Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin og sjálfsmorðsleiðangur ESB

ESB-umsóknin 2009 var sjálfsmorðsleiðangur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta er í raun það sem fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og leiðtogi ESB-aðildarsinna, Jón Baldvin Hannibalsson, viðurkennir í viðtali við Ríkisútvarpið. „Það þýðir ekkert að tala um að ganga inn í brennandi hús ... þegar ég horfi á Evrópu þá sé ég Evrópusamband sem er nánast í sjálfsmorðsleiðangri vegna þess að pólitíska forystan hefur algjörlega brugðist  – og það er kreppa eftir kreppu“. Svo segir Jón Baldvin í viðtali við morgunþátt Ríkisútvarpsins.

Nú væri skynsamlegast hjá forystu Samfylkingar og Vinstri Grænna að fylgja kúvendingu Jóns Baldvins eftir og viðurkenna mistök sín með ESB-umsókninni og biðja þjóðina afsökunar. Þetta er reyndar það sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gerir í opnu bréfi til félaga sinna, eins og fram kemur í bréfi Árna Páls til félaga í Samfylkingunni.

Ríkistjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks heyktist á að afturkalla ESB umsóknina refjalaust og ótvírætt eins og lofað var.

Forysta Samfylkingar og Vinstri Grænna hefur tækifæri til að ganga enn hreinna til verks og taka frumkvæðið í afturköllun þessa ólánsgjörnings sem umsóknin var.

Þannig geta þessir flokkar hreinsað borðið hjá sér og hafið baráttu fyrir öðrum stefnumálum sínum á trúverðugum  grunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er hrædd um að stjórnarflokkarnir hafi misst tækifærið. Að misreikna svo hrapalega geltið í ESB sinnum og láta þeim eftir að hrekja sig frá lofuðum aðgerðum. Það er synd hafandi svo marga sterka einstaklinga í sínum röðum.

Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2016 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 311
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 2392
  • Frá upphafi: 1188528

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband