Leita í fréttum mbl.is

FUNDUR: Hvert stefnir Evrópusambandið?

nigel-farageHvert stefnir Evrópusambandið? Hvað verður um Lissabon-sáttmálann? Hvers vegna ættu Íslendingar ekki að sækja um aðild að sambandinu?

Í hádeginu nk. fimmtudag þann 21. ágúst mun einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands Nigel Farage, sem hefur um árabil verið áberandi í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa Evrópusambandið, flytja opinn fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Hringbraut. Fyrirlesturinn er á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Nigel Farage hefur verið leiðtogi breska stjórnmálaflokksins UK Independence Party síðan 2006 og hefur setið á þingi Evrópusambandsins sem fulltrúi hans síðan 1999. Hann var áður virkur í starfi breska Íhaldsflokksins en sagði skilið við hann 1992 þegar John Major, þáverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Breta, undirritaði Maastrich-sáttmálann. Árið eftir tók hann þátt í stofnun UK Independence Party, en flokkurinn náði góðum árangri í kosningum til Evrópusambandsþingsins árið
2004 og kom næst á eftir Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í fjölda fulltrúa.

Farage mun koma víða við í umfjöllun sinni um Evrópumálin og m.a. fjalla um það hvert Evrópusambandið stefnir, hvernig haldið er á málum innan þess, Lissabon-sáttmálann sem írskir kjósendur höfnuðu fyrr í sumar og evruna og efnahagsmálin svo eitthvað sé nefnt. Eftir erindi hans mun verða opnað á fyrirspurnir.

Heimssýn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 106
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 2515
  • Frá upphafi: 1165889

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 2184
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband