Leita í fréttum mbl.is

Áfram fyrir land og þjóð

kristinn h gunnarssonMorgunblaðið slæst í för með utanríkisráðherra í leiðara blaðsins í gær og heldur því að lesendum sínum að annaðhvort verði Íslendingar að ganga í Evrópusambandið eða að hverfa aftur til fortíðar. Annaðhvort sæki landsmenn fram með frjálsum viðskiptum eða pakki í vörn í ástandi sem var fyrir daga EES-samningsins. Þetta er röng lýsing á stöðunni og valkostum þjóðarinnar. Eðlileg viðbrögð við fjármálakreppunni og gjaldþroti viðskiptabankanna eru að setja frekari reglur um frjáls viðskipti og fjárfestingar og taka fyrir þann leka á löggjöf Íslands sem gerði fjárglæframönnum kleift að velta eigin skuldbindingum á herðar þjóðarinnar.

Það þarf að taka upp frelsi með ábyrgð. Slíkt skref er áfram en ekki aftur á bak. Það er hins vegar í mínum huga afturhvarf til fortíðar að opna fiskveiðilögsögu landsins fyrir erlendum fiskiskipum, svo sem breskum og fela Evrópusambandinu meira og minna yfirráð og stjórnun fiskveiðiauðlindar íslensku þjóðarinnar. Aðild að Evrópusambandinu felur þetta í sér, stórt skref til fortíðar. Við skulum halda áfram á eigin forsendum fyrir land og þjóð.

Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins

(Birtist áður í Morgunblaðinu 15. október 2008)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 41
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 1976
  • Frá upphafi: 1184383

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1703
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband