Leita í fréttum mbl.is

Fjöldamótmæli gegn græðgi fyrrum ESB-framkvæmdastjóra

barrosoHátt í hundrað þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þar sem mótmælt er græðgi og siðleysi José Manuel Barroso, fyrrverandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, en hann þiggur drjúg eftirlaun frá ESB um leið og hann þiggur svimandi fjárhæðir fyrir nýja stöðu hjá fjármálafyrirtækinu Goldman Sacshs. Það eru ekki síst samtök starfsmanna ESB sem hafa mótmælt þessu.

Þessi fyrrum helsti forkólfur ESB, sem fékk sem svarar ríflega þremur milljónum króna á mánuði í starfi hjá ESB og svo tvær milljónir á mánuði í eftirlaun til að byrja með, lætur sér fátt um finnast. Það er þó ekki aðeins græðgin sem fólk mótmælir í þessu heldur einnig það siðleysi og hagsmunaárekstrar sem það getur falið í sér að svo háttsettur embættismaður hjá ESB sé orðinn innanbúðarmaður í þessu stóra fjármálafyrirtæki.

Sjá m.a. hér og hér og hér.


mbl.is Vilja svipta Barroso eftirlaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókhaldssvindl og vantraust í garð ESB

Klaus-Heiner Lehne, sem fer fyrir endurskoðun Evrópusambandsins, segir að Evrópusambandið og stofnanir þess hefðu glatað trausti íbúa sinna í framhaldi af efnahagsörðugleikum, innflytjendavandamálum og eftirmálum þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um að yfirgefa sambandið. Hann segir: „Fólk getur ekki einu sinni byrjað að treysta okkur ef það trúi því ekki að við séum að passa upp á peningana þeirra“ sagði Lehne á blaðamannfundi þar sem skýrsla um svindl með peninga ESB var kynnt.

Í skýrslunni kemur fram að Evrópusambandið greiddi um 700 milljörðum of mikið fyrir þjónustu á árinu 2015. Fram kemur að styrkir voru greiddir fyrirtækjum í Tékklandi, Ítalíu og Póllandi vegna verkefna sem þegar höfðu verið flokkuð sem óhæf til styrkja.

Samkvæmt skýrslunni eru fjármunir, sem varið er á rangan hátt, ofgreiddir eða rangt farið með á annan hátt, 3,8% af fjárhagsáætlun sambandsins.

Fjármunir þeir sem Evrópusambandið hefur úr að spila eru um eitt prósent af landsframleiðslu Evrópu ríkjanna og sambandið kostar hvern íbúa Evrópu um 285 evrur, eða 36.000 íslenskra krónur á ári.

Þetta kemur fram á ruv.is.


Þorskstofninn hrynur undir ESB-fiskveiðistjórn

Vísindamenn telja að þorskstofninn í Eystrasalti sé að miklu leyti hruninn eftir stjórn ESB á fiskveiðunum. Vísindamenn ráðlögðu 90 prósenta niðurskurð til að bjarga stofninum í danskri og þýskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins ákváðu hins vegar á fundi í nótt að minnka þorskkvótann á á vestursvæði Eystrasalts um 56 prósent á næsta ári. 
 
 

Karmenu Vellu, fiskimálastjóri í framkvæmdastjórn ESB, lagði til að þorskkvótinn yrði skorinn niður um 88 prósent á vestursvæðinu, en segist hafa orðið að fallast á málamiðlun. Samtök sjómanna í á Jótlandi mótmæla niðurskurðinum harðlega, að sögn danskra fjölmiðla. Esben Lunde Larsen matvælaráðherra er gagnrýndur fyrir frammistöðu sína við að verja kvótann og þá ekki síst fyrir að segja að Danir hafi unnið hálfa sigur með því að kvótinn hafi ekki verið skorinn meira niður.

Í austurhluta Eystrasalts verður þorskkvótinn minnkaður um fjórðung.


Það eru 28 pakkar til að kíkja í!

Það var fróðleg umræða í kosningaútvarpi RUV í kvöld. Þar var það einungis fulltrúi Samfylkingar sem tjáði sig ótvírætt um að vilja Ísland inn í ESB. Fulltrúar annarra flokka voru annað hvort á móti eða voru óvissir og vildu sumir kíkja í pakkann. Benti þá fulltrúi eins flokksins á að það væri óþarfi að setja eitthvert flókið ferli í gang svo hægt yrði að kíkja í pakkann því þeir pakkar sem hægt væri að kíkja í væru jú 28. Það væri nóg að kanna stöðuna í þeim 28 ríkjum sem eru aðilar að ESB (27 þegar Bretar verða farnir út). 

Þegar pakkarnir eru skoðaðir kemur í ljós gífurlegur lýðræðishalli þar sem vald hefur verið fært frá ríkjunum til embættismanna og stjórnenda í Brussel. Það sjáum við meðal annars á því hvernig tekið hefur verið á málefnum Grikklands, Spánar, Portúgals, Írlands og fleiri jaðarríkja evrunnar sem lent hafa í fjárhagserfiðleikum. Þar miða björgunaraðgerðir ekki síst við það að bjarga þeim þýsku bönkum sem lánað hafa til jaðarlandanna.

Þegar haldið er áfram að kíkja í pakkana sést t.d. að atvinnuleysið er að meðaltali um 10% og allt að þrjátíu prósentum í tveimur löndum. 

Og þegar nánar er skoðað sést að lönd sem eru aðilar að ESB þurfa að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB þar sem endanlegt vald í þeim málaflokki er fært til Brussel.

Reynsla ýmissa minni ESB-ríkja til þessa og fyrirkomulag sjávarútvegs- og annarra auðlindamála ætti að vera víti fyrir Íslendinga til að varast.


Könnunarviðræður eru blekking

wildcatsGluggað er í bók Jóns Torfasonar, Villikettirnir og vegferð VG: Samfylkingin mátti ekki heyra á slíkt minnst enda er ekkert til sem heitir „könnunarviðræður,“ slíkt tal er aðeins fyrirsláttur. Annað hvort er sótt um aðild í þeim tilgangi að ganga í ESB eða menn setjast niður og lesa sáttmála sambandsins og samþykktir til að kynna sér hugmyndafræði og skipulag þess og geta þá metið hvort þeim lýst vel eða illa á. Umsóknarlönd geta ekki samið um að breyta reglum ESB, aðeins um það hversu hröð eða hæg aðlögunin skuli vera. Allt tal um könnunarviðræður er því út í hött, byggist annað hvort á vísvitandi blekkingum eða mikilli vanþekkingu. Úr Villikettirnir og vegferð VG, eftir Jón Torfason, útgefið haustið 2016. 

Það er um þetta að segja: Kosning um áframhaldandi viðræður er af svipuðum meiði og könnunarviðræður. Þar byggist umræðan "annað hvort á vísvitandi blekkingum eða mikilli vanþekkingu."

 


Ósk um viðræður er ósk um aðild - en þjóðin er á móti aðild

Til að viðræður um aðild að ESB geti farið fram þarf að sækja um aðild að ESB. Ósk um aðild felur í sér vilja til að ganga í ESB. Viðræður fela þá það í sér hvernig aðlaga eigi regluverk umsóknarlands að regluverki ESB. Þetta liggur fyrir.

Ísland sótti um aðild að ESB árið 2009. Viðræður um aðild á grundvelli þeirrar umsóknar sigldu fljótlega í strand meðal annars vegna þess að Íslendingar sætta sig ekki við að Brussel nái yfirráðum yfir auðlindum Íslands. Skilyrðin sem Alþingi setti í umsókninni hindruðu frekari viðræður.

Þjóðin vill ekki gerast aðili að ESB. Það er því algjörlega á skjön við eðlilegan framgangsmáta að halda áfram viðræðum um aðild að ESB. 

Ef einhver vilji er til að endurlífga umsóknina og setja viðræður í gang er það jafnframt yfirlýsing um að falla frá þeim skilyrðum sem Alþingi setti í samþykktina um umsókn frá 2009. Það yrði yfirlýsing um að Íslendingar ætluðu að fela embættismönnum í Brussel úrslitavald við stjórn mikilvægra auðlindamála á og í kringum Ísland. Hver vill það?

 

 


Ályktun Framsóknar um ESB

Eftirfarandi var samþykkt á 34. flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi:

Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins og hafnar því aðild að sambandinu. Framsóknarflokkurinn fagnar því að ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins afturkallaði aðildarumsóknina að ESB. Ljóst má vera að forsendur þeirrar umsóknar eru brostnar. Gæta skal íslenskra hagsmuna í hvívetna varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bretland er stærsta viðskiptaland Íslands, bæði hvað varðar vöru- og þjónustuviðskipti. Ísland skal hafa frumkvæði að viðræðum við stjórnvöld í Bretlandi þar sem markmiðið er að tryggja a.m.k. jafn góð viðskiptakjör milli þjóðanna og nú eru í gildi. Í ljósi þeirra grundvallarbreytinga sem orðið hafa á vettvangi EES, meðal annars með útgöngu Bretlands og í ljósi vandamála er tengjast Schengen samstarfinu er orðið tímabært að meta árangurinn af þessum samningum og velta upp valkostum.

 

Sjá nánar: Ályktanir 34. flokksþings Framsóknarflokksins 1. - 2. október 2016.


ESB er fyrir forréttindahópa segir Theresa May

Bogi Ágústsson fréttamaður benti ágætlega á það í morgunþætti Óðins Jónssonar í Ríkisútvarpinu rétt í þessu að Bretar líta almennt þannig á að ESB sé fyrst og fremst fyrir forréttindahópa en gagnist lítið venjulegu launafólki. Þessu til staðfestingar flutti Bogi hljóðbút með ræðu Theresu May, núverandi forsætisráðherra Breta.

Sjá enn fremur hér: May vill sanngjarnara Bretland.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 252
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 1895
  • Frá upphafi: 1241921

Annað

  • Innlit í dag: 219
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 204
  • IP-tölur í dag: 201

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband