Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Spægipysluleiðin inn í ESB

Aðlögunarferlið inn í Evrópusambandið er varðað yfirlýsingum um góðan gagnkvæman vilja umsóknarríkis og Evrópusambandsins ljúka ferlinu. Þingmannanefndin frá Evrópusambandinu sem kom hingað á þriðjudag og fer í dag ætlaði að fá íslenska þingnefnd til að skrifa upp á yfirlýsingu um að viðræðurnar gangi vel, aðilar séu sammála um næstu skref og svo framvegis.

Yfirlýsingar af þessu tagi mynda smátt og smátt pólitískan veruleika sem stjórnsýslan fyllir út í með breytingar á íslenskum lögum og reglugerðum til samræmis við regluverk Evrópusambandsins.

Deilan um Icesave dregur fram að á bakvið hannaðan pólitískan veruleika eru grjótharðir hagsmunir Evrópuríkja sem munu bryðja íslenska hagsmuni mélinu smærra ef helför Jóhönnustjórnarinnar með lýðveldið til Brussel verður ekki stöðvuð í tíma.

Ef ekki hefði verið fyrir árvekni Evrópuvaktarinnar hefðu drög að yfirlýsingu fundar íslensku þingmannanna og þeirra frá Brussel verið samþykkt.

Spægipylsuleiðin inn í Evrópusambandið er heldur áfram uns umsóknin verður dregin tilbaka.


mbl.is Icesave tengt ESB-aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið tekið úr sambandi 2009

Tvær alþingiskosningar í röð, árin 2003 og 2007, var Samfylkingin með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Í kosningabaráttunni í bæði skiptin dró flokkurinn í land enda fyrirséð að ekki var meirihluti fyrir aðildarumsókn.

Lýðræðið virkaði í kosningunum 2003 og 2007 með því að stórmál, umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var dregið tilbaka þegar ljóst var að þjóðin vildi ekki aðild.

Í þingkosningunum 2009 var Samfylkingin enn með umsókn á dagskrá. Út á eindregna Evrópustefnu fékk flokkurinn 29 prósent atvæðanna. Í stað þess að virða lýðræðislegar leikreglur og leggja aðildarumsókn á hilluna ákvað forysta Samfylkingarinnar að kúga valdaþyrsta Vinstri græna til að samþykkja aðildarumsókn. Samfylkingin neitaði að ganga til stjórnarsamstarfs fyrr en Vinstri grænir létu undan sem þeir og gerðu og sviku þar með yfirlýst loforð gagnvart kjósendum.

Vegna yfirgangs Samfylkingarinnar og aumingjaháttar Vinstri grænna vorið 2009 er ríkisstjórn þessara flokka í andarslitrunum tveim árum seinna. 

Stjórnmálaflokkar sem svína á lýðræðinu komast fyrr heldur en seinna að því fullkeyptu.

(Tekið héðan.)


Sauðirnir sem vilja viðræður án aðildar

Aðildarsinnar á Íslandi berjast nú með kjafti og klóm fyrir viðræðum við Evrópusambandið. Aðildin sjálf er aukaatriði málsins en viðræðurnar aðalatriðið. Grímur Atlason segir þá míga í sauðskinnskó sem ekki vilja viðræður og Egill Helga tekur undir forheimskuna.

Málflutningur félaganna er þessi: Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu eiga að fallast á aðildarviðræður af því að aðildarsinnar vita ekki hvað Evrópusambandið er fyrr en aðildarsamningur liggur fyrir.

Ef andstæðingar aðildar míga í sauðskinnskó hljóta skórnir að vera úr aðildarsauðum.


Fullveldisflokkarnir þrír gegn Brusselvaldinu

Þrír stjórnmálaflokkar gangast undir próf í dag í Þjóðmenningarhúsinu. Fulltrúar flokkanna hitta þar fyrir þingmannanefnd Evrópusambandsins sem er í heimsókn hér á landi til að meta stöðu umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Á fundi í gær hitti þingmannanefndin fulltrúa Heimssýnar. Á þeim fundi var nefndinni sagt að þrír af fjórum starfandi stjórnmálaflokknum á Íslandi væru með þá yfirlýstu stefnu að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandisns. Jafnframt sagði fulltrúi Heimssýnar að sameiginlegt verkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Íslands væri að hætta viðræðum í bróðerni.

Formaður þingmannanefndarinnar, Pat Gallagher, sagðist á fundinum í gær hafa fullvissu fyrir því frá íslenskum stjórnvöldum að viðræðunum yrði haldið áfram. Eflaust kemur sú fullvissa frá utanríkisráðuneyti Össurar Skarphéðinssonar.

Þegar þingmannanefndin frá Brussel hitti íslenska þingmenn í dag verður samþykkt yfirlýsing, að sögn Evrópuvaktarinnar. Ef neikvæð afstaða Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur ekki fram í yfirlýsingunni eru þingmenn viðkomandi flokka að svíkjast um.

Eftirfarandi íslenskir þingmenn eru í íslensku þingmannanefndinni

Árni Þór Sigurðsson, Valgerður Bjarnadóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólöf Nordal, Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.


Lýðræði og evra fara ekki vel saman

Opin lýðræðisleg umræða um efnahagsaðgerðir er ekki í þágu Evrópusambandsins og evrusvæðisins, sagði Jean-Claude Juncker forseti Eurogroup á ráðstefnu um helgina. Í Eurogroup sitja fjármálaráðherrar þeirra 17 ESB-landa sem hafa evru sem lögeyri.

Juncker lét þessi orð falla á fundi með Evrópuhreyfingunnií Brussel en hreyfingin berst fyrir auknum samruna þjóða Evrópusambandsins.

Efnahagsmál evru-ríkjanna eiga ekki að vera rædd fyrir opnum tjöldum þar sem markaðir gætu mistúlkað umræðuna, sagði Juncker.

 

 


255 mannár að þýða löggjöf ESB

Frétt í RÚV segir að vegna aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu verði að þýða laga- og regluverk sambandsins. Það muni taka 85 manns þrjú ár að þýða textann frá Brussel, en það gera 255 mannár.

Í gegnum EES-samninginn hefur Ísland tekið upp innan við tíu prósent af lagaverki Evrópusambandsins.

ESB-umsókn Íslands nýtur stuðnings eins stjórnmálaflokks, Samfylkingar, en aðrir stjórnmálaflokkar eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild.

Væri ekki nær lagi að þýða eitthvað af heimsbókmenntunum yfir á íslensku en láta Brussel-textann rykfalla?


Flokkur Össurar og Björgvins G. snýst gegn ESB

Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson eru félagar í Verkamannaflokknum í Bretalandi, að eigin sögn. Undir forystu Tony Blair varð Verkamannaflokkurinn Evrópusambandssinnaður. Samverkamenn Blair, t.d. Peter Mandelson, tölu þess skammt að bíða að flokkurinn beitti sér fyrir upptöku evru í stað pundsins. Leiðtogar Verkamannaflokksins stíga nú hver á fætur öðrum á stokk og gagnrýna Evrópusambandið.

Aðalstjórnmálaskýrandi Telegraph, Peter Oborne, telur ótvíræð ummerki um viðsnúning á Evrópustefnu Verkamannaflokksins. Hann tilfærir dæmi um hvöss skeyti skuggaráðherra Ed Millibands, formanns Verkamannflokksins, á framferði Brusselvaldsins. Talsmenn Verkamannaflokksins segja Breta eiga ekki að taka þátt í björgunarpakka fyrir Portúgal, það sé mál hinna 17 evru-ríkja að fást við þann vanda. Hörð gagnrýni er á tillögur um 4,9 prósent hækkun fjárlaga Evrópusambandsins.

Báknið í Brussel þenst út og lýtur eigin lögmálum. Frétt í Handelsblatt segir að þeim svæðum fækkar í Evrópusambandinu sem eiga kröfu á þróunarstyrkjum. Svæði  með þjóðframleiðslu undir 75 prósent af ESB-meðaltali eiga rétt á þróunarstyrkjum. Svæðum sem svo háttar til um fækkar úr 84 í 68. Í stað þess að lækka útgjöld framkvæmdastjórnarinnar í Brussel, og þar með lækka framlög aðildarríkja, hyggst framvkæmdastjórnin búa til nýja skilgreiningu. Þau svæði sem þar sem tekjur á mann eru á bilinu 75 - 95 prósent af meðaltali ESB fá stuðning samkvæmt nýju skilgreiningunni.

Evrópusambandið vex að umfangi þótt stuðningur við sambandið minnki meðal aðildarþjóða. 

Í Bretlandi hefur Íhaldsflokkurinn einn verið um andstöðu við sífelldan vöxt Evrópusambandsins. Þegar Verkamannaflokkurinn skipar sér við hlið Íhaldsflokksins í gagnrýni á Evrópusambandið ætti öllum að vera ljóst hvert stefnir með afstöðu Breta til sambandsins.

Félagar breska Verkamannaflokksins á Íslandi geta ekki lokað augunum fyrir þróun mála í eyríkinu við strendur meginlandsins.

(Tekið héðan.)


Íslenskt frjálslyndi og stjórnlyndi ESB

Frjálslyndi eru einkunnarorð margra aðildarsinna á Íslandi, t.d. Samfylkingarinnar, Siv Friðleifsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar í Framsóknarflokknum að ekki sé talað um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í Sjálfstæðisflokknum.

Mótsögnin er sú að frjálslyndu íslensku stjórnmálamennirnir vilja inn í stjórnlynt Evrópusamband sem er háborg skrifræðis á veraldarvísu og sér ekki fyrir endann á vexti báknsins.

Stjórnlyndi Evrópusambandsins býður aftur á móti upp á marga kosti fyrir fégíruga stjórnmálamenn. Embættismenn í Brussel  fá hæstu laun sem þekkjast í Evrópu. Samkvæmt Telegrapheru rúmlega eitt þúsund embættismenn í höfuðborg ESB með hærri laun en David Cameron forsætisráðherra Bretlands.

Feit embætti í Brussel eru skipuð stjórnmálamönnum aðildarríkja. Ný ríki fá úthlutað kvóta embætta sem eru verðlaunin sem aðildarsinnar sækjast mest eftir - jafn frjálslyndir og þeir annars eru.

 


mbl.is ESB vill að framlög aukist um 4,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í viðskiptastríð við Bandaríkin

Ísland gæti lent í viðskiptastríði við Bandaríkin vegna hagsmuna iðnríkja Evrópu. Yrði Ísland aðili að Evrópusambandinu fæli það í sér að við yrðum að tolla vörur frá ríkjum utan ESB samkvæmt tilskipun frá Brussel. Viðskiptastríð milli ríkja eru stundum háð með tollvernd.

Á mörgum sviðum er hörð samkeppni milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, til dæmis í flugvélaiðnaði og bílaframleiðslu. Ísland á engra hagsmuna að gæta í þeirri samkeppni en gæti orðið þátttakandi ef við álpuðumst inn í sambandið.

Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að Ísland myndi borga tolla beint til Evrópusambandsins - til að halda fram hagsmunum sem koma okkur sáralítið sem ekkert við.

 


Sannir Finnar afhjúpa ósanna ESB-elítu

Tæpur fimmtungur kjósenda í Finnlandi kaus flokk andstæðinga Evrópusambandselítunnar. Sannir Finnar vilja ekki greiða fyrir hagstjórnarmistök í framandi löndum eins og Portúgal, Írlandi og Grikklandi. Flokkurinn er jafnframt gagnrýninn á þátttöku Finna í evru-samstarfinu.

Sannir Finnar hafa það umfram valdakjarnann í Brussel að vera með lýðræðislegt umboð fyrir skoðanir sínar. Framkvæmdastjórnin í Brussel er hópur fólks sem telur sig vita betur um hagsmuni hins hversdagslega íbúa álfunnar. Framkvæmdastjórnin er betur launuð en stjórnmálamenn aðildarríkjanna enda Brussel eftirsóttur starfsvettvangur- og það vita bæði Össur og Siv.

Evran er pólitískt verkefni sem skortir hagfræðilega undirstöðu og almennan stuðning. Sannir Finnar afhjúpa hvorttveggja brauðfætur evrunnar og lygin sem ESB-elítan lifir í um að þjóna hagsmunum almennings.


mbl.is Þjóðarbandalagið sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 328
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 2430
  • Frá upphafi: 1188211

Annað

  • Innlit í dag: 310
  • Innlit sl. viku: 2188
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband