Leita í fréttum mbl.is

Það er hægt að slíta viðræðum án aðkomu Alþingis

Gunnar BragiLögfræðiálit sem unnið var fyrir utanríkismálanefnd Alþingis sýnir að hægt er að slíta viðræðum án aðkomu Alþingis og að samþykkt fyrri ríkisstjórnar um umsókn um aðild að ESB er ekki bindandi fyrir núverandi þing eða stjórn.

Morgunblaðið skýrir svo frá svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við ummælum þingmanns Samfylkingar:

 „Ekki hefur nein ákvörðun verið tekin um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eða nokkurn tímann verið gefið í skyn að það yrði gert með einfaldri ákvörðun. Það má hins vegar túlka álitið með þeim hætti að það sé hægt.“

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sinni í dag vegna þeirra ummæla Kristjáns L. Möllers, þingmanns Samfylkingarinnar, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að hann teldi það sameiginlegan skilning forsætisnefndar Alþingis að ný þingsályktunartillaga þyrfti að koma til svo hægt sé að slíta viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem þýddi „að utanríkisráðherra hefur verið rekinn til baka með þessa geðþóttaákvörðun og vitleysishugmynd að gera þetta einhliða á sínu skrifborði.“

Gunnar Bragi vekur ennfremur athygli á því að forsætisnefnd Alþingis hafi ekki séð ástæðu til þess að hafna lögfræðiáliti sem unnið var fyrir hann að beiðni þingmanna í utanríkismálanefnd þingsins. „Orð þingmannsins dæma sig því sjálf.“

Yfirlýsing utanríkisráðherra:

„Vegna viðtals í hádegisfréttum ríkisútvarpsins við fyrsta varaforseta alþingis, alþingismanninn Kristján L. Möller, vill undirritaður koma á framfæri eftirfarandi:
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í utanríkismálanefnd óskuðu fyrr í sumar eftir lögfræðiáliti um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Álitið var kynnt fyrir nefndinni þann 22. ágúst sl. og kemur þar skýrt fram að nýr meirihluti er ekki bundinn af ályktun fyrri meirihluta þar sem hún byggir ekki á sérstakri heimild í lögum eða stjórnarskrá. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er því ekki bundin af þeirri ákvörðun sem tekin var 2009.

Ekki hefur nein ákvörðun verið tekin um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eða nokkurn tímann verið gefið í skyn að það yrði gert með einfaldri ákvörðun. Það má hins vegar túlka álitið með þeim hætti að það sé hægt. Þá er vakin athygli á því að forsætisnefnd sá ekki ástæðu til að hafna álitinu. Orð þingmannsins dæma sig því sjálf.“


mbl.is „Orð þingmannsins dæma sig sjálf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 2122
  • Frá upphafi: 1187903

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1897
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband