Leita í fréttum mbl.is

Endurskoða þarf ESB

hjortur jFréttavefur Morgunblaðsins greindi frá því á dögunum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefði kallað eftir því á Alþingi að endurskoða þyrfti Evrópusambandið. Það er alveg ljóst að Ingibjörg hefur hér algerlega á réttu að standa, það hefur um árabil verið mikil þörf á því að taka sambandið til endurskoðunar. Svo vill nefnilega til að endurskoðendur Evrópusambandsins hafa í 13 ár samfellt, eða allar götur síðan 1995, harðneitað að staðfesta bókhald sambandsins vegna þess að vinnubrögðin við það hafa verið langt frá því að vera ásættanleg. Bókhaldið hefur verið uppfullt af alls kyns rugli og misfærslum ár eftir ár. Ekki hefur verið vitað fyrir víst í hvað mikill meirihluti útgjalda Evrópusambandsins hefur farið en um stjarnfræðilegar upphæðir er að ræða sem teknar eru úr vösum skattgreiðenda í aðildarríkjum sambandsins. Þegar liggur fyrir að niðurstaðan í ár verði sú sama og síðustu ár þegar hún verður gerð opinber síðar í þessum mánuði (nóvember).

Áður en þetta mál varð opinbert í byrjun árs 2002 höfðu ráðamenn Evrópusambandsins reynt allt til þess að sópa því undir teppið og koma í veg fyrir að almenningur kæmist á snoðir um það. Þá hafði þessi bókhaldsóreiða sambandsins fengið að ganga samfellt í 7 ár án þess að neitt væri gert í því. Þáverandi yfirmaður endurskoðendasviðs Evrópusambandsins, Marta Andreasen sem var fyrsta manneskjan til gegna embættinu með menntun til þess, reyndi að benda yfirmönnum sínum í framkvæmdastjórn sambandsins á að þetta gengi ekki, þetta yrði að laga, en talaði fyrir algerlega daufum eyrum. Eftir að hafa komið alls staðar að lokuðum dyrum hjá forystumönnum Evrópusambandsins fór Andreasen loks með málið í fjölmiðla. Í framhaldinu var henni vikið úr starfi og er enn þann dag í dag eina manneskjan sem hefur þurft að taka pokann sinn vegna málsins.

Hér er á ferðinni ein hlið Evrópumálanna sem full ástæða er til þess að ræða enda varðar hún algert grundvallaratriði. Ef forystumenn Evrópusambandsins geta ekki einu sinni haft bókhald sambandsins nokkurn veginn í lagi, hvernig í ósköpunum ætti fólk þá að geta treyst þeim fyrir svo fjölmörgu öðru mikilvægu?

Hjörtur J. Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 204
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2573
  • Frá upphafi: 1165201

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband