Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Geir Haarde áréttar andstöðu við ESB-aðild í norskum fjölmiðlum

Í viðtali við norska ríkisútvarpið 26. janúar sl. áréttaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að það væri ekki á dagskrá hjá íslenskum stjórnvöldum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sagði Geir ennfremur að engin áform væru uppi um breytingar á þeirri afstöðu í fyrirsjáanlegri framtíð.

Heimild:
Ny Europadebatt på Island (Nrk.no 26/01/08)


Thorbjørn Jagland gefur Evrópusambandsaðild upp á bátinn

jagland_410856Frá því var greint í norskum fjölmiðlum um áramótin að Thorbjørn Jagland, fyrrum utanríkis- og forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins og núverandi forseti norska Stórþingsins, væri að sögn búinn að gefa upp alla von um Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið, a.m.k. ekki í náinni framtíð. Ástæðuna sagði hann vera þá að Norðmenn hefðu það einfaldlega of gott utan sambandsins. Hann lagði þó áherslu á að hann hefði sjálfur alls ekki skipt um skoðun í málinu. Þetta þykja stórar fréttir í Noregi, enda hefur Jagland lengi verið helsti leiðtogi norskra Evrópusambandssinna.

Yfirlýsing Jaglands er hins vegar í fullu samræmi við ummæli annars af forystumönnum norskra Evrópusambandssinna, forsætisráðherrans Jens Stoltenbergs, sem viðurkenndi í samtali við breska dagblaðið Sunday Telegraph í mars á síðasta ári að Norðmenn stæðu með pálmann í höndunum vegna þess að þeir kusu í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum 1972 og 1994 að standa utan Evrópusambandsins. Efnahagslífið væri sterkt, hagvöxtur mikill og atvinnuleysi lítið auk þess sem þeir hefðu bjargað norskum sjávarútvegi. Fyrir vikið sæi hann ekki fyrir sér að kosið yrði á ný um Evrópusambandsaðild í Noregi, málið hefði einfaldlega verið afgreitt.

Skoðanakannanir í Noregi hafa sýnt stöðugan meirihluta Norðmanna andvígan Evrópusambandsaðild síðan fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins var hafnað af Frökkum og Hollendingum í byrjun sumars 2005. Núverandi ríkisstjórn miðju- og vinstriflokka í Noregi hefur aðild að sambandinu ekki á stefnuskrá sinni frekar en aðrar ríkisstjórnir sl. 13 ár og nær útilokað er talið að ríkisstjórn hlynnt aðild geti komist til valda í Noregi þar sem þeir tveir stjórnmálaflokkar sem hlynntir eru aðild, Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn, geta ekki unnið saman.

Leiðtogi Hægriflokksins, Erna Solberg, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum sínum með yfirlýsingu Jaglands. 

Heimildir:
Jagland gir opp å få Norge inn i EU (Bt.no 27/12/07)
Gir opp å få Norge inn i EU (Nationen.no 27/12/07)
Jagland gir opp å få Norge inn i EU (Aftenposten.no 27/12/07)
Erna er skuffet (Bt.no 27/12/07)
Jens gir opp EU-kampen (Vg.no 25/03/07)
Norwegians 'content' with life outside EU (Telegraph.co.uk 25/03/07)

Ítarefni:
Er líklegt að Noregur gangi í ESB?
Myndi EES-samningurinn líða undir lok ef Norðmenn gengju í ESB?


Virtur franskur banki varar við ójafnvægi innan evrusvæðisins

"Í nýrri skýrslu frá franska bankanum BNP Paribas er varað við vaxandi spennu innan evrusvæðisins á milli norður- og suðurhluta þess. Í skýrslunni segir m.a. að slakt efnahagsástand í suðurhluta evrusvæðisins undanfarinn áratug hafi gert það að verkum að hann sé ekki samkeppnishæfur við norðurhlutann.

Uppsveifla á húsnæðismörkuðum vegna lágra stýrivaxta hafi til þessa falið vandann en fyrir vikið hafi vandamálin hrannast upp. Ertu Spánn og Ítalía sérstaklega nefnd í þessu sambandi. Frá þessu var greint í breska dagblaðinu Daily Telegraph í gær.

„Þó hægt sé að fela spennuna í efnahagsuppsveiflu mun hún leita upp á yfirborðið í niðursveiflu. Það er engin tilviljun að öll misheppnuð myntbandalög hafa verið lögð niður á tímum spennu í efnahagslífinu,” segir í skýrslunni sem ber heitið 'EMU Concerns'.

Bankinn segir að miðstýrt peningamálakerfi evrusvæðisins sé ótraust í grundvallaratriðum en gekk ekki svo langt að spá því að svæðið myndi líða undir lok. Peningamálastefna evrusvæðinsins gæti ekki leyst úr málum eins og staðan væri nú og myndi aðeins gera þau erfiðari viðfangs.

„Því meira sem hagkerfin þróast í mismunandi áttir, því óhagstæðari verður peningamálstefnan. Það sem kann að vera of þröngt fyrir suma kann að vera of vítt fyrir aðra innan Myntbandalags Evrópu sem aftur leiðir til þess að mismunurinn á milli hagkerfa eykst enn meira,” segir ennfremur í skýrslunni.

Fram kemur í frétt Daily Telegraph að enginn banki á evrusvæðinu hafi spáð endalokum evrusvæðisins en hins vegar hafi bankar utan þess velt þeim möguleika fyrir sér t.a.m. breski bankinn HSBC og bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley."

Heimildir:
Jafnvægi evrusvæðisins ógnað? (Vb.is 09/01/08)
Spain and Italy threaten EMU stability (Telegraph.co.uk 09/01/08)

Annað:
Markets 'too complacent about break-up of eurozone' (Telegraph.co.uk 20/04/05)
Ditching euro 'could benefit Italy' (Telegraph.co.uk 12/07/05)
BNP Paribas


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 89
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 1927
  • Frá upphafi: 1187154

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 1695
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband