Leita í fréttum mbl.is

Iceave og ESB-umsóknin

Breska dagblaðið Daily Expresssegir að Bretar og Hollendingar gætu beitt neitunarvaldi sínu í aðlögunarsamningum Íslands við Evrópusambandi ef Icesave fær ekki samþykki.

There also have been fears that Britain and the Netherlands, who are also owed billions and included in Wednesday's deal, would block Iceland's application to join the European Union until an Icesave agreement is signed into law.
Evrópusambandið heldur því fram að aðlögunarviðræður við Ísland séu ótengdar Icesave-málinu. Bretar og Hollendingar geta á hinn bóginn beitt neitunarvaldi sínu þegar ESB fjallar um áfangamarkmið í aðlögunarferlinu.

Þjóðverjar óttast um fullveldið í ESB

Björgunarsjóður fyrir óreiðuríki Evrópusambandsins mun krefjast þess af Þjóðverjum þeir sem ábyrgist fjárhæðir sem nema tveim þriðju af fjárlögum þýska ríkisins, samkvæmt leiðara í Frankfurter Allgemeine Zeitung. Einn af þeim sem mótmæla þátttöku Þjóðverja í björgunarsjóðnum segir fullveldi Þýskalands í hættu.

Markus Kerber hagfræðiprófessor er í hópi fólks sem hefur kært þýsk stjórnvöld fyrir stjórnlagadómstól vegna þátttöku í björgunarsjóði fyrir evruríki í vanda. Hann segir í viðtali við Euractiv Deutschland að sjálftaka framkvæmdastjórnar ESB í Brussel á þýsku skattfé gangi í berhögg við stjórnarskrá Þýskalands og grafi undan fullveldi þýska þingsins.

Diese Generalermächtigung ist der Versuch, den deutschen Steuerzahler unbefristet und unbegrenzt in Haftung zu nehmen und Brüssel darüber entscheiden zu lassen. Die Verabschiedung dieser Vertragsänderung ist nicht nur verfassungsrechtlich problematisch. Sie käme der Selbstaufgabe des deutschen Parlaments gleich.

Sjá nánar hér.


Svíþjóð borgar tvöfalt meira til ESB en fást í styrki

Svíþjóð greiðir árlega milli 25 og 30 milljarða sænskra króna til Evrópusambandsins. Svíþjóð fær tilbaka í styrki um 10 til 15 milljarða sænskra króna. Evrópusambandið innheimtir gjöld af meðlimaþjóðum sínum og millifærir fjármuni frá ríkum þjóðum til efnaminni.

Á heimasíðu sænska þingsins kemur fram að stærstur hluti umsetningar Evrópusambandsins er á sviði landbúnaðar og byggðamála.


Ársreikningar ESB ekki samþykktir

 Bretar, Hollendingar, Svíar og Danir neita að samþykkja ársreikninga Evrópusambandsins fyrir árið 2009 þar sem verulega skortir á að upplýsingar liggi fyrir um hvernig peningum úr sjóðum ESB er varið.

Ábyrg meðferð almannafjár er ekki sérgrein Evrópusambandsins og sætir vaxandi gagnrýni.

Umfjöllun Financial Times.



Tveggja hraða Evrópa

Ein afleiðing fjármálakreppunnar sem kennd er við evru er að löndin 17 þar sem evran er lögeyrir munu auka og dýpa samstarfið sín á milli. Síðustu vikurnar er einkum spurt hversu stórt hlutverk framkvæmdastjórnin í Brussel fær við að útfæra tillögur sem Frakkar og Þjóðverjar hafa komið sér saman um og nefna samkeppnissáttmála.

Karlamagnúsdálkurinn í Economist segir þetta um þróunina undanfarið

In a different era, all this might have caused great worry in Britain and, as a result, generated even more tension within the EU. But the new British government, deeply hostile to further EU integration, seems content to stand aside even as the euro zone binds itself closer. If that means a two-speed Europe, so be it: Britain thinks its outer lane, presently inhabited by the likes of Poland and Sweden, is faster.

Auk Breta, Svía, Pólverja standa Danir utan evrunnar og nýverið tilkynntu Litháar að þeir ætla að fresta upptök gjaldmiðilsins.

Samfylkingin hefur reynt að ,,selja" Evrópusambandsaðild á forsendum evrunnar. Allar líkur eru á að evru-ríkin myndi harðkjarna ESB á meðan næstu nágrannar okkar, Danir, Svíar og Bretar mynda laustengdara bandalag.


Þjóðverjar endurmeta evru-verkefnið

Axel Weber Seðlabankastjóri Þýskalands átti að taka við starfi Trichet sem stýrt hefur Seðlabanka Evrópu. Í síðustu viku ákveð Weber að sækjast ekki eftir starfinu sem yfirumsjónarmaður evrusvæðisins. Yfirlýsing hans sendi höggbylgju um Evrópu. Leiðarahöfundur Wall Street Journal segir ákvörðun Weber til marks um að Þjóðverjar ætli að endurskoða í grundvallaratriðum afstöðu sína til evrunnar.

Viðtal er við Weber í Spiegel. Lykilmálsgrein viðtalsins er eftirfarandi

I indicated to her [þ.e. Merkel kanslara] in January that I did not want to take part in any package solutions, in the sense of linking concrete issues to personnel decisions (editor's note: It was expected that Merkel would have to make concessions on some euro-related negotiating points in order to get her preferred candidate Weber appointed as head of the ECB). I also made it clear to her that she is completely independent in her negotiations and should not feel committed on my account.

Yfirlýsing Weber bendir eindregið til að Þjóðverjar muni á næstu misserum segja við hin 16 ríkin sem nota evru að kostirnir séu aðeins tveir. Í fyrsta lagi að halda áfram með evruna á þýskum forsendum aðhalds og lágrar verðbólgu og það felur í sér gjaldþrot jaðarríkja. Í öðru lagi að tilrauninni með evru sé lokið.

 

 



Evrópa selur ekki - Já, Ísland

Aðildarsinnar hér á landi hafa hægt en örugglega sannfærst um að Evrópa/ESB höfðar ekki til almennings. Eftir því sem þjóðin verður upplýstari um Evrópusambandið verður hún fráhverfari aðild. Nafngift samtaka aðildarsinna tekur mið af því að vörumerkið Evrópa er ónýtt hérlendis. Einu sinni hétu þau Evrópusamtökin og síðar Sjálfstæðir Evrópusinnar. Í fyrra reyndu aðildarsinnar nafngiftina Sterkara Ísland sem minnti dulítið á annan minnihlutahóp í Sjálfstæðisflokknum fyrir seinna stríð.

Í dag var nýjasta heiti samtaka aðildarsinna kynnt og nú skal það vera Já, Ísland.

Já, Ísland er gott nafn og gæti verið upphaf að heilli hugsun hjá aðildarsinnum. Til dæmis: Já, Ísland utan ESB.

Heimssýn þakkar Já, Íslandi.

 


Aldrei fleiri Danir á móti evru

Ný skoðanakönnun í Danmörku mælir helming Dana á móti upptöku evru en 41 prósent fylgjandi. Andstaðan við upptöku sameiginlegs gjaldmiðils Evrópusambandsins hefur aldrei mælst meiri í Danmörku. Danir hafa í þrígang hafnað evru í kosningum, árið 1992 þegar Maastrict-sáttmálinn féll í þjóðaratkvæðagreiðslu, aftur árið 1993 og í þriðja sinn árið 2000 þegar greidd voru atkvæði um hvort gera ætti evru að lögeyri í Danmörku.

Forsætisráðherra Dana, Lars Lökke Rasmussen, sagði nýverið að til greina kæmi að endurskoða afstöðu Dana til evrunnar.

Berlinske Tidende segir ólíklegt að forsætisráðherrann leggi ferlilinn að veði fyrir evruna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 31
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 1605
  • Frá upphafi: 1234804

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1341
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband