Sunnudagur, 30. mars 2008
Ætli Evrópusambandið hafi fundið upp friðinn?
Rétt fyrir jólin skrifaði Bjarni bróðir minn ágæta blaðagrein sem hófst á orðunum Evrópusambandið hefur nú ákveðið að innleiða með valdboði að ofan stjórnarskrá þá sem þegnar sambandsins hafa áður hafnað í almennri atkvæðagreiðslu og sýnir nú heiminum nýja mynd af lýðræðisviðhorfum sínum. Það sem áður hét stjórnarskrá heitir nú Lissabonsamningar. Þessi grein liggur frammi á bloggi hans (http://bjarnihardar.blog.is/).
Ég held að öllum sem hafa kynnt sér málið sé ljóst að það sem Bjarni sagði þarna var efnislega satt. Hollendingar og Frakkar höfnuðu tillögu að stjórnarskrá fyrir Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu vorið 2005 og tveim og hálfu ári síðar höfðu valdamenn í sambandslöndunum fundið aðferðir til að lögleiða helstu efnisatriði hennar án þess að hafa almenna kjósendur með í ráðum.
Evrópusambandinu hefur stundum verið lýst sem besta vini stórfyrirtækjanna og víst er nokkuð til í því. En það er líka vinur valdamanna eins og ég fjallaði um í pistli fyrir hálfu ári. Þar er hægt að keyra í gegn ákvarðanir án þess að hætta á að þær hafi áhrif á fylgi í næstu kosningum. Umræður í framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu (sem tekur flestar lykilákvarðanirnar) eru ekki fyrir opnum tjöldum. Kjósendur vita ekki hverjir af þeim sem sitja fundi þessara valdastofnana bera ábyrgð á niðurstöðum þeirra. Þær eru bara kynntar sem ákvarðanir Evrópusambandsins og fyrir þeim þarf enginn að standa kjósendum reikningsskap ráðsmennsku sinnar á kjördag. Þess vegna er freistandi fyrir valdamestu stjórnmálamenn í álfunni að auka vald sambandsins á kostnað þjóðríkjanna.
Lýðræði er trúlega svona álíka vinsælt meðal æðstu valdhafa eins og samkeppni meðal kapítalista nokkuð sem flestir segjast fylgja en ansi margir reyna samt að hliðra sér hjá.
Evrópusambandið hefur vissulega komið ýmsu góðu til leiðar. Eftir því sem ég best veit hefur aðild að því til dæmis hjálpað þjóðum sem bjuggu við fasisma eða kommúnisma stóran hluta tuttugustu aldar að losna við alls konar heldur ömurlegt erfðagóss frá þeim tíma. Í áróðri sem Evrópusambandið gefur út til að lofa sjálft sig þakkar það sér talsvert meira en þetta, fullyrðir jafnvel blákalt að friðurinn sem ríkt hefur í mestum hluta Evrópu rúmlega hálfa öld sé engum öðrum en sér að þakka. (Sjá t.d. kynningu á vef Fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg). Þegar ég les þetta dettur mér helst í hug það sem Steinn Steinarr segir um Rússa í viðtali við Alþýðublaðið árið 1956. Hann er spurður hvort þeir séu friðelskandi þjóð og svarar á sinn skemmtilega tvíræða hátt: Rússar hafa fundið upp friðinn, hvorki meira né minna
Víst hefur verið friður í Evrópu nokkuð lengi. Fyrir því eru margar ástæður. Ein er hvað síðari heimsstyrjöldin var skelfileg. Eftir að henni lauk áttu fasismi og herská þjóðernishyggja litlu fylgi að fagna meðal almennings. Önnur er samvinna Natóríkja. Þótt það sé óskemmtilegt að hugsa til þess er þriðja ástæðan trúlega tilvera kjarnorkuvopna. Hættan á að þeim verði beitt knýr ríki til að gera út um ágreining með öðrum ráðum en vopnavaldi. Mikilvægasta ástæðan er þó að minni hyggju útbreiðsla lýðræðis. Reynslan sýnir að lýðræðisríki fara miklu síður í stríð en ríki sem búa við einræði.
Það eru semsagt ýmsar ástæður fyrir því að friður hefur haldist í okkar hluta heimsins. Ég útiloka ekki að Evrópusambandið sé ein af þeim en mér finnst ekki trúlegt að það sé meðal þeirra mikilvægustu.
Lýðræðislegir stjórnarhættir, þar sem almenningur getur fellt sitjandi stjórn skipað æðstu valdhöfum að taka pokann sinn er besta leiðin til að tryggja frið. Þetta eitt er svo sem ekki fullkominn trygging. Bandaríkjaforsetar hafa til dæmis álpast í stríð hist og her þótt þeir séu kjörnir af almenningi. En þeir hafa líka orðið að draga heri sína til baka vegna þrýstings frá þessum sama almenningi. Mér finnst trúlegt að repúblikönum verði velt úr sessi þar á næstunni vegna þess að meiri hluti almennra borgara hefur fengið nóg af stríðinu í Írak. Hvað ætli sá hernaður héldi lengi áfram og hvað ætli hann gengi langt ef yfirmaður bandaríska heraflans væri ekki þjóðkjörinn heldur valinn á lokuðum fundi æðstu manna úr stjórnsýslunni? Sem betur fer eru leikreglurnar sem gilda í Whasington ekki eins hliðhollar æðstu mönnum og kerfið í Brussell.
Ég efast ekkert um einlægan friðarvilja þeirra sem fara með völd í Evrópusambandinu. Hvað sem annars má um þá segja eru þeir engir stríðsæsingamenn. En ég er samt hræddur um að til langs tíma litið geti sumt af því sem þeir eru að bauka verið ógn við friðinn. Þeir eru að færa æ meiri völd til stofnana sem eru lítt eða ekki settar undir lýðræðislegt aðhald.
Þegar þeir sem nú ráða ferðinni í Brussell falla frá taka aðrir við og við vitum ekki hvernig þeir munu hugsa. En við vitum að þeir munu taka að erfðum vald sem hægt er að nota til illra verka ekki síður en góðra. Ef þeir ana út í einhverja vitleysu hefur almenningur, sem á endanum borgar brúsann, enga löglega leið til að setja þeim stólinn fyrir dyrnar.
Kannski halda einhverjir að stofnanir Evrópusambandsins séu svo góðar og viturlegar að þar muni aldrei rasað um ráð fram. Ég er ekki svo bjartsýnn.
Atli Harðarson,
heimspekingur
(Birtist áður á bloggsíðu höfundar http://atlih.blogg.is)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 28
- Sl. sólarhring: 459
- Sl. viku: 2437
- Frá upphafi: 1165811
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2117
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.