Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 11. janúar 2009
MÁLÞING: Sjávarútvegurinn og ESB
- Hafa verið gerðar undanþágur frá meginreglunni um alger yfirráð (exclusive competence) ESB yfir auðlindum sjávar í aðildarríkjum?
- Er hugsanlegt að vikið verði frá viðmiðunarreglu ESB um veiðireynslu (relative stability) á næstu árum?
- Hvaða áhrif hefur ESB-aðild á samningsstöðu Íslendinga um deilistofna?
- Hvaða áhrif hefur ESB-aðild á hæfni yfirvalda til að taka skjótvirkar ákvarðanir um verndun veiðisvæða?
- Stafar íslenskum sjávarútvegi aukin hætta af kvótahoppi á erfiðleikatímum eftir hugsanlega ESB-aðild?
- Yrði breyting á kvótakerfinu við ESB-aðild?
![]() |
Sjávarútvegurinn og ESB til umræðu á málingi Heimssýnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Verkefni handa háskólahagfræðingum

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Áskorun til Íslendinga

þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópusambandsþinginu.
Þriðjudagur, 30. desember 2008
ESB-aðild, evra og atvinnuleysi
Það kemur við viðkvæma taug hjá áróðursmönnum ESB-aðildar hérlendis að minnst sé á krónískt og hátt atvinnuleysisstig innan Evrópusambandsins. Okkur Íslendingum þykir ógnvænlegt þegar atvinnuleysishlutfall hérlendis er komið upp í 4-5% eftir að hafa legið kringum 2-2,5% um langa hríð. Í Evrópusambandinu væru menn þó hæstánægðir með atvinnuleysi á þessum slóðum eftir að hafa búið við 7-9% atvinnuleysi að meðaltali mörg undanfarin ár. Áður en efnahagskreppan skall á sl. haust var atvinnuleysi í ESB rétt um 7% að meðaltali en fer nú hraðvaxandi. Á evrusvæðinu var atvinnuleysið enn hærra en meðaltalið í aðildarríkjunum 27.
Um 17 milljónir atvinnuleysingja
Samkvæmt tölum hagstofnunar ESB, Eurostat, nam tala atvinnulausra í ESB samtals 16,7 milljónum manna í september 2008, þar af voru 11,7 milljónir á evrusvæðinu. Í hagsveiflu síðustu ára hafði nokkur árangur náðst í að draga úr atvinnuleysi, m.a. í Þýskalandi, en bent er á að talsvert sé þar um falið atvinnuleysi. Jafnframt liggur fyrir samkvæmt tölum Eurostat að atvinnuleysi meðal kvenna er að jafnaði nokkru meira en hjá körlum. Vissulega er mikill munur á hversu alvarlegt ástandið er í einstökum ríkjum ESB, staðan skást í löndum eins og Danmörku, Hollandi og Austurríki en yfir meðaltali m.a. í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og í Portúgal. Sérstaka athygli vekur tiltölulega hátt atvinnuleysisstig í Svíþjóð og Finnlandi, á bilinu 5,2-6,1% þegar best lét á fyrrihluta árs 2008. Alvarlegust af öllu er þó staða ungs fólks á vinnumarkaði innan ESB þar sem 17-18% fólks yngra en 25 ára eða hátt í fimm milljónir voru án atvinnu fyrir kreppuna og höfðu tilraunir til úrbóta á því ástandi litlu skilað undanfarið.
Spennitreyja evrusvæðisins
Aukinn þrýstingur á að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu er fyrst og fremst tilkominn vegna gjaldmiðilsmála, þ.e. meintrar nauðsynjar að leggja af krónuna og taka upp evru. Öllum ætti þó vera ljóst að innganga í myntbandalag ESB, sem aðeins 15 af ríkjunum 27 eiga aðild að, er háð ströngum skilyrðum Maastricht-sáttmálans og mörg ár myndu líða áður en Ísland hugsanlega yrði gjaldgengt í þann klúbb útvalinna. Nú sem fyrr blasir það líka við að efnahagskerfi okkar Íslendinga er af annarri gerð en hjá þeim þjóðum sem eru á evrusvæðinu og afar óhagstætt gæti reynst fyrir Ísland með evru sem mynt að búa við Maastricht-skilyrðin. Þrautalendingin til að fullnægja þeim skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi.
Hvert stefnir ASÍ-forystan?
Það sætir furðu að forysta ASÍ hefur nú um skeið fyrirvaralaust krafist aðildar Íslands að ESB og sótti sér umboð fyrir þá stefnu á ársfundi sambandsins sl. haust. Tálbeitan sem launafólki er boðið upp á er evra eftir að Ísland hefði fengið aðild að myntbandalagi ESB. Í því efni leggjast þessi samtök launafólks á sömu sveif og atvinnurekendur, að því er virðist án þess að skeyta nokkru um þann gapastokk sem íslenskt launafólk yrði sett í með Maastricht-skilmálunum um svonefndan efnahagslegan stöðugleika. Atvinnurekendur hefðu með því tryggt sér tögl og hagldir í kjarasamningum, þar sem verkalýðshreyfingunni er í orði ætlað að velja á milli mikils atvinnuleysis eða hóflegra kjarasamninga. Eftir stæði á borði viðvarandi atvinnuleysi í líkingu við það sem menn nú eru að byrja að kynnast undir handarjaðri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í ESB yrði húsbóndinn hins vegar Seðlabanki Evrópu og hann kæmi ekki til með að hlusta á neitt kvak norðan af Íslandi, hversu hart sem hér yrði í ári.
Krónan munaðarlausa
Stærsta mótsögnin í málflutningi ríkisstjórnarinnar, með Samfylkinguna í fararbroddi og Sjálfstæðisflokkinn á flótta, er að úthrópa krónuna sem gjaldmiðil á sama tíma og við blasir að þjóðin geti þurft að búa við hana um ófyrirséða framtíð. Krónan var ekki vandamálið sem framkallaði bankahrunið, heldur tilskipanir Evrópusambandsins sem hér voru lögleiddar fyrirvaralaust með EES-samningnum. Vangaveltur um einhliða upptöku evru eða annarrar myntar auka ekki á tiltrú almennings, enda afar áhættusöm leið, ekki síst við núverandi aðstæður. Við hvaða gengi á krónunni ætla menn að miða ef nýr gjaldmiðill væri upp tekinn? Hér er á ferðinni hringavitleysa sem er viðhaldið af þeim sem gefa vilja sig Evrópusambandinu á vald hvað sem það kostar. Það gengur ekki upp að stjórnvöld iðki það helst að tala niður gjaldmiðilinn í stað þess að hlúa að honum svo að Íslendingar komist af stað með það endurreisnarstarf sem framundan er.
Einhliða og þröng ESB-umræða
Sjálft Evrópusambandið er í kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Þeir sem hugsa um framtíð Íslands í ólgusjó heimskreppu eiga ekki að láta bjóða sér þá einsýnu umræðu þar sem spurningin um gjaldmiðilinn er gerð að upphafi og endi alls. Aðild að ESB varðar flest annað meira en peninga, þ.e. fjölmarga þætti sem í meginatriðum snúast um sjálfstæði til ákvarðana og lýðræðislega stjórnarhætti. Hvorttveggja skerðist með afdrifaríkum hætti gerist Ísland aðili að Evrópusambandinu.
Hjörleifur Guttormsson,
náttúrufræðingur
(Birtist áður í Morgunblaðinu 30. desember 2008)
Laugardagur, 20. desember 2008
Húsfyllir á fundi um íslenskan landbúnað og ESB
Fjölmenni var á fundi Bændasamtaka Íslands um Evrópumál sem haldinn var í Sunnusal Hótels Sögu 10. desember sl. Gestur fundarins var Christian Anton Smedshaug frá norsku bændasamtökunum en hann skýrði frá baráttu gegn aðild Noregs að Evrópusambandinu sem háð hefur verið með góðum árangri allt frá árinu 1972. Vakti málflutningur hans athygli og ýmsar spurningar.
Afnám tolla of stórt högg fyrir norska bændur
Í máli hans kom fram að Norges bondelag hefur alla tíð verið í forystu þeirra sem barist hafa gegn aðild að Evrópusambandinu og byggist afstaða samtakanna á því að aðild fylgi of mikið valdaafsal til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel og að afnám tolla á viðskiptum með búvörur innan Evrópu muni ganga svo nærri norskum landbúnaði að hann beri ekki sitt barr eftir inngöngu. Vitnaði hann þar um í reynslu Svía þar sem innflutningur búvara hefur aukist verulega en útflutningur ekki. Er nú svo komið að rekstur afurðastöðva í sænskum landbúnaði gengur illa og þær stærstu komnar í eigu Finna og Dana.
Afurðaverð er hærra í Noregi en Svíþjóð
Samanburður á afkomu sænskra og norskra bænda er þeim síðarnefndu mjög í hag. Afurðaverð til norskra bænda er í flestum tilvikum um eða yfir 50% hærra en í Svíþjóð. Það sé eðlilegt þar sem framleiðslukostnaður er af náttúrulegum ástæðum hærri í Noregi, en stór hluti landbúnaðar í Svíþjóð er stundaður sunnan við syðsta odda Noregs. Léleg afkoma og breytingar á styrkjakerfi ESB valdi því að dregið hafi úr kornrækt og annarri framleiðslu sænskra bænda eftir aðild.
Fyrsta spurningin sem Smedshaug var spurður var á þá leið hvað aðildarsamningar þyrftu að innihalda svo norskir bændur gætu fallist á þá. Svar hans var á þá leið að afnám tollverndar væri svo mikið högg fyrir norskan landbúnað að engir styrkir gætu bætt það upp. Eina leiðin til að laða norska bændur að ESB væri að leggja niður sameiginlegu landbúnaðarstefnuna.
Látum ekki tímabundna erfiðleika villa okkur sýn
Fundurinn á Hótel Sögu var lokahnykkurinn í fundaferð forystumanna Bændasamtakanna um landið en þar hafa þeir hitt um 700 bændur. Haraldur Benediktsson formaður hélt einnig ræðu á fundinum og skýrði frá því helsta sem þar hefur komið fram. Síðan gerði hann grein fyrir afstöðu BÍ til aðildar að ESB sem er afdráttarlaust nei. Benti hann á í því sambandi að afleiðingar frjáls flæðis búvöru frá ESB-löndunum þýddu hrun fyrir svína- og alifuglarækt í landinu. Þá sagði Haraldur að hagkvæmni sláturiðnaðarins yrði þurrkuð út og uppsagnir verkafólks kæmu strax til framkvæmda. Hann ítrekaði að það ætti að vera þjóðinni metnaðarmál að framleiða eigin matvæli og að ekki mætti fórna landbúnaðinum og láta tímabundna erfiðleika villa mönnum sýn. Að sögn Haraldar er vaxandi áhugi á umræðum um ESB meðal bænda en fæstir þeirra sjá tækifæri sín þar innandyra.
Líflegar umræður urðu eftir framsöguerindin og mörgum fyrirspurnum beint til framsögumanna. Á fundinum voru þingmenn allra flokka, auk landbúnaðarráðherrans, en einnig var þar nokkur hópur bænda úr nágrannabyggðum höfuðborgarinnar og annað áhugafólk um landbúnaðarmál.
Heimild:
Húsfyllir á fundi um íslenskan landbúnað og ESB (Bondi.is 11/12/08)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. desember 2008
ESB-aðild ávísun á atvinnuleysi og launalækkun
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Rúm 55% treysta ekki Evrópusambandinu
Samkvæmt nýrri netkönnun MMR, Markaðs- og miðlarannsókna ehf., treysta tæp 55,6% þeirra sem afstöðu tóku Evrópusambandinu frekar eða mjög lítið. 44,4% segjast treysta því frekar eða mjög mikið.
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Fundur: Íslenskur landbúnaður og ESB
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, heldur erindi um það hvernig möguleg aðild að ESB horfir við íslenskum landbúnaði.
Gestur fundarins verður Christian Anton Smedshaug sem er ráðgjafi norsku bændasamtakanna, Norges Bondelag, og sérfræðingur í málefnum ESB og Heimsviðskiptastofnunarinnar. Smedshaug mun fjalla um reynslu norsks landbúnaðar af umræðunni um ESB í Noregi og ástæður þess að norskir bændur telja sig betur setta utan sambandsins eins og segir í auglýsingu Bændasamtakanna um fundinn.
Föstudagur, 5. desember 2008
Bændasamtökin alfarið andvíg aðild að ESB
Stjórn Bændasamtaka Íslands ætlar að berjast gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu, meðal annars á vettvangi stjórnmálaflokkanna. Stjórn Bændasamtakanna heimsækir bændur víðs vegar um landið þessa dagana og ræðir við þá um ýmis mál, svo sem miklar hækkanir á aðföngum, hærri fjármagnskostnað, væntanlegt matvælafrumvarp, og síðast en ekki síst efnahagsþrengingar. Slíkur fundur var haldinn í Skagafirði í dag, og þar var hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu sérstaklega rædd. Stjórn Bændasamtakanna hefur tekið afstöðu, hún er á móti aðild.
Svana Halldórsdóttir, sem er í stjórn Bændasamtaka Íslands, segir að með Evrópusambandsaðild færist yfirstjórnin úr landi, tildæmis verðlagsmál. Og hún bendir á að kjör bænda í mörgum löndum sem gengu í sambandið hafi versnað í kjölfarið. Í kjölfar aðildar legðist búskapur af sumsstaðar.
Heimild:
Bændasamtökin gegn aðild að ESB (Rúv.is 25/11/08)
Tengt efni:
Höfum ekkert að gera í ESB að óbreyttri fiskveiðistefnu þess"
Sjómenn sem fyrr andvígir ESB-aðild
LÍÚ segir Evrópusambandsaðild sem fyrr ekki koma til greina
Ítarefni:
Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?
Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Glimrandi góð Fullveldishátíð!
Fullveldishátíðin 2008, sem Heimssýn stóð fyrir á 90 ára afmæli fullveldis Íslands í gær 1. desember, tókst vonum framar. Vel yfir 150 manns mættu í Salinn í Kópavogi þar sem hátíðin fór fram til þess að fagna fullveldinu og sýna því stuðning sinn í verki.
Á hátíðinni söng Sigrún Hjáltýsdóttir nokkur valin lög við undirleik Jónasar Ingimundarsonar og Eydís Fransdótti, óbóleikari, flutti Egófóníu III eftir Svein Lúðvík Björnsson. Erindi fluttu Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, forfallaðist hins vegar.
Stjórn Heimssýnar vill þakka öllu því góða fólki sem mætti á staðinn og ennfremur þeim fjölda fólks sem ekki gat mætt en sendi okkur skeyti með baráttukveðjum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Stundir sannleikans renna upp
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 71
- Sl. sólarhring: 354
- Sl. viku: 2090
- Frá upphafi: 1210029
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 1892
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar