Leita í fréttum mbl.is

ESB krefst nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss

FrostiESB krefst nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíss um innflytjendamál, ári eftir að Svisslendingar kusu um málið og niðurstaðan var ekki ESB að skapi. ESB krefst þess að frjáls för vinnuafls sé ófrávíkjanleg regla og að Sviss verði að samþykkja þá reglu ef landið vilji vera í eðlilegum samskiptum við ESB.

Norska blaðið Dagens Næringsliv segir frá þessu. Frosti Sigurjónsson þingmaður skrifar um þetta á fésbók sinni og segir (leturbr. Heimssýn): 

ESB ætlar ekki að una niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í Sviss um innflytjendalöggjöf. ESB krefst þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði endurtekin, enda gáfu kjósendur í Sviss „rangt svar“ að mati ESB. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í ESB um innflytjendalöggjöf, hún er samin af andlitslausum embættismönnum sem enginn kaus. Þjóðþingin stimpluðu lögin möglunarlaust væntanlega til að lenda ekki veseni eða því að sökuð um slóðaskap í innleðingakeppninni. Hver á að setja lögin í Sviss? Embættismenn ESB í Brussel eða kjósendur í Sviss?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld vill ESB, þótt það hafi samið sínar reglur án aðkomu almennings, stjórna því hvaða lög svissneska þjóðin, sem er ekki einu sinni í ESB, vogar sér að samþykkja um sama mál, en á aðra lund en t.d. Þjóðverjum þókknast (löggjöfin kemur ekki sízt niður á Þjóðverjum). 

Þetta: að heimta endurtekna atkvæðagreiðslu, er bara í takt við hátterni ESB hingað til, í hvert sinn sem einhver þjóð neitar að taka við ESB-lögum. Þetta átti við um ESB-stjórnarskrána, sem bæði Frakkar og Hollendingar höfnuðu, þetta átti við um Maastrich, sem Danir höfnuðu, þetta átti við um Lissabon-sáttmálann, aðferð Brussel-býrókratíunnar til að lauma stjórnarskrárdrögunum felldu inn á þjóðirnar, og þá var ekki tekið mark á NEIi Tékka og Íra, heldur möndlað áfram með þá og valdstéttina, þar til jáið fekkst.

Evrópusambandið er stórvarasamt og sérstaklega í því að heimta strax frá inngöngu ríkja æðsta og ráðandi löggjafarvald í sínar eigin hendur.

En ég vænti þess að sármóðgaðir Svisslendingar hafni kröfum stórveldisins heimtufreka.

Jón Valur Jensson, 14.4.2015 kl. 15:11

2 identicon

Tóm þvæla hjá Frosta eins og vanalega. Auðvitað getur Sviss haft eigin innflytjendalöggjöf, getur sett öll þau lög sem þeim líkar, kemur EU ekkert við, ekki frekar en Íslandi. En niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir 14 mánuðum samrýmist ekki þeim samningum sem Sviss hefur við EU. Og EU er ekki tilbúið að semja um þetta á ný, kemur ekki til greina segja þeir í dag. Sviss hefur ýmissa möguleika til að breyta afstöðu sinni, t.d. með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu, það er ein option, en það er þeirra mál. Útkoman fyrir 14 mánuðum var ekki það sem ríkisstjórnin (Bundesrat) vildi. En málið mun hafa afgerandi áhrif á "bilaterale" samninga á milli EU og CH.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 15:11

3 identicon

Auðvitað getur Sviss haft eigin innflytjendalöggjöf, getur sett öll þau lög sem þeim líkar, kemur ESB ekkert við, ekki frekar en Íslandi. En niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir 14 mánuðum samrýmist ekki þeim samningum sem Sviss hefur við ESB. Og ESB er ekki tilbúið að semja um þetta á ný, kemur ekki til greina segja þeir í dag. Sviss hefur ýmissa möguleika til að breyta afstöðu sinni, t.d. með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu, það er ein option, en það er þeirra mál. Útkoman fyrir 14 mánuðum var ekki það sem ríkisstjórnin (Bundesrat) vildi. En málið mun hafa afgerandi áhrif á "bilaterale" samninga á milli ESB og CH.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband