Leita í fréttum mbl.is

Fullvalda í 102 ár

heimssyn-pall

Enginn þeirra sem kominn var af barnsaldri haustið 1918 er enn á meðal okkar og kvarnast hefur úr þeim glaða hópi sem stofnaði lýðveldi á Íslandi árið 1944. Sumir þeirra sem þá voru komnir til vits og ára og létu jafnvel að sér kveða í þágu þjóðarinnar eru þó enn sprækir.  Einn þeirra er Páll Bergþórsson, veðurfræðingur.  Páll er glöggur maður, mannvinur og hefur ávallt haft ríkan skilning á mikilvægi fullveldisins.  Það hafði hann vorið 1944 þegar hann orti í Skólablað Menntaskólans í Reykjavík um ávöxtinn af baráttu öldungsins fyrir frelsi Íslendinga.  Páll skrifar enn, og ritaði nýlega grein í Morgunblaðið um framtíðarveðurfar og rannsóknir sínar á sveiflum í hitafari.   

Nú hefur Ísland náð því að vera fullvalda í 102 ár.  Vonandi auðnast menntskælingum ársins 2020 að gæta þess áfram, ekki síður en Páli og kynslóð hans.

 

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og öll 27 ríki Evrópusambandsins eru fullvalda og sjálfstæð ríki. cool

"Fullveldi - Sjálfstæði gagnvart öðrum ríkjum."

"Fullveldisréttur - Réttur ríkis til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."

Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

"1. desember 1918:

Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna.

Stefnan í utanríkismálum er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga." cool

Íslendingar urðu íslenskir ríkisborgarar 1. desember 1918, enda varð Ísland þá sjálfstætt ríki.

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt." cool

Færeyingar og Grænlendingar eru hins vegar ennþá danskir ríkisborgarar.

Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands árið 1920:

"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."

Ísland varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja. cool

"Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.

Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.

Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet II. Bretadrottning er nú þjóðhöfðingi Bretlands og fimmtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi.

Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland." cool

Þorsteinn Briem, 13.12.2020 kl. 03:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Skota vill sjálfstæði Skotlands en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vill hins vegar koma í veg fyrir fullveldi og sjálfstæði Skotlands. cool

Meirihluti Skota og Norður-Íra vill aðild að Evrópusambandinu og sjávarútvegur er stór atvinnugrein í Skotlandi eins og hér á Íslandicool

Fiskveiðilögsaga Skotlands yrði um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og í Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

30.9.2020:

"Norðmenn og Bretar hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar aðlögunartíma vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu lýkur.

Samningurinn kveður á um ramma um gagnkvæmar veiðiheimildir í lögsögu ríkjanna, eftirlit og rannsóknir, að því er fram kemur í tilkynningu frá norsku ríkisstjórninni. cool

Skrifað verður undir samkomulagið í London síðar í dag."

Loðna hefur gengið á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn. cool

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum. cool

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, sem stóreykur fullvinnslu hér á Íslandi á sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum, til að mynda skyri og lambakjöti. cool

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum [óunnum] fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull [í Englandi]."

8.12.2020 (síðastliðinn þriðjudag):

Fiskmarkaðurinn í Grimsby er einn sá stærsti í Bretlandi og um 75% fisksins koma frá Íslandi

27.11.2020:

Vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári um sjálfstæði Skotlands

Þorsteinn Briem, 13.12.2020 kl. 03:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fiskveiðilögsaga Skotlands yrði um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands. cool

Map showing UK's exclusive economic zones

Þorsteinn Briem, 13.12.2020 kl. 03:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin eru stærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir. cool

5
.11.2020:

Verðmætustu afurðirnar til Frakklands

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu, og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum. cool

http://static.mbl.is/skyringarmyndir/2009/01/sjvartvegur_6.jpg

Þorsteinn Briem, 13.12.2020 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 308
  • Sl. sólarhring: 473
  • Sl. viku: 2389
  • Frá upphafi: 1188525

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 2166
  • Gestir í dag: 256
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband