Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

ESB með sæstreng á kortinu á milli Íslands og Skotlands

ESB hefur valið „Ice-Link“, sæstreng á milli Íslands og Skotlands, inn á skrá sína um áhugaverðustu verkefnin á sviði millilandatenginga fyrir raforku af Kerfisþróunaráætlun sinni. Þetta bendir til áhuga innan ESB á að kaupa rafmagn frá Íslandi, sennilega aðallega frá vatnsorkuverum, sem henta vel til að fylla í skarðið, þegar lygnt er á álagstíma. Komi upp ágreiningur um lagningu eða rekstur sæstrengs á milli eftirlitsyfirvalda (landsreglara) landanna, sem hýsa endabúnað sæstrengs, þá ber ACER (Orkustofnun) að úrskurða. Með áhugasama fjárfesta um sæstrengsverkefni og greinilega velvild hjá ESB verður mjög á brattann að sækja fyrir íslensk stjórnvöld að koma í veg fyrir slíkt.

 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Orkunnar okkar um áhrifin af inngöngu Íslands í Orkusamband ESB


mbl.is Stærsta ákvörðun „íslensks lýðveldis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutinn er á móti orkulöggjöf ESB

Stór meirihluti Íslendinga er á móti því að Ísland gangist undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Þetta er niðurstaða könnunar sem Maskína gerði fyrir Heimssýn dagana 12.-18. júní.

Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru með eða á móti því að Ísland ætti að vera undanþegið orkulöggjöf Evrópusambandsins og hvort þeir væru fygljandi eða andvígir þjóðaratkvæðagreiðslu um innleiðingu 3. orkupakkann. [Smelltu á myndina til að fá hana stærri]

maskina

61% af þeim sem tóku afstöðu vilja að Ísland verði undanþegið Evrópulöggjöf um orkumál en 39% telja að Íslendingar ættu að gangast undir löggjöfina.

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins vilja að Ísland verði undanþegið orkulöggjöfinni en rúmur þriðjungur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill undanþágu.

53% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um innleiðingu 3. orkupakkans en 47% eru á móti.

Hægt að skoða könnunina undir þessari krækju.


Fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingar gegn orkupakkanum

SigrunElsaSigrún Elsa Smáradóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifar í dag að hún vilji ekki að Alþingi samþykki Orkupakka 3. Sigrún var í um áratug í forystusveit Samfylkingar í borginni og sinnti þá m.a. menntamálum, umhverfis- og heilbrigðismálum og orkumálum. Í grein Sigrúnar sem Morgunblaðið birtir í dag segir meðal annars:

„Mér finnst ekki ljóst hvort samþykkt þriðja orkupakkans mun auka eða minnka líkurnar á því að sæstrengur verði lagður en hitt er ljóst að ef/þegar Alþingi Íslands samþykkir á endanum lagningu sæstrengs þá mun íslenskur raforkumarkaður lúta þeim evrópsku reglum sem nú er verið að samþykkja (verði þær samþykktar) og því eðlilegt að spurt sé; erum við sátt við að þessar reglur gildi á Íslandi?

Þeir sem eru það alls ekki, eiga ekki að samþykkja þriðja orkupakkann. Þeir sem eru á móti lagningu sæstrengs ættu að velta því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum þeir ættu að samþykkja reglur um eitthvað sem þeir vilja ekki að verði að veruleika og þeir sem eru hlynntir sæstreng ættu því aðeins að samþykkja reglurnar ef þær eru þær reglur sem þeir vilji að gildi um orkuviðskipti á Íslandi ef og þegar af honum verður.

Ég er það trúuð á ágæti Evrópusamvinnu að ég hef fulla trú á að hægt sé að tjónka við Evrópusambandið og samstarfsaðila í EES. Þetta á bara ekki við um Ísland, ekki fyrr en við höfum ákveðið að tengjast raforkumarkaði Evrópu og það getur ekki verið eðlileg krafa að þvinga Ísland til að taka upp regluverk um eitthvað sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um að sé hluti af því umhverfi sem við búum við, ekki frekar en um gasvinnslu eða annað sem ekki á við hér.“

Enn fremur segir Sigrún:

„Ég er ekki sjálf viss um hvort ég er með eða á móti lagningu sæstrengs, það eru mörg mikilvæg álitamál sem taka þarf tillit til, sem snúa m.a. að tekjuöflun, raforkuverði á Íslandi, atvinnustigi og loftslagsmálum í heiminum. En hitt er ég sannfærð um að ég vil að ef af lagningu sæstrengs verður þá muni samningar og reglur um þau viðskipti taka mið af þeim hagsmunum okkar sem þá blasa við. Sá tími er ekki núna.“ 

 


Orkupakkinn verri en Icesave

virkjunÍ umræðum síðustu daga um Orkupakka 3 hefur komið fram að samþykkt hans á Alþingi getur haft miklar afleiðingar fyrir afkomu íslenska ríkisins og þar með þjóðarinnar allrar. Komið hefur í ljós að hinn svokallaði fyrirvari, sem virðist helst felast í einhverjum kunningjasamtölum í útlöndum, hefur enga þýðingu. Standi Alþingi í vegi fyrir lagningu sæstrengs, sem bresk fyrirtæki virðast nú þegar tilbúin að hefja undirbúning á (sæstrengur er sagður fullfjármagnaður), þá á íslenska ríkið yfir höfði sér himinháar bótakröfur frá viðkomandi fyrirtæki eða fyrirtækjum og verður að öllum líkindum dæmt til að greiða stórar fjárhæðir miðað við nýleg dómafordæmi. 

Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin eiginlega? Ríkisstjórnarflokkarnir berjast þarna gegn meirihlutasamþykktum eigin flokksfólks og vilja meirihluta þjóðarinnar. Fyrir hvern er ríkisstjórnin eiginlega að berjast?

 


Skorað á Alþingi að fresta orkupakkanum til hausts

Ótal spurningum er ósvarað í málinu.  Þeim verður að svara áður en málið er afgreitt. Á meðan leitað er svara geta stjórnvöld reynt að sannfæra þjóðina um orkulagabálkurinn sé þjóðþrifamál. 

Með því að líka við hér, styðja menn áskorun um frestun:

https://www.facebook.com/%C3%81skorun-til-forseta-Al%C3%BEingis-2338736622856754/

 

https://kjarninn.is/skodun/2019-05-28-hvers-vegna-ad-fresta-orkupakkamalinu/


Steingrímur getur bjargað heiðri VG

steingrimur jSteingrímur Sigfússon, forseti Alþingis, getur bjargað því litla sem eftir er af heiðri VG varðandi afstöðu til orkumálanna með því að leyfa umræðunni um þau að halda eins lengi áfram og þingmenn vilja. 

Útifundurinn í dag og sú þverpólitíska hreyfing sem myndast hefur gegn Orkupakka 3 endurspeglar andstöðu þjóðarinnar við pakkann og þann ótta að hann geti leitt yfir þjóðina miklar ógöngur. Þess vegna er mikilvægt að halda andstöðunni áfram og þökk sé þeim sem standa vaktina í þeim efnum.

Þess vegna skulum við sem flest mæta og sýna okkur á útifundinum á Austurvelli klukkan 14 í dag. 

 


mbl.is Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkumótmæli á Austurvelli kl.14, laugardaginn 25. maí 2019

Þingmenn Miðflokks spyrja nú á hverri nóttu áleitinna spurninga um ýmsar afleiðingar allra þeirra bálka sem kallaðir hafa verið 3.orkupakki Evrópusambandsins.  Stjórnvöld og flestir þingmenn láta það allt sem vind um eyru þjóta og virðast vilja samþykkja allt að óathuguðu máli af ástæðum sem eru óskýrðar.

Krafan um að spurningum verði svarað og málinu frestað a.m.k. til hausts mun verða höfð í frammi á Austurvelli kl.14, laugardaginn 25. maí. 

Ávörp flytja Birgitta Jónsdóttir, Haraldur Ólafsson, Styrmir Gunnarsson og Vigdís Hauksdóttir

https://www.facebook.com/events/2337268616525513/?notif_t=plan_user_associated&notif_id=1558702091476413

 

 

  


Orkupakkinn færir EES í EES-plús

orkubitinnÝmislegt er óljóst í huga margra varðandi svokallaðan orkupakka númer þrjú. Hins vegar virðist lang flestum orðið ljóst að samþykkt orkupakkans snýst ekki um að tryggja tilvist EES-samningsins heldur að auka við hann í eins konar EES-plús, eða jafnvel EES++. Með þessu minnkar alltaf bilið sem var á milli ESB og upprunalega EES. 


mbl.is „Þetta eru bara góðar umræður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 OP: náttúrunni fórnað fyrir markaðsöflin

Ef Ísland innleiðir 3. orkupakkann mun Evrópusambandið krefjast þess að ESB-reglur gildi um virkjanir hér á landi. Út á það gengur regluverk ESB, eitt skal yfir alla ganga.

Það hefur í för með sér að evrópskum markaðsöflum verður gefinn laus taumurinn í náttúru Íslands.

Íslendingar munu ekki lengur ráða virkjunarframkvæmdum hér á landi. ESB-reglur gilda framar landslögum.

Er eitthvað vit í því að framselja ákvörðunarvald yfir náttúruauðlindum okkar til Brussel?


mbl.is Ber að krefjast markaðsverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 226
  • Sl. sólarhring: 444
  • Sl. viku: 3075
  • Frá upphafi: 1260126

Annað

  • Innlit í dag: 213
  • Innlit sl. viku: 2869
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband