Leita í fréttum mbl.is

EES-samningurinn er aðeins 10% af ESB-aðild

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra er í Brussel þessa dagana að kynna sjónarmið andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Björn kannar jafnframt stöðu EES-samningsins sem tryggir Íslandi aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins án íþyngjandi aðildar. Björn hefur eftir starfsmönnum Evrópusambandsins að EES-samingurinn virki vel.

Aðildarsinnar reyna að telja fólki trú um að í gegnum EES-samninginn séum við með annan fótinn inn í Evrópusambandinu. Að ganga inn í ESB sé þess vegna ekki ýkja stórt skref. Einnig segja aðildarsinnar að við séum í stöðugri aðlögun að Evrópusambandinu á grunni EES-samningsins og því sé ekkert tiltökumál að aðlagast sambandinu enn frekar í aðildarviðræðum.

Sannleikurinn er allt annar. EES samningurinn er innan við tíu prósent af Evrópusambandsaðild. Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál.

A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.

(Sjá tengil hér að neðan í samantekt löggjörningum ESB sem teknir eru upp í EES-samninginn)

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 1809
  • Frá upphafi: 1240894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1651
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband