Leita í fréttum mbl.is

Útibú Samfylkingarinnar

odinn sigthorssonÓðinn Sigþórsson, bóndi og fullveldissinni, ritar grein sem birt er í Morgunblaðinu í gær. Greinin fjallar meðal annars um það hvernig barátta þeirra sem eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu tekur á sig ýmsar myndir. Oftar en ekki sé þar sama fólkið á ferð undir mismunandi nöfnum. Þannig sé Já Ísland lítið annað en útibú Samfylkingairnnar.

Óðinn segir:

Fyrir þremur árum kom saman fríður hópur karla og kvenna í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu undir slagorðinu Já Ísland. Þetta ágæta fólk segist ætla standa vörð um sjálfstæði Íslands en eru Evrópusinnar sem sameinast undir slagorði sem vísar í vestur meðan þau ætla í austur. Meðal aðildarfélaga er Samfylkingin. Þarna er því um einskonar útibú að ræða. Já Ísland er að hlaupa undir bagga með þessum eins máls flokki, sem nú mælist fárveikur í skoðanakönnunum. Breitt var yfir nafn og númer.

Fjölmiðlar gerðu þessum hópi góð skil í máli og myndum og ekki fór fram hjá þjóðinni að eftirvænting og gleði skein af hverju andliti. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í samskiptum okkar við Evrópusambandið, og vísast eru sum þeirra sem brostu breitt til fjölmiðla á þeim tíma orðin nokkuð toginleit. Nafngift samtakanna er hluti af þeim stóra blekkingarleik sem Evrópusinnar hafa stundað undanfarin fjögur ár. Já ESB er í raun markmið samtakanna. Purkunarlaust taka þau þátt í þeim blekkingaráróðri sem Samfylkingin hefur stundað með stjórnarráðið í annarri hendinni og fullveldið í hinni. Sjónarmið samtakanna eru svo viðruð vikulega utandyra á álagabletti fullveldisins, svokölluðum Kögunarhóli. Svo vel hefur þjóðin tekið málflutningi þessa sérkennilega félags, að við stofnun þess gat um helmingur þjóðarinnar hugsað sér inngöngu í Evrópusambandið, en nú telur þessi hópur aðeins um fjórðung landsmanna, samkvæmt skoðanakönnun. Íslendingar eru hægt og bítandi að afla sér réttra upplýsinga um hver staða Íslands yrði innan ESB. Internetið er versti óvinur þeirra sem halda fram málstað með blekkingum.

 Svo segir Óðinn:

Ekki fer á milli mála að EB hefur áhuga á að innlima Ísland í ríkjasambandið. Það má ráða af starfsemi útibús þeirra á Íslandi svokallaðri Evrópustofu. Þessi stofnun vinnur sér það helst til ágætis að útbýta til okkar Íslendinga pokum sem í er bolur, penni og blaðra, ásamt áróðursfóðri, allt rækilega merkt stjörnustríði ESB gegn fullveldi Íslands. ESB skaffar svo hundruð milljóna í þessa sérstöku upplýsingaþjónustu. Svona erindrekstur erlendra aðila er ekki sæmandi í fullvalda ríki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo satt og rétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2013 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 470
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 1176168

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 2247
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband