Leita í fréttum mbl.is

Thorbjřrn Jagland gefur Evrópusambandsađild upp á bátinn

jagland_410856Frá ţví var greint í norskum fjölmiđlum um áramótin ađ Thorbjřrn Jagland, fyrrum utanríkis- og forsćtisráđherra Noregs og leiđtogi norska Verkamannaflokksins og núverandi forseti norska Stórţingsins, vćri ađ sögn búinn ađ gefa upp alla von um Noregur eigi eftir ađ ganga í Evrópusambandiđ, a.m.k. ekki í náinni framtíđ. Ástćđuna sagđi hann vera ţá ađ Norđmenn hefđu ţađ einfaldlega of gott utan sambandsins. Hann lagđi ţó áherslu á ađ hann hefđi sjálfur alls ekki skipt um skođun í málinu. Ţetta ţykja stórar fréttir í Noregi, enda hefur Jagland lengi veriđ helsti leiđtogi norskra Evrópusambandssinna.

Yfirlýsing Jaglands er hins vegar í fullu samrćmi viđ ummćli annars af forystumönnum norskra Evrópusambandssinna, forsćtisráđherrans Jens Stoltenbergs, sem viđurkenndi í samtali viđ breska dagblađiđ Sunday Telegraph í mars á síđasta ári ađ Norđmenn stćđu međ pálmann í höndunum vegna ţess ađ ţeir kusu í tveimur ţjóđaratkvćđagreiđslum 1972 og 1994 ađ standa utan Evrópusambandsins. Efnahagslífiđ vćri sterkt, hagvöxtur mikill og atvinnuleysi lítiđ auk ţess sem ţeir hefđu bjargađ norskum sjávarútvegi. Fyrir vikiđ sći hann ekki fyrir sér ađ kosiđ yrđi á ný um Evrópusambandsađild í Noregi, máliđ hefđi einfaldlega veriđ afgreitt.

Skođanakannanir í Noregi hafa sýnt stöđugan meirihluta Norđmanna andvígan Evrópusambandsađild síđan fyrirhugađri stjórnarskrá Evrópusambandsins var hafnađ af Frökkum og Hollendingum í byrjun sumars 2005. Núverandi ríkisstjórn miđju- og vinstriflokka í Noregi hefur ađild ađ sambandinu ekki á stefnuskrá sinni frekar en ađrar ríkisstjórnir sl. 13 ár og nćr útilokađ er taliđ ađ ríkisstjórn hlynnt ađild geti komist til valda í Noregi ţar sem ţeir tveir stjórnmálaflokkar sem hlynntir eru ađild, Verkamannaflokkurinn og Hćgriflokkurinn, geta ekki unniđ saman.

Leiđtogi Hćgriflokksins, Erna Solberg, hefur lýst yfir miklum vonbrigđum sínum međ yfirlýsingu Jaglands. 

Heimildir:
Jagland gir opp ĺ fĺ Norge inn i EU (Bt.no 27/12/07)
Gir opp ĺ fĺ Norge inn i EU (Nationen.no 27/12/07)
Jagland gir opp ĺ fĺ Norge inn i EU (Aftenposten.no 27/12/07)
Erna er skuffet (Bt.no 27/12/07)
Jens gir opp EU-kampen (Vg.no 25/03/07)
Norwegians 'content' with life outside EU (Telegraph.co.uk 25/03/07)

Ítarefni:
Er líklegt ađ Noregur gangi í ESB?
Myndi EES-samningurinn líđa undir lok ef Norđmenn gengju í ESB?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ţetta er rétt hjá Jagland.Og ţetta segir líka til um ţađ af hverju ţjóđir ganga í Evrópusambandiđ.Ef íslendingum tekst ekki ađ halda uppi svipuđum lífsskilyrđum og nágrannaţjóđirnar á Norđurlöndunum, Bretlandi og írlandi sem eru í Evrópusambandinu, án ţess ađ ţrćla allann sólarhringinn og til ţess ađ ţađ sé hćgt ţá ţarf ađ vera til vinna, ţá munu Íslendingar ganga í Evrópusambandiđ.Engir stjórnmálamenn munu geta komiđ íveg fyrir ţađ. 

Sigurgeir Jónsson, 25.1.2008 kl. 09:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 1176861

Annađ

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband