Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Þetta er fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB
Það er gott að Bjarni Benediktsson skuli vekja svona athygli á þessu máli. Þetta er í raun ekkert annað en undirgefni við óþolandi kröfur Evrópusambandsins eins og hann segir.
Sjá hér fréttina í heild.
Það verður ekki annað séð en að meirihluti nefndarinnar sé að opna fyrir það að þingið geti án þess að það verði borið undir þjóðina tekið ákvörðun um að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana sem við Íslendingar eigum ekki aðild að, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í annarri umræðu um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár.
Vísaði Bjarni þar til meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins og ákvæða frumvarpsins um utanríkismál. Benti hann á að í greinargerð með frumvarpinu segði að þetta væri hugsað til þess að greiða fyrir eðlilegri þróun samstarfsins um Evrópska efnahagssvæðisins.
Það er mín skoðun að hér sé ekkert annað á ferðinni heldur en fullkomin eftirgjöf gagnvart óþolandi kröfum Evrópusambandsins um að við framseljum til stofnana, sem við eigum enga aðild að og starfa á grundvelli ESB-sáttmála, ríkisvald og þannig verði horfið frá tveggja stoða kerfinu sem EES-samstarfið hefur ávallt byggst á, sagði hann.
Bjarni beindi orðum sínum til Valgerðar Bjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og spurði hvers vegna í ósköpunum nefndin væri að leggja til að ekki yrði áfram starfað á grundvelli tveggja stoða kerfisins.
Skírskotaði hann þar til þess fyrirkomulags að Ísland og önnur aðildarríki EES sem standa utan Evrópusambandsins heyra ekki undir vald framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og dómstóls þess heldur sér Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA-dómstóllinn um eftirlit með framkvæmd EES-samningsins gagnvart þeim.
Valgerður svaraði því til að upp kæmu atvik þar sem ekki næðist samkomulag um að byggja á tveggja stoða kerfinu. Þar hefði Alþingi verið að leika sér á gráu svæði með tilliti til stjórnarskrárinnar. Bjarni vísaði þessum ummælum á bug og sagði skýrt að framsal valds til stofnana sem Ísland ætti ekki aðild að væri brot á stjórnarskránni.
Þetta er ekkert annað en undirgefni við óþolandi kröfur Evrópusambandsins sem menn eiga að mæta af hörku eins og ávallt hefur verið gert fram til þessa, á til dæmis við um bankatilskipunina sem núna er í farvatninu, og það er ekkert hægt að tala svona um það að við höfum verið að leika okkur á einhverju gráu svæði, sagði Bjarni ennfremur.
![]() |
Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Allt stopp í ESB í næstu viku: Stórverkfall hjá starfsmönnum ESB!
Þrjú verkalýðssambönd tugþúsunda starfsmanna Evrópusambandsins hafa boðað til verkfalls í næstu viku eins og meðfylgjandi frétt EUObserver segir frá. Þetta er aðeins fáum dögum fyrir leiðtogafund í Brussel þar sem ræða á um sparnað í rekstri ESB, en áform eru um að skera stjórnsýsluútgjöld niður um 15 milljarða evra, en við það er óttast um uppsagnir og atvinnuleysi meðal starfsmanna ESB.
EUBusiness segir líka frá þessu. Gera má ráð fyrir að ESB-báknið stöðvist við þessi verkföll, um stund að minnsta kosti.
Heildarútgjöld ESB eru þarna sögð vera um trilljón evrur. Það eru einkum Bretar sem vilja draga úr útgjöldum ESB. Útgjöld ESB eru reyndar annars staðar sögð 130-150 milljarðar evra eftir því hvernig reiknað er, eða um 24 þúsund milljarðar króna.
Í fréttinni er minnst á þá alkunnu staðreynd hversu feitir bitar störfin í ESB eru. En þau kosta sem sagt skattborgarana allt of mikið eins og sparnaðaráformin benda til.
Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Það verður aldrei sátt í Evrópu um evruna og ESB
ESB vill verða USA. Svo verður þó aldrei þar sem allar forsendur skortir til þess. Það verður aldrei sátt um ESB í öllum ESB-löndunum með sama hætti og um tilvist Bandaríkjanna. Ennþá síður verður sátt um evruna.
Svíar fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu, eins og meðfylgjandi frétt í vefmiðlinum Europaportalen ber með sér.
Bretar, Svíar og Danir vilja ekki sjá evruna. Fleiri lönd eru hikandi. Bretar vilja losna úr ESB. Um helmingur Frakka vill losna við Breta úr ESB, samkvæmt könnunum. Jafnframt vilja margir Frakkar losna við evruna.
Við þurfum að vinna úr okkar efnahagsmálum eftir hrunið. Niðurstaðan í Icesave-málinu er ánægjulegur áfangi á þeirri leið. Þar vildu hörðustu ESB-sinnarnir niðurstöðu sem hefði orðið þjóðinni mjög óhagfelld.
Evra er ekki lausn fyrir Íslendinga. Þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið.
Við erum smám saman að feta okkar eigin leið áfram.
![]() |
Króna í höftum ekki framtíðargjaldmiðill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Enn harðnar á dalnum í Evrópu
Ástandið virðist ekkert vera að skána í Evrópu. Eins og meðfylgjandi frétt á visir.is ber með sér eru Spánverjar enn í djúpum .. vandræðum. Landsframleiðsla dregst saman, smásala dregst saman og atvinnuleysi er komið upp í 26%.
Á sama tíma hafa forsvarsmenn ESB og Seðlabanka Evrópu miklar áhyggjur af Kýpur, eins og meðfylgjandi frétt á Vb.is greinir frá.
Hérna segir Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, frá því að renni viðræður kýpverskra stjórnvalda við Evrópusambandið út í sandinn eða ef Kýpur stendur ekki við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gæti það stefnt í voða því jákvæða andrúmslofti sem einkennt hefur evrópska markaði frá því í júlí í fyrra.
Haft er eftir Draghi í breska blaðinu Telegraph að kýpverskir bankar séu nógu stórir til að fela í sér kerfislæga áhættu fyrir evrusvæðið.
Í þýska þinginu eru þær raddir sagðar háværari sem vilja ekki að tekið verði á Kýpur með neinum silkihönskum. Er það einkum vegna þess að ekki alls fyrir löngu lak út skýrsla þýsku leyniþjónustunnar þar sem því er haldið fram að rússneska mafían nýti sér gjarnan banka á Kýpur til að þvo illa fengið fé.
Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Þjóðin verður að fá að kjósa um þessa þvinguðu aðlögun að ESB
Það er verið að þvinga þjóðina inn í ESB. Um það fjallar Sigurbjörn Svavarsson, stjórnarmaður í Heimssýn, í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag.
Sigurbjörn segir í upphafi greinarinnar:
ESB ætlast til að Ísland hefji strax upptöku ESB-lagabálka svo að aðlöguninni verði örugglega lokið tímanlega fyrir inngöngu. Stjórnmálamenn eru að blekkja almenning.
Upphaf aðlögunar
Í frétt frá framkvæmdastjórn ESB 27. júlí 2010 um stækkun ESB með innlimun Íslands segir : 1)
Inngönguferlið í ESB hefur í för með sér að Ísland verður að fara í tímanlega og afkastamikla setningu ESB-lagabálka í heild sinni eins og þeir eru við inngönguferlið. Það er lykilatriði að búið sé að þróa afkastagetu stjórnkerfisins og dómstóla nægilega til þess að hægt sé að uppfylla skyldur sem fylgja aðild að ESB.
ESB undirstrikar enn frekar að á meðan Ísland er á leiðinni inn í sambandið verður landið að halda áfram aðgerðum til þess að laga sín lög að lögum ESB og tryggja að þau verði að fullu komin í framkvæmd. Áríðandi er að raunverulegt átak verði gert til að svo verði, sérstaklega á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, byggðamála, umhverfismála, í frjálsu flæði fjármagns og fjármálaþjónustu til þess að mæta aðildarkröfum. Í þessu átaki mun ESB fylgjast vandlega með framgangi Íslands á öllum sviðum. Regluleg endurskoðun á framgangi umsóknlands að aðild mun nú taka til Íslands eins og annarra.
Í lokin segir Sigurbjörn:
Blekkingaleikur stjórnmálamanna
Umræða um að þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning er því blekking ef búið er að innleiða allan lagabálk ESB í íslenskt lagasafn áður en slík kosning á sér stað. Hvað ætla stjórnvöld að gera ef þjóðin segir nei? Ætla þau að vinda ofan af öllum lögunum sem breytt var? Það er aðeins eitt sem kemur í veg fyrir slíka ólýðræðislega lagasetningu sem þessi þvingaða aðlögun krefst, það er að þjóðin fái að kjósa um hvort hún vilji ganga í ESB eða ekki, áður en lengra er haldið. Stjórnmálamenn sem hlynntir eru inngöngu í ESB hafa blekkt almenning vísvitandi allan þennan tíma um hvað sé í pakkanum og spyrja má, hvers vegna? Núna reyna stjórnvöld að koma á breytingum á fullveldisákvæðinu í stjórnarskránni til að geta haldið áfram þessari aðlögun sem alls ekki fólst í samþykkt Alþingis um að hefja viðræður. Ætlar stjórnarandstaðan að taka þátt í þessum blekkingarleik og breyta fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar?
Sjá nánar:
1) http://www.eu-un.europa.eu/articles/en/article_9992_en.htm
2) http://europa.eu/rapid/press-release_MEMO-12-767_en.htm?locale=en
![]() |
Forsetinn vekur heimsathygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. janúar 2013
Nýjustu færslur
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
- Nagli Hjartar og nokkrar einfaldar staðreyndir
- Horft í gegnum þokuna í bókunarmálinu
- Landráð?
- Öskrandi stríðsvagn fyrir Íslendinga
- Hann þrengir að öndunarveginum
Eldri færslur
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 15
- Sl. sólarhring: 192
- Sl. viku: 765
- Frá upphafi: 1232711
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 662
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar