Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde talar afdráttarlaust gegn aðild að ESB

c_geir_haardeGeir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á opnum fundi í Valhöll sl. laugardag að hann væri ekki í vafa um að þegar vegnir væru kostir og gallar við aðild Íslands að Evrópusambandinu væru kostirnir léttvægari.  „Þess vegna vil ég ekki ganga í Evrópusambandið," sagði Geir.

Geir sagði, að ef Ísland væri í Evrópusambandinu hefðu stjórnvöld ekki haft jafn svigrúm til að laga sig að breytingum í alþjóðlegu umhverfi eins og gert hefði verið á síðustu mánuðum. Íslandi væru þá allar bjargir bannaðar við núverandi aðstæður. Þá hefði gengi gjaldmiðilsins verið fast og vextirnir ákveðnir í Seðlabanka Evrópu. Eini vettvangurinn, þar sem svigrúm gæfist, væri á vinnumarkaði, þar sem hægt væri að segja fólki upp og auka þannig atvinnuleysi. „Viljum við það? Ég vil það ekki," sagði Geir.

Hann sagði, að ýmsir kostir fylgdu aðild að Evrópusambandinu en einnig ókostir og þetta yrði að vega og meta og byggja síðan niðurstöðuna á því hvað væri best fyrir Ísland. „Við leggjum á vogarskálar öll atriði sem skipta máli. Í mínum huga er ekkert vafamál að kostirnir eru léttari á þessari vogarskál en gallarnir. Þess vegna vil ég ekki ganga  í Evópusambandið," sagði Geir.

Hann sagði það ranghugmyndir, að Íslendingar yrðu einhver áhrifaþjóð innan ESB. Þeir hefðu á grundvelli EES samningsins ákveðna stöðu gagnvart ESB, „en ég held að ef við værum komnir inn í sambandið og sætum við þetta stóra borð yrði lítið hlustað á okkar rödd," sagði Geir.

Hann sagði að nú stæðu yfir breytingar hjá Evrópusambandinu þegar svonefndur Lissabonsáttmáli væri að taka gildi. Hann hefði í för með sér að framkvæmdastjórnarmönnum yrði fækkað og Ísland fengi þá einn slíkan á 5-15 ára fresti ef að líkum lætur. Sagði Geir, að hyggilegt væri að sjá hvernig þessar breytingar verða áður en frekari ákvarðanir yrðu teknar. „Mér finnst þetta mál ekki aðkallandi."

Geir sagði, að sér þætti ýmsir reyna að slá ryki í augun á fólki með því að segja að það væri eitthvað bjargráð að ganga í Evrópusambandið. Ríkisstjórnin væri að vinna í þessum bjargráðum og það væri bjart framundan þrátt fyrir tímabundna erfiðleika nú. „Við þurfum ekki að vera með minnimáttarkennd yfir að vera ekki í Evrópusambandinu," sagði Geir H. Haarde.

Heimild:
Geir: Ég vil ekki ganga í ESB (Mbl.is (17/05/08)

--- 

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 274
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 2754
  • Frá upphafi: 1164961

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 2366
  • Gestir í dag: 217
  • IP-tölur í dag: 216

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband