Leita í fréttum mbl.is

Ávísun á skerđingu fullveldis

ingvar gislasonÉg er andvígur ţví ađ Ísland gerist ađili ađ Evrópusambandinu. Andstađa mín er reist á ýmsum rökum, en tvennt vegur ţyngst, sem ţó er eitt og hiđ sama, ţ.e. ađ ađild ađ ríkjasambandinu felur í sér fullveldisafsal í ríkum mćli og hitt sem augljóst er, ađ pólitísk umbreyting fylgir í kjölfariđ. Ađild ađ slíku ríkjasambandi breytir til muna hlutverki og verksviđi stjórnmálanna. Í ţví sambandi bendi ég á ađ fullveldisafsaliđ fćrir ekki ađeins framkvćmdavaldsathafnir úr landi — sem er nógu slćmt, heldur flyst lagasetningarvaldiđ ađ stórum hluta frá ađildarlandinu. Alţingi verđur móttakandi fyrir ađsenda löggjöf og lćtur sem ţađ stundi löggjafarstarf. Ţá er á ţađ ađ minna enn frekar, sem er veigamesta atriđi alls ţessa máls.

Ef Ísland gerist ađili ađ Evrópusambandinu, ţá er Ísland ekki fullvalda ríki nema ađ nafninu til. Leiđum hugann ađ ţeim mun sem er á ţví ađ land er fullvalda ţjóđríki og hluti af ríkjasambandi. Hver getur haldiđ ţví fram ađ ţađ skipti engu máli stjórnskipulega og stjórnmálalega ađ breyta ríki sínu úr sjálfstćđu og fullvalda landi í ţađ ađ vera ríkishluti sambandsríkjaheildar?

Leikur ađ fjöreggi sjálfstćđis
Útgangspunktur minn er sá ađ Lýđveldiđ Ísland er fullvalda ríki og hefur sem slíkt óskert yfirráđ yfir landi sínu, landhelgi hvers konar og efnahagslögsögu og deilir ţessum pólitísku gćđum ekki međ neinum. Lýđveldiđ Ísland rćđur vitaskuld yfir ţrígreindu ríkisvaldi, löggjafarvaldi, framkvćmdavaldi og dómsvaldi. Međ ţví ađ gerast ađili ađ ríkjasambandi verđur ţađ óhjákvćmilega ađ afsala ţessum pólitísku gćđum og fullveldistáknum ađ meira eđa minna leyti til alríkisins, hins yfirţjóđlega valds. Ţessa kvöđ segja sambandsríkissinnar ađ megi forsvara međ ţeirri ţversagnarkenndu lýsingu ađ kalla fullveldiđ „sameign" innan ríkjasambandsins. Slíkt er firra.

Ţessi sameignarkenning er eitt töfrabragđiđ af mörgum, ţegar reynt er ađ réttlćta afsal og framsal fullveldisréttar sem skiptimynt fyrir viđskipta- og kaupsýslumál í sínum óteljandi myndum. Svo langt er gengiđ ađ fullveldisafsöl eru sögđ "ekkert mál". Varaformađur Framsóknarflokksins, Valgerđur Sverrisdóttir, sem ég vonađi fyrir nokkrum árum ađ yrđi formađur flokksins, segir í viđtali viđ 24 stundir 20. ţ.m. um ótta manna viđ valdaafsal sem fylgir ađild ađ ESB, ađ slíkt sé „auđvelt ađ hrekja". Hvernig getur reyndur og vel vitiborinn stjórnmálamađur tekiđ sér ţessa vitleysu í munn? Ég hélt ađ fullyrđing af ţessu tagi heyrđi sögunni til.

Allir opinskáir og pukurslausir bođberar og málsvarar ţess ađ ţjóđir gerist ađilar ađ ESB, viđurkenna ađ ađild skerđir fullveldi ađildarríkja, felur í sér afsal fullveldis í stórum stíl til alríkisstjórnar, hins yfirţjóđlega valds. Ekki veit ég annađ en ađ Framsóknarflokkurinn hafi ályktađ svo, ađ breyta ţurfi stjórnarskrá ef Ísland gengur í ESB. Af hverju ţarf ađ breyta stjórnarskrá lýđveldisins? Ađ sjálfsögđu vegna ţess ađ innganga í bandalagiđ, ađ stjórnarskrá óbreyttri, vćri stjórnarskrárbrot. Í öllu ţessu ESB-máli erum viđ ađ leika međ fjöregg sjálfstćđis og fullveldis.

Framsóknarflokkur á villigötum
Nú kemst ég ekki hjá ţví ađ víkja orđum ađ Framsóknarflokknum. Um ţessar mundir eru 64 ár síđan ég, 18 ára menntaskólanemi á Akureyri, ákvađ ađ gerast framsóknarmađur, leggja Framsóknarflokknum liđ. Ţađ heit efndi ég rćkilega eins og margir vita. Ég lét mig ekki muna um ađ vera opinber talsmađur og málsvari flokksins í u.ţ.b. 40 ár. Ég ţekki ţví allbćrilega sögu flokks míns, viđhorf og stefnumál, ţróun og ađlögunarvandamál á mesta breytingaskeiđi Íslandssögunnar.

Rými ţessarar blađagreinar leyfir ekki ađ ég reki alla ţá sögu. Ég minni ţó á ađ Framsóknarflokkurinn er elsti starfandi flokkur landsins, stofnađur fyrir fullum 90 árum. Ef svo skyldi vera ađ hann láti nokkuđ á sjá (ţađ sést a.m.k. á kjörfylgi hans), ţá kann ţađ ađ eiga sínar skýringar. Ţćr lćt ég liggja milli hluta. Og ţó!

Ţví miđur er svo komiđ, ađ um ýmsa hluti ţekki ég ekki flokkinn minn sem minn flokk. Ég sé ekki alveg fyrir mér baklandiđ og kjörfylgiđ. Hitt ţykir mér verra ađ ýmsir áberandi forustumenn í flokknum hafa lagt sig fram um ađ gera sjálfa sig ađ helstu hvatamönnum ţess ađ Ísland gerist ađili ađ Evrópusambandinu. Í ţessu framferđi sé ég mesta breytingu á Framsóknarflokknum á öllu margumtöluđu breytingaskeiđi 20. og 21. aldar. Og hvađ er ţađ sem rekur ţetta fólk til ţess ađ gerast eftirrekstrarmenn í ţessu umdeilda máli?

Jú, svariđ felst ađ miklu leyti í orđrćđu og ályktun miđstjórnarfundar sl. vor, ţar sem ţađ var kallađ „skylda stjórnmálamanna" ađ svara kalli almennings og atvinnuveganna hver „stađa Íslands í Evrópu" skuli vera. Ekki hef ég orđiđ var viđ kall eđa kröfugöngur af hálfu almennings um ţetta mál. Hitt kann ađ vera rétt ađ fésýslumenn í útrásarhug telji ţađ skyldu stjórnmálamanna ađ auđvelda ţeim kaupskap sinn á alţjóđavettvangi, sem ţó sýnast lítil höft á. Umrćdda ályktun miđstjórnar (sem líklega var hugsuđ sem e.k. málamiđlun) nota áróđursmenn ESB-ađildar innan flokksins sem viđspyrnu í útbreiđslustarfsemi sinni, gilda heimild til bođunar fagnađarerindisins um „stöđu Íslands í Evrópu". Ţessi málafylgja er ekki ađ mínu skapi. Hún er á skjön viđ ţjóđhyggju Framsóknarflokksins.

Ingvar Gíslason,
fyrrverandi ráđherra og alţingismađur Framsóknarflokksins

(Birtist áđur í Fréttablađinu 5. október 2008)

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 1116246

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 617
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband