambandsins á meðan þær 27 þjóðir sem eru í sambandinu nái tökum á kreppunni. Öll þjóðþing ESB-ríkja þurf að samþykkja nýja aðildarþjóð og því vega ummæli Lammert þungt. Ef þýska þingið vill stöðva frekari stækkun ESB er komin upp ný staða með umsókn Íslands.

Þýska tímaritið Spiegel segir frá afstöðu forseta þýska þingsins og ræðir um Króatíu, sem átti að fá aðild að ESB þegar á næsta ári, og Svartfjallaland og Serbíu. Ekki er minnst á Ísland í fréttinni.

Hér heima tilkynnir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að hann sé í reglulegu sambandi við starfsbróður sinn frá Tyrklandi. En Tyrkir sóttu um aðild að Evrópusambandinu árið 1987, fyrir 25 árum, og eru enn ekki komnir inn.

Björn Bjarnason veltir fyrir sér hvort reglulegt samband Össurar við tyrkneskan starfsbróður sinni sé til að fræðast um hvernig halda megi lífi í aðildarumsókn í aldarfjórðung.


mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

70% andstaða við ESB-aðild í Noregi

Norska þjóðin virðist ekki sérstaklega upphrifin af því uppátæki Nóbelsnefndarinnar að veita Evrópusambandinu friðarverðlaunin. Norðmenn hafa í tvígang staðist atlögu að fullveldi sínu frá Evrópusambandinu. Þeir björguðu sér naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu 1972 og aftur 1994.

70 prósent Norðmanna eru andvígir aðild að Evrópusambandinu, 20 prósent fylgjandi og 10 prósent taka ekki afstöðu.

Þótt Nóbelsverðlaunin fara til Evrópusambandsins er harla ólíklegt að afstaða Norðmanna til aðildar breytist í bráð.

 


mbl.is Norðmenn ósáttir við verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baldur, Aðalsteinn eru ESB-snillingar

Menn eins og Baldur Þórhallsson og Aðalsteinn Leifsson skreyta sig með fræðimannstitlum og gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar í málefnum Evrópusambandsins. Báðir eru þeir innanbúðarmenn í Samfylkingunni, Baldur raunar varaþingmaður.

Í Morgunblaðinu í dag eru rifjuð upp orð ESB-snillingana:

Baldur Þórhallsson prófessor skrifaði grein á vef Samfylkingarinnar nokkrum dögum fyrir þingkosningarnar 25. apríl 2009:

»[Forystumenn Evrópusambandsins] eru hins vegar tilbúnir að semja við okkur um inngöngu á 9 til 12 mánuðum. Það þýðir að hægt er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning á næsta ári. Þá getur hver og einn metið kosti og galla ESB-aðildar,« skrifaði Baldur.

Hálfu ári áður, eða 3. október 2008, fór fram málþing Samtaka iðnaðarins og Starfsgreinasambands Íslands um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku evru, í Reykjavík.

Meðal ræðumanna var Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hann taldi að miðað við að umsókn að ESB yrði lögð fram fyrir árslok 2008 mætti gera sér vonir um aðild á nýársdag 2010 og svo upptöku evrumyntar og seðla á nýársdag 2013. Gekk Aðalsteinn út frá því að aðildarferlið, frá umsókn til samþykktar ESB, tæki um 24 mánuði, en samkvæmt því gæti Ísland fyrst gengið í ESB í júlí 2013.

,,Sérfræðingarnir" Baldur og Aðalsteinn eru afhjúpaðir sem kjánar í besta falli en auvirðilegir áróðursmenn Samfylkingar í versta falli.


mbl.is Alltaf að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makríl-ósannindi sendiherrans og áróðurspeningar

Í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðlögunarviðræðurnar við Ísland segir að fiskveiðideila Íslands og sambandsins sé verulegt áhyggjuefni. Texti skýrslunnar er ótvíræður og kemur strax á eftir yfirlýsingu um að Íslendingar eigi eftir að aðlaga sig reglum sambandsins í fiskveiðimálum. Í skýrslunni segir

Iceland’s mackerel fisheries continue to cause widespread concern within the EU with regard to the principles of sustainable resource management of this stock.

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Timo Summa, segir á hinn bóginn á blaðamannafundi að makríldeilan hafi engin áhrif á aðlögunarviðræður Íslands.

Þegar málstaðurinn er svo veikur að grípa þarf til ósanninda til að fegra hann þá mun áróðurspeningar litlu skila.


mbl.is Kynning á ESB efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB krefst frekari aðlögunar Íslands

Í stöðuskýrslu Evrópusambandsins um aðlögunarviðræður við Ísland kemur fram krafa um aðlögun á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Í skýrslunni segir um landbúnað

Overall, Iceland's agricultural policy is not aligned with the acquis . Preparations in thi schapter are at an early stage and progress has been limited. A strategy and planning schedule of measures to be taken to ensure compliance with the EU agriculture and rural development requirements has been adopted. The appropriate administrative structures to implement allaspects of the common agricultural policy including the management of agricultural and rural development funds needs to be set up.

Sem sagt: ESB vill nýja stofnun til að sjá um umsýslu landbúnaðar- og byggðastyrkja.

Í sjávarútvegi er gerð krafa um að fjárfestingar frá Evrópusambandinu verði leyfðar í íslenskri útgerð og vinnslu. Þar segir

Overall, Iceland's fisheries policyis not in line with the acquis. Existing restrictions in the fisheries sector on freedom of establishment, services and capital movements are not in line with the acquis.

Evrópusambandið heldur til streitu kröfum um að Ísland aðlagi sig í auknum mæli að kröfum sambandins. Ísland verður þannig smátt og smátt aðili að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla í lok aðlögunarferlis er upp á punt.

 

 

 


mbl.is Tekið tillit til væntinga og þarfa Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forysta VG styður ESB-aðild Íslands

Þingflokksformaður Vinstri grænna og nánasti samstarfsmaður formannsins, Björn Valur Gíslason, styður aðlögunarviðræður Íslands inn í Evrópusambandið. Áður hefur annar samherji formannsins, Árni Þór Sigurðsson, lýst yfir vilja sínum að ,,klára málið."

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hefur varla sagt orð um Evrópumál í marga mánuði, nema þá til að gagnrýna þá sem telja evru-kreppuna ótvíræða sönnun þess að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið.

Flokksfundir Vinstri grænna hafa marglýst fyrir andstöðu við að Ísland gangi inn í Evrópusambandið. Forysta flokksins er á hinn bóginn orðin staðföst í stuðningi sínum við ESB-leiðangur Samfylkingar.


mbl.is ESB ekki fyrirstaða samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evru-eymdin til Frakklands

Írar, Grikkir, Spánverjar og Portúgalar hafa fengið að kenna á spennitreyju evru-samstarfsins. Núna virðist komið að Frökkum. Með tíu prósent atvinnuleysi og samdrátt í allri álfunni virðist aðeins ein leið fyrir Frakka, - niður á við.

Í skjóli evrunnar bjó stór hluti evru-ríkjanna við fölsk lífskjör í áratug. Fyrirtæki, einstaklingar og opinberir aðilar voru fjármagnaðir á fölskum forsendum, sum sé þeim að Þýskaland stæði á bakvið allar skuldir evru-ríkjanna 17. Eftir að blekkingin var afhjúpuð, að Þýskaland stæði ekki í ábyrgð fyrir skuldum annarra evru-ríkja, hækkuðu vextirnir samtímis sem beita þurfti niðurskurði á útgjöld.

Afleiðingin er kreppa sem ekki sér fyrir endann á. Spár hagfræðinga eru að kreppan vari til 2020 og ólíklegt sé að evru-samtarf 17 ríkja haldi kreppuna út. Þangað til að úr rætist verður efnahagsleg og pólitísk óvissa um framtíð Evrópusambandsins.


mbl.is 119 fyrirtækjum bjargað frá þroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2012
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 161
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 1280
  • Frá upphafi: 1233632

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 1088
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 136

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband