Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Andri rennur til á pólitísku svelli

GudmundurAndriThorssonÞað er alveg rétt hjá Guðmundir Andra Thorssyni rithöfundi að Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hafi staðið sig feykivel í glímunni við ESB og að hann hafi þar haldið fast fram þeirri stefnu sem almennir félagar í VG höfðu markað. Það er hins vegar margt annað sem stenst varla skoðun í þessari grein rithöfundarins.

Guðmundur Andri virðist alveg gleyma því hvaða áhrif þeir fyrirvarar við umsóknarferlið höfðu sem fólust í samþykkt Alþingis með vísan í álit utanríkismálanefndar. Það voru nefnilega þeir fyrirvarar sem komu á endanum í veg fyrir að ESB birti svokallaða rýniskýrslu sína um sjávarútvegsmál og þar með varð umsóknin strand þegar árið 2011.

Það er einnig einkennilegt að lesa það sem Guðmundur Andri skrifar um Vinstri græn. Flokkurinn hafði það alla tíða á stefnuskrá sinni að vera á móti aðild að ESB. Jafnvel þótt flokkurinn samþykkti að sótt yrði um inngöngu í ESB var ekki annað á mörgum forystumönnum VG að skilja en að þeir áskildu sér rétt til að fylgja stefnu flokksins og vinna þar með gegn inngöngu. 

Rithöfundinum er kannski vorkunn miðað við það hvernig sumir talsmenn VG tala í dag en með því að lesa betur þau gögn sem tengjast umsóknarferlinu hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta þess misskilnings sem einkenna skrif höfundarins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Heimssýn dásamar stjórnmálamenn sem eru slíkt sauðsvart íhald að sólin kemur ekki upp hjá þeim nema þeir fái að vera inni í sínum gamla torfkofa.

Að standa sig vel hjá þessum samtökum þýðir að þeim hinum sama hafi tekist að koma í veg fyrir framfarir og þróun.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.3.2015 kl. 15:05

2 Smámynd:   Heimssýn

Þetta er ekki málefnalegt innlegg hjá þér, Jón Ingi. Ertu í einhverri fýlu eftir landsfundinn?

Heimssýn, 24.3.2015 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 106
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 931
  • Frá upphafi: 1117823

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 827
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband