Leita í fréttum mbl.is

Hið frelsandi afl

heimssyn-althingiAEins og við mátti búast fylgdi Arnari Þór Jónssyni ferskur andblær á Alþingi.  Arnar Þór ræðir grundvallaratriði varðandi stjórnarfar og löggjöf svo sérhver maður skilur vel.  Lýðræði og ábyrgð koma þar mikið við sögu.

Til andsvara eru fulltrúar hugmynda um að Íslendingar séu svo miklar liðleskjur og Alþingi lélegt að það sé ekki búandi í landinu nema öðrum en lýðræðislega kjörnum fulltrúum landsmanna séu fengin sem mest völd við lagasmíð og dóma.   

Hér takast á grundvallarsjónarmið við stjórn samfélags.  Annars vegar hugmyndin um ábyrgð þegnanna í landinu til að kjósa sér þing sem setur landsmönnum lög sem taka mið af þörfum samfélagsins.   Hins vegar hugmyndin um leiðandi hönd sem einhver annar en fólkið landinu stjórnar, hönd sem sleppir ekki smáþjóðum, nái hún í þær.   

Hvort skyldi vera girnilegri kostur?

https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20220404T205647&fbclid=IwAR1WklPj4YcPR3g61mf4KQaOwXVGzbpPu4omK4MuV3zE5p0TzYhHqNBlMJo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) er landið um 80% í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu. cool

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið". cool

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

"Evrópuþingið er þing Evrópusambandsins (ESB). Sumar aðrar alþjóðastofnanir hafa yfir að ráða þingum en Evrópuþingið sker sig úr að því leyti til að þingmennirnir eru kosnir beint af borgurum Evrópusambandsins. cool

Alls situr 751 þingmaður á þinginu."

"Ríkisborgarar aðildarríkjanna kjósa til þingsins á fimm ára fresti." cool

"Hvert ríki fyrir sig ákveður hvernig kosningunum er háttað nákvæmlega en oft er kosið um sömu flokka og í landskosningum.

Stærri stjórnmálaflokkar hafa myndað Evrópuflokka með systurflokkum sínum í Evrópu og þessir flokkar starfa svo einir eða fleiri sem hópar á þinginu."

"Líta má á Evrópuþingið sem neðri deild löggjafa Evrópusambandsins þar sem Ráðherraráðið er efri deildin og saman fara þessar stofnanir með löggjafarvaldið innan Evrópusambandsins.

Þingið getur þannig samþykkt, gert breytingartillögur eða hafnað flestum reglugerðum, tilskipunum, tilmælum og álitum. cool

Innyrðis valdahlutföll þingsins og Ráðherraráðsins eru þó misjöfn eftir því á hvaða sviði löggjöfin er en þróunin hefur verið í þá átt að veita þinginu meiri völd.

Þingið getur líka samþykkt eða hafnað fjárlögum Evrópusambandsins. cool

Evrópuþinginu er einnig ætlað að veita framkvæmdastjórninni lýðræðislegt aðhald.

Evrópuþingið þarf að leggja blessun sína yfir skipun nýrrar framkvæmdastjórnar og þingið getur með 2/3 atkvæða lýst vantrausti á stjórnina þannig að hún þurfi að segja af sér." cool

Evrópuþingið

Einstök ríki í Evrópusambandinu hafa einnig neitunarvald í mörgum málum, til að mynda hvað snertir aðildarsamninga þeirra og nýrra ríkja að sambandinu. cool


Varanlegar undanþágur og sérlausnir Evrópusambandsins - Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79

Ísland hefur hins vegar ekki neitunarvald með aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland, Sviss og Liechtenstein) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella." cool

Schengen-samstarfið

Einstök ríki í Evrópusambandinu hafa einnig til dæmis neitunarvald varðandi hernaðarsamstarf aðildarríkjanna og bann á innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi.

30.3.2022 (síðastliðinn miðvikudag):

"The Prime Minister [Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands] said that the situation is not how it is described by the Ukrainians, that Hungary could simply import gas more expensively.

It is about "either there is gas or there is not."" cool

Zelensky Confronts Orbán Government Again

Þorsteinn Briem, 6.4.2022 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 172
  • Sl. viku: 966
  • Frá upphafi: 1117889

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 858
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband