Leita í fréttum mbl.is

Rćktum okkar eigin garđ

ingvar_gislason_540630Ţvert ofan í allar góđar vonir óttast ég ađ áhrifaöfl á Íslandi séu á góđri leiđ međ ađ sannfćra sífellt fleiri landsmenn um „fánýti“ ţess ađ Ísland sé til frambúđar óháđ ţjóđríki, sjálfstćtt um löggjafarvald, framkvćmdavald og dómsvald. Nú á ţađ ađ vera íbúum Íslands til farsćldar um afkomu sína í bráđ og lengd ađ ţeir tengist Evrópusambandinu áhrifamiklum pólitískum böndum, ţ.e. afsali pólitísku sjálfstćđi í ríkum mćli, skerđi fullveldi ríkisins í grundvallaratriđum. Er hćgt ađ horfa upp á slíkt óttalaust?

Ef gengiđ verđur í Evrópusambandiđ verđur Ísland stjórnskipulega sambandsríki, „federal state“, međ tilheyrandi takmörkunum sem slíkri stöđu fylgja. Talsmenn ađildar segja ađ okkur sé ţetta engin ofćtlun ţví ađ ţjóđ á ţjóđ ofan, hvert ríkiđ á fćtur öđru, hefur gengiđ í Evrópusambandiđ, haldiđ sínu og hagnast. En er ţađ satt og rétt? Nei, vitaskuld ekki! Sama lögmál gildir um allar, ađ hver sú ţjóđ sem gerist ađili ađ ESB skerđir fullveldi sitt. Sú skerđing er ţví meiri sem ţjóđin er minni (fámennari) og ţví fremur sem ţćr víkja frá megineinkennum hagkerfis bandalagsins. Fyrir Íslendinga, sem enn eru fiskveiđi- og fiskiđnađarţjóđ og eiga mikiđ undir landbúnađi sem grundvallargrein í ţjóđarbúskapnum, međ afleiddum störfum út um allt, er ţađ atvinnulega séđ áhćttuefni ađ ganga í Evrópusambandiđ ofan á ţá pólitísku valdskerđingu sem viđ blasir.

Gerum okkur ljóst enn og aftur: Ef gengiđ verđur í ESB er Ísland ekki lengur fullvalda ríki. Ţađ verđur sambandsríki, háđ yfirţjóđlegri „federal“ stjórnskipun, ţ. ám. lögum og reglum um fiskveiđar og fiskvinnslu, um búskaparhćtti í sveitum og afurđasölu og úrvinnslu búsafurđa. Í ţeim efnum er óţarfi ađ ţreifa fyrir sér í ađildarviđrćđum. Hagsmunir frumframleiđslu til lands og sjávar eru fyrirfram dćmdir.

Ţó er ţađ ein helsta röksemd áhugafólks um fulla ađild ađ ESB ađ samningaviđrćđur, í kjölfar formlegrar umsóknar um ađild, geti einar skoriđ úr um ávinning af fullri ađild í stađ ţeirrar aukaađildar sem felst í samningi um Evrópska efnahagssvćđiđ. Ţessi röksemd kann ađ hljóma vel, en reynslan sýnir ađ Evrópusambandiđ gefur ekkert eftir ađ ţví er tekur til yfirstjórnar sjávarútvegsmála, hún verđur alltaf á hendi alríkisstjórnar. Um ţađ gilda engar undanţágur. Sú stađreynd er eitt skýrasta dćmiđ um skert fullveldi ađildarţjóđa og mundi bitna harđast á Íslendingum ef á reyndi.

Ísland er eyland
Ekki mun ég ţvertaka fyrir ţađ ađ meginlandsţjóđum Evrópu ríđur á ţeirri einingarhugsjón ađ friđur ríki milli ţeirra eftir öll ţúsundárastríđin og ógeđslegheit evrópskrar grimmdar í aldanna rás.

En nćr ţessi síđborna iđrun og yfirbótaţrá meginlandsţjóđanna til okkar Íslendinga, búandi á jöđrum hins byggilega heims? Varla! Ísland er eyland í norđurhöfum, ekki nema ađ nafninu til Evrópuland, land sem Miđevrópumenn kunna lítil skil á. En hafi nútímamiđevrópumenn fundiđ pólitískt ráđ til ađ setja niđur deilur sín í milli er ţađ ánćgjuefni, en naumast íslenskt viđfangsefni. Í umróti tímanna eiga Íslendingar ađ fara sér hćgt. A.m.k. er hvers kyns ofbođ í útrásum og afskiptasemi af eldfimum heimsmálum ekki ţađ sem stendur okkur nćst. Viđ eigum ađ búa vel um okkur í eigin landi, rćkta okkar garđ, stjórna landsmálum af hófsemi og hyggindum. Ţađ eitt tryggir okkur virđingu annarra ţjóđa.

Ingvar Gíslason,
fyrrv. alţingismađur og ráđherra

(Birtist áđur í Morgunblađinu 21. maí 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 969590

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband