Leita í fréttum mbl.is

Sama verðbólga og á evrusvæðinu

c_einarkrVerðbólga hér á landi er hin sama og á evrusvæðinu. Þetta sést ef notaður er hinn samræmdi mælikvarði sem lagaður er til grundvallar á evrusvæðinu þegar verðbólgan er mæld. Þetta er athyglisvert, þó ekki sé það nýtt af nálinni; en stangast auðvitað á við umræðuna sem fer oft fram hér á landi um að verðlagsþróun sé ekki í samræmi við það sem er að gerast í Evrópu.

Verðbólgan í september, mæld á 12 mánaða kvarða var 2,1 prósent, rétt eins á evrusvæðinu. Við mælum hins vegar verðlagsbreytingar á húsnæði. Það hefur hækkað langt umfram allt sem þekkist og því er verðbólgan hér þetta há. Ef við notuðum sömu aðferðir og á hinu ástsæla og marglofaða evrusvæði væru verðlagsbreytingar hér á landi hinar sömu og suður í Evrópu.

Það sem meira er. Stór lönd á evrusvæðinu, svo sem Þýskaland og Spánn búa við mun meiri verðbólgu en við. Var þó Þýskaland eitt sinn talið hið óvinnandi vígi traustrar efnahagsstjórnar og gætilegra fjármála. Á Spáni hefur verið mikill vöxtur efnahagslífs og eftirspurn útlendinga eftir húsnæði á sólbökuðum ströndunum við Miðjarðarhaf ýtt upp verðlagi á húsnæði. Þar telst það þó ekki til verðlagstbreytinga.

Hér á landi heldur Seðlabankinn vöxtum sínum í hæstu hæðum, trúr lögbundnu verðlagsmarkmiði sínu. Á evrusvæðinu þar sem sömu prinsípp gilda eru viðmiðin önnur, vextirnir lægri og gengið sligar ekki útflutningsgreinarnar eins og við höfum bitra reynslu af hér á landi.

Evrusinnar lofsyngja hina evrópsku mynt og telja að við eigum ekki annars úrkosta en kasta gjaldmiðli okkar fyrir borð. Í fyrirmyndarríkinu Evrulandi sé allt með öðrum og betri róm. Þó er verðbólgan þar sú hin sama og hér. Ef við notuðum sama viðmið má ætla að vextirnir væru aðrir og skaplegri, gengið veikara og stöðugra.

Það er engin þörf á því að yfirgefa gjaldmiðilinn okkar, til þess að afhenda efnahagsstjórntæki okkar í hendur annarra þjóða, þegar við blasir að hér er hagvöxtur betri en í samkeppnislöndunum okkar, lífskjörin batna hraðar og verðbólgan - mæld á samanburðarhæfan kvarða - hin sama og í löndum þeim sem brúka evruna.

Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

(Greinin birtist upphaflega á heimasíðu höfundar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú reyndar að í ESB sé húsaleiguverð inni í vísitölunni.  Þarf maður ekki að setja það inn í íslensku vísitöluna áður en maður ber hana saman við ESB?  Ég er ekki viss um að það komi betur út fyrir okkur. 

thorvaldur (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 2111
  • Frá upphafi: 1188247

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1921
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband