Miðvikudagur, 5. október 2016
Evran er á undanhaldi hér á landi
Það er ljóst af svörum fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem visir.is ræðir við að evran er heldur á undanhaldi. Viðreisn hefur gefið evru upp á bátinn. Það eru helst Samfylking og Björt framtíð sem enn vilja skoða evruna. Aðrir flokkar stefna ekki á evruna fremur en meirihluti þjóðarinnar.
Viðsnúningur Viðreisnar í gjaldmiðlamálinu er athyglisverður og sætir reyndar talsverðri furðu þar sem Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur talað einarðlega fyrir upptöku evru á undanförnum árum og í aðdraganda og við stofnun flokksins. Það er greinilegt að hann hefur orðið undir í flokknum hvað þetta varðar. Það er hins vegar ærið óljóst hverjir hafa velt formanninum í þessu máli. Þessi viðsnúningur virðist hins vegar sýna í hnotskurn þann vanda sem nýir flokkar eiga við að glíma. Stefnan í mikilvægum málum getur snúist skyndilega og ört eftir því hvernig vindar blása - líkt og gildir um vindhana sem notaður er til að kanna hvaðan vindur blæs.
Ljóst er einnig að Seðlabankinn hefur vísað hugmyndinni um myntráð út í hafsauga fyrir Ísland, líkt og Össur Skarphéðinsson hefur bent á.
Af fréttum að dæma hefur staða efnahagsmála aldrei verið betri á Íslandi en nú er. Eins og kemur fram í riti Seðlabankans, Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum, eru það helst lönd sem búa við miklar og erfiðar þrengingar sem tekið hafa upp myntráð.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. október 2016
Blaðamaður virðist ekki leggja rétt út af ummælum fólks
Af þessu að dæma virðist blaðamaður ekki hafa hlustað nægilega vel eða skilið það sem sagt var, samanber:
Villandi fyrirsögn, ef marka má það sem er skrifað í fréttinni
![]() |
Vilja spyrja þjóðina um viðræðurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 20. september 2016
Alþingi á gráu svæði með fullveldisframsal
Alþingi virðist vera á gráu svæði varðandi fullveldisframsal í því máli sem fjallað er um í meðfylgjandi frétt. Fulltrúar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eru ekki á einu máli um það hvort framsal á fullveldi vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á evrópskum reglum hér á landi um fjármálaeftirlit samrýmist stjórnarskránni, eins og fram kemur í fréttinni. Lögspekingar virðast ekki heldur sammála.
Það er því varla ofsagt að Alþingi sé hér á gráu svæði.
![]() |
Skiptar skoðanir um fullveldisframsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. september 2016
CNN leggur áherslu á að ESB eigi í tilvistarkreppu
Það er athyglistvert að ýmsir af stærstu fjölmiðlum heimsins, eins og CNN, taka það helst úr nýlegri ræðu Jean-Claude Junckers, forseta framkvæmdsastjórnar Evrópusambandsins, að sambandið eigi í tilvistarkreppu. Slík kreppa getur merkt að tilgangur sambandsins sé óljós og að framtíð þess sé óviss.
Þetta eru í raun engin ný sannindi. ESB hefur átt í vaxandi tilvistarkreppu undanfarinn áratug.
Almenningur og fyrirtæki í Bretlandi og víðar lætur sér í raun fátt um finnast - ýmis fyrirtæki með viðskipti í Bretlandi blómstra raunar sem aldrei fyrr ef marka má fréttaflutning CNN.
Úr því að Brexit er staðreynd er líklega best fyrir alla að líta fram á veginn með þá staðreynd í huga.
Það er athyglisvert að ESB-aðildarsinnar hér á landi virðast ekki enn hafa fregnað af tilvistarvanda Junckers og ESB.
![]() |
Bretar geta ekki valið úr að vild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. september 2016
Össur gleymdi ESB - um stund
Það var fróðlegt að heyra í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni rétt í þessu þegar Össur Skarphéðinsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru að fara yfir helstu kosningamálin að Össur mundi ekki eftir ESB fyrr en allri upptalningu var lokið. Þá mundi Össur skyndilega eftir ESB og bætti því við að allir væru sammála um að kjósa þyrfti um áframhaldandi viðræður. Hinn nýi þáttastjórnandi, Kristján Kristjánsson, minnti Össur þá á það að fáir virtust hafa áhuga á ESB-málunum enda væri ESB í tómum vandræðum þessi dægrin.
Það er líklega til marks um það hversu lítilvægt þetta mál er orðið þegar utanríkisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem sótti um aðild Íslands að ESB skuli varla muna eftir málinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. ágúst 2016
Blússandi sigling í Bretlandi eftir Brexit
Þessi frétt í Viðskiptablaðinu bendir til þess að það sé blússandi sigling í Bretlandi eftir að landsmenn ákváðu að yfirgefa ESB.
Fréttin er svohljóðandi:
Vísitala sem fylgir verðþróun smærri fyrirtækja í Bretlandi sýnir að vöxtur þeirra hefur verið hraður síðan Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið.
Hefur vöxtur þeirra farið fram úr vexti meðalstórra fyrirtækja, en vísitalan hefur hækkað um 4,1% síðan niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar urðu kunnar.
Sölutölur langt fram úr væntingum
Lítil fyrirtæki jöfnuðu sig fljótt eftir áfallið sem kom eftir að niðurstöðurnar urðu kunnar og hagtölur sýndu að svartsýnustu spár reyndust ekki á rökum reistar.
Þvert á móti þá hafa sölutölur farið langt fram úr væntingum, hefur salan ekki aukist meira í júlímánuði síðan 2002, á sama tíma og Englandsbanki hefur lækkað stýrivexti sína og aukið við aðgerðir sínar til að koma fé út í hagkerfið.
Meiri vöxtur hjá minni fyrirtækjum
Fyrirtæki á FTSE vísitölunni sem fylgir verðþróun smærri fyrirtækja, hafa að meðaltali 320 milljón punda markaðsvirði, sem er um 14 falt andvirði áætlaðra tekna þeirra.
Meðalarðgreiðslur af þeim eru um 3,2% samanborið við minna en 3% hjá fyrirtækjum á FTSE 250 listanum yfir meðalstór fyrirtæki.
Græða á veikara gengi pundsins
Fyrirtækin á vísitölunni fá mörg hver stóran hluta af tekjum sínum erlendis frá, svo þau græða á veikara gengi breska pundsins.
Á árinu 2016 hefur vísitalan hækkað um 3,7% samanborið við 2,5% hækkun á FTSE 250 vísitölunni, svo þetta er fjórða af síðustu 5 árum sem hún hækkar meira en vísitalan fyrir miðlungsstór fyrirtæki.
Meira en helmingur fyrirtækjanna hækkað í virði
Stærstu fyrirtækin af þeim sem tilheyra vísitölu smærri fyrirtækja, eins og til dæmis fjárfestingarfyrirtækið Melrose Industries Plc og Premier Farnell, fá nærri 70% af sölu sinni erlendis frá, samkvæmt tölum frá Bloomberg fréttastofunni.
Síðan niðurstöður atkvæðagreiðslunnar urðu kunnar, hafa meira en helmingur fyrirtækjanna sem tilheyra vísitölunni hækkað í virði, þar á meeðal hefur Ferrexpo Plc hækkað um meira en 150% síðan matsfyrirtækið Fitch Ratings hækkaði lánshæfismat járngrýtisframleiðandans, samfara hækkandi verði á málminum.
Þriðjudagur, 23. ágúst 2016
Fréttablaðið og Þorbjörn hnýta enn í EES-samninginn
Kunnugt er að Fréttablaðið og skríbentar þar á bæ hafa æ meiri efasemdir um ESB og evruna. Í gær og í dag gagnrýnir Þorbjörn Þórðarson EES-samninginn og það hvernig Íslendingar framfylgja honum. Nú er það frjálst flæði fjármagns, ein af fjórum meginstoðum ESB- og EES-samstarfsins, sem Þorbjörn segir stórhættulegt.
Þorbjörn segir:
Frjálst flæði fjármagns bætti lífskjör á Íslandi en skapaði vandamál á sama tíma. Það voru engin höft sett á innflæði gjaldeyris sem skapaði ævintýralegt ójafnvægi í íslensku hagkerfi.
Það væri fróðlegt að heyra leiðarhöfundinn setja þetta í samhengi við það sem nú er að gerast í þessum málum og heyra álit hans á því hvernig stjórnvöld nú eru að bregðast við í þessum efnum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22. ágúst 2016
Þorbjörn Þórðarson útlistar böl EES-samningsins
Þorbjörn Þórðarson segir í leiðara í Fréttablaðinu í dag að EES-samningurinn hafi verið böl vegna þess lýðræðishalla sem í honum felist þar sem takmarkað tillit hafi verið tekið til þarfa Íslendinga. Þorbjörn segir Íslendinga ekki tíma að eyða peningum til að hafa áhrif á reglur á grunni EES-samningsins.
Þorbjörn segir:
Það er við hæfi að velta fyrir sér stöðu EES-samningsins á þessum tímapunkti. Sérstaklega í ljósi þess að bankamenn í Lundúnum telja ekki eftirsóknarvert fyrir Bretland að taka beint upp afleidda löggjöf ESB án þess að hafa nokkuð að segja um gerð hennar. Þetta er hinn eiginlegi lýðræðishalli EES-samstarfsins í hnotskurn. Sú staða sem blasir við Norðmönnum, Íslendingum og Liechtensteinum. Ísland, ólíkt Noregi, ver ekki háum fjárhæðum í að hafa áhrif á þessa löggjöf eða með hvaða hætti hún er tekin upp í EES-samninginn.
Í þessu samhengi má efast um að Íslendingar hefðu markvert meiri áhrif á EES-samþykktir jafnvel þótt Íslendingar væru aðilar að ESB.
Þorbjörn segir ennfremur:
EES-samningurinn hefur fært Íslendingum miklar hagsbætur í formi fjórfrelsis og aðgangs að innri markaði ESB. Þannig er beint orsakasamband á milli lífskjarasóknar hér á landi og aðildar okkar að fjórfrelsinu frá 1. janúar 1994. En fyrir hvaða fórnarkostnað og á hvaða forsendum? Fyrir yfirþjóðlegt eðli samstarfsins og forgangsáhrif EES-reglna vegna bókunar 35 við EES-samninginn? Forsendum okkar eða forsendum 30 annarra þjóðríkja og á grundvelli löggjafar sem við höfum lítið sem ekkert að segja um?
Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að samhliða lífskjarasókninni hefur EES-samningurinn líka verið böl. Ekki síst vegna lýðræðishallans og þess að takmarkað tillit er tekið til þarfa okkar í gerðum sem Ísland hefur tekið upp. ESB-gerðir eru löggjöf sem Íslendingar hafa ekkert um að segja, tíma ekki að eyða peningum í að hafa áhrif á og eru alltaf of seinir að taka upp.
Hérna gleymir Þorbjörn því að EES-samningurinn var einn af þeim þáttum sem gerði útrás bankanna á erlendri grundu mögulega á síðasta áratug og fyrir vikið varð bankahrunið miklu stærra en ella hefði getað orðið. Jafnframt munaði litlu að EES-ríkjunum tækist, m.a. vegna aðildar Íslands að EES-samningnum, að þröngva Íslendingum til að taka á sig Icesave og aðrar skuldir bankanna.
Eins og fram kemur í leiðara Þorbjörns eru ýmsir í Bretlandi lítt hrifnir af EES-samningnum og vilja fremur gera tvíhliða samninga við ESB. Það verður fróðlegt að fylgjast með vegferð Breta í þessum efnum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Yfirreið um tolla, fríverslun og fullveldi á Sögu
- Áhyggjur utanríkisráðherra og annað
- Til hvers?
- Bara ef Úrsúla réði á Íslandi
- Gulli neglir
- Út fyrir ramma skynsemi og raunsæis
- Óheilindi í stjórnmálum
- Flugbraut handa Von der Leyen
- Árið er ekki 2009!
- Merkimiðapólitík Viðreisnar grefur undan lýðræðislegri umræðu
- Með öðrum orðum: Aðlögun!
- Það er ekki hræðsluáróður að krefjast heiðarleika
- Ursula tekur sér dagskrárvald
- Rétt hjá Guðrúnu enginn þjóðarvilji liggur fyrir Þorgerður
- Vonir utanríkisráðherra
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 16
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 1364
- Frá upphafi: 1241937
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 1225
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar