Mánudagur, 23. júní 2008
Lýðræðisást ESB-sinna
Þrír af áköfustu talsmönnum þess að Íslendingar gangi í ESB hafa nú tjáð sig um kosninganiðurstöður í Írlandi þar sem þjóðin hafnaði frekara samrunaferli aðildarþjóðanna. Írar eru eina þjóðin sem fær að kjósa um svokallaðan Lissabonsamning en áður höfðu Frakkar og Hollendingar hafnað sömu hugmyndum að auknum samruna þjóðanna í þjóðaratkvæðagreiðslum.
Fyrstur til að gefa út opinbera skýringu á írsku niðurstöðunni var Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar sem lýsti því yfir, væntanlega þá fyrir hönd írskra kjósenda, að þeir hefðu í reynd verið að meina allt annað en að hafna Lissabonsáttmálanum.
Næstur kom varaformaður Samfylkingarinnar sem lýsti því yfir að kjósendur gætu ekki haft rétt fyrir sér þegar svo víðtæk samstaða væri um málið meðal stjórnmálamanna.
Þriðja yfirlýsingin barst svo frá Baldri Þórhallssyni forstöðumanni Smáríkjaseturs HÍ sem taldi fráleitt að smáríki eins og Írland fengi að hafna jafn göfgum áformum stórþjóðanna og nú væri ekki annað að gera en að Írar kysu aftur og kysu þá rétt!
Nýr lýðræðisskilningur
Evrópusambandið hefur á undanförnum árum innleitt nýjan og afar vafasaman skilning á lýðræði þar sem litið er á almennar kosningar almennings sem leið til að þvinga fram ákveðna og fyrirframgefna niðurstöðu.
Þannig töluðu talsmenn ESB blygðunarlaust um það sem smáholu í veginum þegar Frakkar og Hollendingar höfnuðu efnisatriðum Lissabonsáttmálans í stjórnarskrárkosningum árið 2005. Niðurstaðan varð því ekki sú að taka mið af afstöðu almennings og sveigja af leið. Þess í stað var komið í veg fyrir að fleiri þjóðir álfunnar fengju að lýsa afstöðu sinni og sömu ákvæði innleidd með nýju nafni. Sú innleiðing heitir Lissabonsamningur og um hann skal ekki kosið í Evrópulöndunum enda vitað að hann yrði víða felldur.
Þannig er stefna ESB skýr og vilji almennings getur aldrei orðið til annars en trafala en aldrei breytt þeirri stefnu. Enda svo um hnúta búið í málatilbúnaði ESB að alltaf er hægt að saka almenning um skilningsleysi. Raunar skilur enginn til fulls þá doðranta sem samband þetta sendir frá sér og síst þeir sem berjast af mestri ákefð fyrir frama ESB. Þar ræður trú en ekki skilningur. Því er talið rétt og skylt að almenningur kjósi aftur og aftur þar til hann sér ljósið og kýs rétt.
Leiðarahöfundur Fréttablaðsins túlkar atburði í ljósi þessa rétttrúnaðar og segir að auðvitað verði Brusselvaldið nú að leggja sig betur fram um að sannfæra almenning til þess að slys eins og það sem varð í Írlandi endurtaki sig ekki. Hjá rétttrúuðum er auðvitað útilokað að sveigja eigi stjórnarstofnanir að vilja almennings eða að niðurstöður kosninga ráði einhverju. Það er almenningur sem á að trúa og hlýða.
Sænska leiðin og írska fullveldið
Sænska leiðin inn í ESB er reyndar afar gott dæmi um þá lýðræðisást sem ESB-sinnar bera. Þar í landi barðist minnihlutinn fyrir aðild um langt árabil og náði þeirri einstöku stöðu að efna til kosninga á því augnabliki í þjóðmálaumræðunni að þá var meirihluti fyrir aðild.
Síðan þá hefur staðan oftast verið sem áður meirihlutinn er andvígur aðild þjóðarinnar að ESB en fær sig hvergi hrært. ESB er ekki klúbbur sem þjóðir ganga í og úr af léttúð heldur endanlegur og lokaður félagsskapur sem engin dæmi eru um að þjóð komist út úr og til fyrra fullveldis. Og þetta er leiðin sem íslensku ESB-sinnarnir vilja leiða þjóð sína. Enginn þeirra hefur svarað því hversu oft yrði kosið á Íslandi.
Það gætu að vísu verið nýir tímar framundan, þökk sé skýrum ákvæðum írsku stjórnarskrárinnar um fullveldisafsal. Ástæða þess að kosið var um Lissabonsáttmálann á Írlandi eru skýr ákvæði stjórnarskrárinnar þar í landi um að fullveldisafsal geti ekki farið fram nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fari svo að Írar reynist staðfastir í sinni afstöðu er eina leið Brusselvaldsins að vísa þessum frændum okkar út úr klúbbnum. Samrunaferli sem miðar að evrópsku stórríki getur vitaskuld ekki orðið ef ein þjóð beitir neitunarvaldi sínu sem hefur verið virt innan ESB.
En þetta voru líka síðustu forvöð því Lissabonsamningurinn ógildir um aldur og ævi neitunarvald einstakra þjóða. Og inn í slíkt Evrópusamband eiga engar smáþjóðir erindi.
Bjarni Harðarson,
þingmaður Framsóknarflokksins
(Birtist áður í Morgunblaðinu 21. júní 2008)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 20
- Sl. sólarhring: 299
- Sl. viku: 2122
- Frá upphafi: 1187903
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 1897
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.