Leita í fréttum mbl.is

Mikið meiri áhugi var fyrir aðildarviðræðum við ESB árið 2002

Ný skoðanakönnun, sem Gallup gerði fyrir nokkra Evrópusambandssinna í Framsóknarflokknum um Evrópumálin, er um margt athyglisverð. Það sem mest kemur á óvart er að það skuli ekki fleiri vera hlynntir aðild að Evrópusambandinu nú en oft áður (rétt er að geta þess að á liðnum árum hefur oftast nær verið mjög mjótt á mununum í skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar). Nú segjast tæp 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fara skuli í aðildarviðræður við sambandið en þegar Íslendingar stóðu síðast frammi fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu í byrjun árs 2002 vildu heil 91% aðspurðra hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt könnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, ekki bara halda þjóðaratkvæði um það hvort hefja ætti slíkar viðræður heldur beinlínis hefja þær. Skoðanakönnun Gallup nú getur því engan veginn talizt til einhverra tímamóta þó það henti vafalaust pólitískum hagsmunum einhverra að halda öðru fram.

Nokkuð fleiri voru hlynntir aðild að Evrópusambandinu í byrjun árs 2002 eða 52% á móti tæpum 49% nú. Þá voru 25% andvíg á móti 27% nú. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu eru 64% hlynnt aðild nú en voru 65% í byrjun árs 2002. Staðan nú er því mjög svipuð og fyrir sex og hálfu ári síðan en þó er ekki hægt að túlka niðurstöðurnar öðruvísi en svo að stemningin fyrir Evrópusambandinu hafi verið mun meiri í byrjun árs 2002 en hún er nú ef marka má þessar tvær kannanir sem framkvæmdar voru af sama aðila og í báðum tilfellum fyrir aðila sem hlynntir eru aðild að sambandinu. Þess má geta að í skoðanakönnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins í byrjun árs 2003 hafði staðan algerlega snúist við. Hvernig verður staðan í könnunum eftir ár?

Annað sem vekur athygli er að meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins er andvígur aðild að Evrópusambandinu ef marka má skoðanakönnun Gallup nú eða rúm 42% gegn tæpum 36%. Ef aðeins er miðað við þá sem tóku afstöðu eru 54% andvíg aðild en 46% henni hlynnt. Mjótt á mununum á meðal kjósenda annarra flokka að undanskyldri Samfylkingunni og greinilega mjög skiptar skoðanir. Athygli vekur þó að svo virðist sem ekki hafi verið könnuð afstaða kjósenda Frjálslynda flokksins hvað sem því veldur.

Hjörtur J. Guðmundsson

(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)


mbl.is 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 848
  • Frá upphafi: 1117740

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband