Leita í fréttum mbl.is

Unga fólkið líður fyrir ESB-samninginn

Unga fólkið í ESB hefur séð og upplifað ESB-samninginn. Þessi samningur hefur rænt þau möguleikanum á að koma undir sig fótunum. Helmingur ungs fólks er án vinnu í nokkrum löndum og á stórum svæðum Evrópu.

Þetta er í raun það sem Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, er að segja í meðfylgjandi Moggafrétt. Hann segir að ESB kunni að hafa bjargað bönkunum en Evrópa hafi fyrir vikið tapað heilli kynslóð sem ekki kemst á vinnumarkaðinn.

Þetta er nöturlegur vitnisburður um ESB-samninginn. Unga fólkið í Evrópu hefur upplifað samninginn. Það er ekki hrifið af því hvernig samningurinn hefur leikið það. Þess vegna kýs það frekar sanna trúða í kosningum en stífpressaða skjalabera ESB.

Sjá nánar: Miklir óvissutímar framundan á evrusvæðinu

Evran er þaklaust hús segir einn fremsti hagfræðingur Evrópu

Evran veldur minni framleiðslu á mann á Ítalíu

Atvinnuleysi eykst enn á evrusvæðinu

Sérfræðingar hér á landi eru og hafa verið efins um evruna

Konur í ESB vinna kauplaust í 59 daga á ári

Evran heldur Evrópu niðri


mbl.is Björguðu bönkum en gætu tapað kynslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þeir í Evrópu ættu að taka sér til fyrirmyndar hvernig íslendingar gerðu það, létu bankana og ofurskuldsett fyrirtæki falla, afskrifuðu skuldir heimilanna og tryggðu vel launaða atvinnu fyrir alla.

Megi æðri kraftar forða oss frá þessu Evrópuböli til eilífðarnóns!

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 22:26

2 Smámynd: Elle_

Megi æðri kraftar forða oss frá þessu Evrópuböli til eilífðarnóns!

Nákvæmlega.

Elle_, 11.3.2013 kl. 23:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Megi óskir okkar uppfyllast.

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2013 kl. 00:06

4 identicon

Fáum við þá ekki ódýra kjúklinga?

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 09:13

5 identicon

Já það er mikill blessun að vera ekki í ESB og guði sé lof að við búum á íslandi, landi þar sem engin spilling er og bankakerfinu var ekki bjargað með því að seilast í vasa skattborgarana og þar sem heilu og hálfu fyrirtækin urðu gjaldþrota og við skattgreiðendur látnir borga brúsann, og þar sem stjórnvöld þurfa ekki að draga okkar heitt elskuðu stjórnmálamenn til ábyrgðar eða hvað þá að draga þá fyrir rétt. Og unga fólkið, það þarf ekki að hafa áhyggjur hér því hér er framtíðin björt og falleg því að húsnæðisskuldirnar lækka og lækka og hér eru flokkar sem lofa að hafa allt eins og það hefur verið hér undanfarna áratugi, allt óbreytt...yndislegt. Og hér munum við hafa okkar yndislegu krónu áfram sem hefur bjargað okkur frá ógn alheimsins aftur og aftur og við þurfum ekki heldur að óttast að það séu trúðar í framboði hér til alþingiskosninga, bara stálheiðarlegt fólk og vel gefið.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 14:03

6 Smámynd: Elle_

OK, en var nokkur að segja að Ísland væri dýrðlegt þó við viljum ekki að Frakkland og Þýskaland stjórni okkur? 

Elle_, 12.3.2013 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 78
  • Sl. sólarhring: 413
  • Sl. viku: 1992
  • Frá upphafi: 1186848

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 1765
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband