Leita í fréttum mbl.is

Heimssýn mótmælir EES-áróðri Stjórnarráðsins

Yfirlýsing frá Heimssýn um EES-myndbönd Stjórnarráðs Íslands

Stjórnarráðið hefur látið gera og birt myndbönd um Samninginn um evrópska efnahagssvæðið.  Myndbönd þessi eru undarleg og vægast sagt vafamál að rétt sé að greitt sé úr ríkissjóði fyrir efni af því tagi sem þar er.  Í myndböndunum er fjallað um margt sem flestir telja jákvætt, svo sem sjúkratryggingar, nám í útlöndum, verslun við önnur Evrópulönd, öryggiskröfur, greiðslumiðlun, vinnuvernd og umhverfismál svo nokkuð sé nefnt.  Ýmist er sagt berum orðum, eða gefið sterklega í skyn, að mál þessi, og fleiri, væru í ólestri ef ekki væri EES-samningur.  Flestir sem til þekkja gera sér grein fyrir að engin ástæða er til að ætla að svo væri, en svo virðist sem myndböndunum sé ætlað að ná til þeirra sem þekkja síður til, í því skyni að sannfæra þá um að EES-samningurinn sé upphaf og endir flestra hluta, þó svo ekkert hafi komið fram sem bendi til að svo sé.       

Heimssýn hvetur til skynsamlegrar umræðu um raunverulega kosti og galla EES-samningsins og þá valkosti sem við hann kunna að vera.  Myndböndin sem hér um ræðir komast hvergi nærri því að vera framlag í slíka umræðu.  Þau eru einhliða áróður, þar sem EES-samningurinn er kynntur með stolnum fjöðrum.  Þau eru móðgun við upplýsta umræðu, íslensku þjóðina, og Stjórnarráðinu til lítils sóma.

 

sgn-ees-heimssyn


Niðurstaðan verður alltaf sú sama: Ísland tapar

Bakþankar Fréttablaðsins kyrjuðu gamalkunnan söng um að fullveldissinnar væru fullir ranghugmynda.  Að venju voru engin rök sem hönd á festir.  Af því tilefni rifjar formaður Heimssýnar upp að það er er sama hvort lýðræði er mikið eða lítið, hagsmunir Íslendinga munu alltaf verða fyrir borð bornir innan erlends stórveldis eða ríkjasambands.

 

https://www.frettabladid.is/skodun/ef-vel-er-leita-mun-sjalfsagt-vera/


Verðandi utanríkisráðherra Evrópusambandsins heimtar alvöru her

 

Mörgum í Evrópusambandinu þykir ganga hægt að koma upp alvöru her.  Verðandi utanríkisráðherra sambandsins er einn þeirra. Fleiri hermenn, fleiri sprengjur, meira púður.  Allt það tónverk hefur verið flutt oftar en tölu verður á komið í sölum gömlu evrópsku nýlenduveldanna.  Ekkert er nýtt undir sólinni, nema kannski að á Íslandi vilja sumir að Íslendingar taki þátt.  

https://www.courthousenews.com/new-foreign-policy-boss-says-eu-must-use-language-of-power/

mynd-esb


Áskorun til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnar og Alþingis

Skynsamleg nýting náttúruauðlinda er forsenda farsæls samfélags á Íslandi og því er mikilvægt að þar ráði hagsmunir íslensks samfélags för og hafi ávallt forgang fram yfir hagsmuni erlendra ríkja.  Reynslan sýnir að það getur reynst smáþjóðum afdrifaríkt að tapa valdi til erlendra stórríkja og að það getur tekið aldir að ná því aftur.   

Fyrir liggja frumvörp og drög að þingsályktun sem færa valdheimildir í orkumálum á Íslandi til erlends ríkjasambands.  Í ljósi þess að hér er um veigamikið mál að ræða, sem ekki er auðveldlega afturkræft,     skorum við á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, ríkisstjórn Íslands og þingmenn Alþingis að leita álits þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Image result for katrfshy;n jakobsdfsup3;ttir


Frosti Sigurjónsson tekur utanríkismálanefnd á beinið

FrostiÁ fundi með utanríkismálanefnd Alþingis í dag sagði Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður, að hætta væri á að samþykkt Orkupakka 3 hefði í för með sér ágang á islenska náttúru, kröfu um sæstreng og hættu á stórfelldum bótakröfum erlendra aðila verði ekki fallist á kröfur um lagningu sæstrengs, samanber fréttir um málið í dag.

Reyndir fyrrverandi þingmenn furða sig ýmsir á vinnubrögðum sem nú eru á þingi og þeim ákafa sem margir þingmenn og nefndarmenn beita í að svara og gagnrýna málflutning sumra þeirra sem fyrir nefndir eru kallaðir til að skýra og upplýsa um mál. Þykir þessum gömlu þingmönnum lítil reisn af háttalagi þessara ungu þingmanna.


ESB með sæstreng á kortinu á milli Íslands og Skotlands

ESB hefur valið „Ice-Link“, sæstreng á milli Íslands og Skotlands, inn á skrá sína um áhugaverðustu verkefnin á sviði millilandatenginga fyrir raforku af Kerfisþróunaráætlun sinni. Þetta bendir til áhuga innan ESB á að kaupa rafmagn frá Íslandi, sennilega aðallega frá vatnsorkuverum, sem henta vel til að fylla í skarðið, þegar lygnt er á álagstíma. Komi upp ágreiningur um lagningu eða rekstur sæstrengs á milli eftirlitsyfirvalda (landsreglara) landanna, sem hýsa endabúnað sæstrengs, þá ber ACER (Orkustofnun) að úrskurða. Með áhugasama fjárfesta um sæstrengsverkefni og greinilega velvild hjá ESB verður mjög á brattann að sækja fyrir íslensk stjórnvöld að koma í veg fyrir slíkt.

 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Orkunnar okkar um áhrifin af inngöngu Íslands í Orkusamband ESB


mbl.is Stærsta ákvörðun „íslensks lýðveldis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutinn er á móti orkulöggjöf ESB

Stór meirihluti Íslendinga er á móti því að Ísland gangist undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Þetta er niðurstaða könnunar sem Maskína gerði fyrir Heimssýn dagana 12.-18. júní.

Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru með eða á móti því að Ísland ætti að vera undanþegið orkulöggjöf Evrópusambandsins og hvort þeir væru fygljandi eða andvígir þjóðaratkvæðagreiðslu um innleiðingu 3. orkupakkann. [Smelltu á myndina til að fá hana stærri]

maskina

61% af þeim sem tóku afstöðu vilja að Ísland verði undanþegið Evrópulöggjöf um orkumál en 39% telja að Íslendingar ættu að gangast undir löggjöfina.

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins vilja að Ísland verði undanþegið orkulöggjöfinni en rúmur þriðjungur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill undanþágu.

53% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um innleiðingu 3. orkupakkans en 47% eru á móti.

Hægt að skoða könnunina undir þessari krækju.


Fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingar gegn orkupakkanum

SigrunElsaSigrún Elsa Smáradóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifar í dag að hún vilji ekki að Alþingi samþykki Orkupakka 3. Sigrún var í um áratug í forystusveit Samfylkingar í borginni og sinnti þá m.a. menntamálum, umhverfis- og heilbrigðismálum og orkumálum. Í grein Sigrúnar sem Morgunblaðið birtir í dag segir meðal annars:

„Mér finnst ekki ljóst hvort samþykkt þriðja orkupakkans mun auka eða minnka líkurnar á því að sæstrengur verði lagður en hitt er ljóst að ef/þegar Alþingi Íslands samþykkir á endanum lagningu sæstrengs þá mun íslenskur raforkumarkaður lúta þeim evrópsku reglum sem nú er verið að samþykkja (verði þær samþykktar) og því eðlilegt að spurt sé; erum við sátt við að þessar reglur gildi á Íslandi?

Þeir sem eru það alls ekki, eiga ekki að samþykkja þriðja orkupakkann. Þeir sem eru á móti lagningu sæstrengs ættu að velta því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum þeir ættu að samþykkja reglur um eitthvað sem þeir vilja ekki að verði að veruleika og þeir sem eru hlynntir sæstreng ættu því aðeins að samþykkja reglurnar ef þær eru þær reglur sem þeir vilji að gildi um orkuviðskipti á Íslandi ef og þegar af honum verður.

Ég er það trúuð á ágæti Evrópusamvinnu að ég hef fulla trú á að hægt sé að tjónka við Evrópusambandið og samstarfsaðila í EES. Þetta á bara ekki við um Ísland, ekki fyrr en við höfum ákveðið að tengjast raforkumarkaði Evrópu og það getur ekki verið eðlileg krafa að þvinga Ísland til að taka upp regluverk um eitthvað sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um að sé hluti af því umhverfi sem við búum við, ekki frekar en um gasvinnslu eða annað sem ekki á við hér.“

Enn fremur segir Sigrún:

„Ég er ekki sjálf viss um hvort ég er með eða á móti lagningu sæstrengs, það eru mörg mikilvæg álitamál sem taka þarf tillit til, sem snúa m.a. að tekjuöflun, raforkuverði á Íslandi, atvinnustigi og loftslagsmálum í heiminum. En hitt er ég sannfærð um að ég vil að ef af lagningu sæstrengs verður þá muni samningar og reglur um þau viðskipti taka mið af þeim hagsmunum okkar sem þá blasa við. Sá tími er ekki núna.“ 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 1240
  • Frá upphafi: 1235559

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1089
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband