Leita í fréttum mbl.is

Eiríkur Bergmann segir að skuldir hefðu orðið meiri ef við hefðum verið í ESB

EirikurBergmann

Það var mjög athyglisvert að heyra doktor Eirík Bergmann stjórnmálafræðing halda því fram í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld að ef Íslendingar hefðu verið í ESB fyrir hrunið hefðu opinberar skuldir verið langtum meiri en þær eru núna.

Það var jafnframt fróðlegt að heyra fullyrðingu Helga Seljan fréttamanns að hið evrópska regluverk hafi gert bankaútrásina og bankavöxtinn mögulegan, en þetta evrópska kerfi hafi ekkert komið okkur að haldi þegar í óefni var komið.

Það er gott að heyra að tveir svo málsmetandi menn skulu taka undir með því sem lengi hefur verið haldið fram hér á þessum vef:

1. Ein af forsendum þess að útrás bankanna var möguleg og um leið hinn mikli vöxtur bankakerfisins sem óx íslensku hagkerfi yfir höfuð voru hinar samevrópsku reglur sem gerðu það að verkum að þegar banki hafði fengið starfsleyfi hér á landi fékk hann í raun leyfi til að hefja starfsemi í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu. Það voru hins vegar engar nægilegar varnir eða nægt eftirlit yfir landamæri, hvað þá sameiginleg ábyrgð þeirra ríkja þar sem þessir bankar störfuðu. Því var hið evrópska regluverk eitraður kokteill fyrir Íslendinga.

2. Ef við hefðum verið í ESB fyrir hrunið hefðu stjórnvöld stærstu ESB-ríkjanna þvingað íslenska ríkissjóðinn til þess taka á sig ábyrgðir, ekki bara Icesave, heldur miklu stærri hluta af skuldum bankakerfisins. Það hefði leitt til þess að íslenska ríkið hefði orðið ógjaldfært og Íslendingar hefðu verið í jafn vondum ef ekki verri málum en Grikkir.

 Það er mjög athyglisvert að heyra Eirík Bergmann viðurkenna þetta eftir margra ára rannsóknir. Reyndar vissu sumir íslenskir embættismenn og sumir stjórnmálamenn þetta þegar árið 2008. Þess vegna var farin sú leið sem farin var með neyðarlögunum margfrægu.

Það er hins vegar gott til þess að vita að þessar staðreyndir skuli smám saman síast inn í vitund fræðimanna og fjölmiðlamanna.

Batnandi mönnum er best að lifa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 969609

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband