Leita í fréttum mbl.is

Andspyrnan

Eins og komið hefur fram á þessum vettvangi hefur furðu mikil og óskýrð stöðnun ríkt í efnahagsmálum í Svíþjóð síðustu áratugi.  Svíar gerðust þegnar í Evrópusambandinu fyrir um 30 árum síðan og bundu margir miklar vonir við að það mundi leiða af sér blóm í haga og yfirfulla maga.  Þeir voru reyndar ekki færri sem sáu tækifæri til að kenna öðrum Evrópubúum hvernig best væri að fara að, því það vissu Svíar vel. 

Svíar hafa vel í sig og á, en sá blómagarður, sem sumir gerðu sér vonir um, er ekki enn sprunginn út.  Gróska er þó í félagsmálum, því félagið Nej till EU dafnar. Það gefur út tímaritið Kritiska EU-fakta þar sem fjallað er um vandamálin við Evrópusambandið og aðildina að því.

Í hjálögðu hefti af Kritiska EU-fakta er fjallað um ýmis mál.  Meðal annars er sagt frá því að svokallað bankasamband Evrópusambandsins hlaði undir stóra banka og sagt er að það auðveldi bönkum að ganga í opinbera sjóði. Þá er sagt frá því að í undirbúningi sé að veita yfirvöldum í Evrópusambandinu mjög víðtækar heimildir til að afla upplýsinga um einstaklinga og eins að fyrirhuguð séu lög sem veiti yfirvöldum tæki til að hafa víðtæka stjórn á flæði upplýsinga.  Þá er sagt frá fiskveiðum Evrópumanna á Indlandshafi og átökum þeirra við heimamenn.

Óhætt er að mæla með tímaritinu Kritiska EU-fakta sem er ókeypis á netinu, þótt greinarnar skilji iðulega eftir fleiri spurningar en svör, eins og gefur að skilja þegar um stutt yfirlit er að ræða.

 

https://nejtilleu.se/wp-content/uploads/2023/06/KEF-170_.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband