Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Fimmtudagur, 31. maí 2012
Jón Ormur: tveir kostir í evru-kreppu
Fjárlagasáttmáli ESB er gerður til að setja plástur á opið evru-sár og mun ekki endast lengi. Írski stjórnmálaskýrandinn og hagfræðingurinn David MacWilliams hvetur landa sína til að hafna sáttmálanum enda aðeins framlenging á hengingarsnörunni og gera illt verra.
Jón Ormur Halldórsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann stillir upp tveim meginkostum sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir. Gefum Jóni Ormi orðið
Um tvær leiðir er að velja. Önnur er sú að gefast upp á evrunni. Þótt þokkalega gengi að leysa urmul af tæknilegum og lagalegum hnútum yrði þetta án nokkurs vafa svo dýrt að heimskreppa hlytist af. Hún yrði ekki endilega langvarandi á heimsvísu en Evrópa yrði aldrei aftur stærsta efnahagssvæði jarðar. Efnalegt öryggisleysi í álfunni myndi líka án efa breyta henni í verri stað. Með því yrði heimurinn grárri og fátækari. Hin leiðin er að dýpka samrunann í Evrópu og tengja lönd evrusvæðisins svo sterkt saman að ekki verði aftur snúið. Þetta er tiltölulega einfalt tæknilega, svona miðað við annað, en afar erfitt pólitískt. Þetta krefst víðtæks og almenns trausts á milli landa. Það er einmitt það sem hefur þorrið í Evrópu að undanförnu.
Jón Ormur endurrómar sjónarmið alþjóðlegra álitsgjafa: annað tveggja gerist að evru-samstarfið leggst af eða hitt að Stór-Evrópa verði til og þjóðríkin valdalaus héröð í nýja ríkinu.
Í hvorugu tilfellinu ætti Ísland að koma nálægt Evrópusambandinu. Afturköllum ESB-umsóknina strax.
Kosið um fjárlagasáttmála á Írlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. maí 2012
ESB-umsókn er mistök alþingis
Þjóðin kaus sér ekki meirihluta á alþingi til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Án svika þingmanna Vinstri grænna hefði ekki verið meirihluti á alþingi fyrir umsókn.
Alþingi þarf sjálft að leiðrétta mistökin sem gerð voru 16. júlí 2009 þegar samþykkt var þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.
Þingmennirnir Atli Gíslason og Jón Bjarnason komast að kjarna málsins í þingsályktunartillögu um að alþingi feli ríkisstjórninni að afturkalla umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Vilja kalla aftur umsóknina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. maí 2012
Írar yfirtóku bankaskuldir vegna evru-aðildar
Írar yfirtóku skuldir einkabanka til að bjarga evrunni, viðurkennir Michael Martin leiðtogi Fianna Fail. Evru-svæðið riðaði til falls árið 2008 þegar Lehman-kreppan gekk yfir. Írland varð veðsetja skattfé til margra ára svo hægt væri að bjarga bönkunum.
Ísland ákvað að setja bankana í þrot og gat gert það þar sem landið stendur (enn) utan Evrópusambandsins og er ekki með evru.
Írar búa við seigdrepandi samdrátt í efnahagslífinu vegna þess að bankaskuldir kæfa vöxtinn. Um 15 prósent atvinnuleysi er á eyjunni grænu og framtíðarhorfur dökkar.
Mánudagur, 28. maí 2012
Paul Krugman: evran er ónýt
Evran er sjálfstæð orsök fyrir gjaldþroti Grikkja og sviðinni jörð jaðarhagkerfa Evrópusambandsins, segir Paul Krugman Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði í samtali við Martin Wolf hjá Financial Times
We return, inevitably, to the topic of the day. Would he conclude that the European currency union was a mistake? Yes, I think weve been asking, whose fault is this crisis? And I think it was basically fated, from the day the Maastricht Treaty was signed. Now, I think it might be rescuable with a higher inflation target, which is a poor second best to having a fiscal union. But no, the setup is fundamentally not workable.
Whats interesting is that the euro itself created the asymmetric shocks that are now destroying it [via the capital flows it engendered]. Not only have they created something incapable of dealing with shocks but the creation engendered the shocks that are destroying it.
Og hvers vegna í veröldinni ættu Íslendingar að taka upp gjaldmiðil sem reynslurökin sýna ótvírætt að leiði hörmungar yfir þjóðir?
Grikkir uppiskroppa með fé í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. maí 2012
Brotnir Grikkir, bilaðir Íslendingar
Um 80 prósent Grikkja vill halda í evruna þótt langvarandi kvöl og pína verði samfara. ESB-aðildin hefur drepið í dróma sjálfsbjörg Grikkja sem þora ekki fyrir sitt litla líf að standa á eigin fótum. Stórblöð í Evrópu vita að klukkan glymur afkomendum Sókratesar og Platón:
Die Welt: Cimmerzbank rät zur Vorbereitung für "Grexit"
Telegraph: Richard Ward said the London market had put in place a contingency plan to switch euro underwriting to multi-currency settlement if Greece abandoned the euro
Grikkjum verður hent út úr evrulandi öskrandi og emjandi. Í dyragættinni standa Jóhanna og Össur og biðja um inngöngu í rústirnar.
Hlægilegt.
Hertar innflytjendareglur ef evran hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. maí 2012
Eftirlæti ESB-sinna stendur í ljósum logum
Ríki utan evru-samstarfsins byggja upp viðbragðsáætlanir vegna yfirvofandi hruns evrunnar. Hér á Íslandi ráðast ESB-sinnar í auglýsingaherferð til að kynna kosti evrunnar.
Samtökin Já Ísland birtu auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem gefið er í skyn að það hefði verið mörgum milljónum hagstæðara að taka húsnæðislán í evrum en í verðtryggðum krónum.
Þetta er mjög villandi. Evrulánið hefði auðvitað stökkbreyst eins og öll önnur erlend lán hafa gert og hefði því verið mörgum milljónum óhagstæðara fyrir lántakann en verðtryggða krónu lánið.
Það er eftirtektarvert að Já Ísland telji sig þurfa að beita blekkingum til að sannfæra þjóðina um að ganga í ESB. Væri ekki nóg að benda einfaldlega á það sem er satt og rétt, að vextir voru lægri í ESB en á Íslandi. Enginn mælir á móti því. Við getum hins vegar deilt um hvort líklegt sé að við fáum þá lágu vexti í framtíðinni, ef gengið yrði í ESB.
Stóra villan í þessari auglýsingu Já Ísland samtakanna felst í því að krónulánið er verðbætt en evrulánið er sýnt í krónum og látið eins og krónur hafi ekkert fallið í verði. Þetta er kallað að bera saman epli og appelsínur.
Það gæti verið gagnlegra að skoða raunveruleg dæmi um hvernig þeim hefur reitt af sem tóku húsnæðislán í evrulandi. Eru þeir virkilega í betri stöðu en íslenskir lántakendur?
Saga frá Írlandi
Patrick og kærasta hans keyptu sér litla en fallega íbúð 2006 í miðbænum í Dublin á 1 milljónir evra (þá 80 m ISK). Þau fengu lán fyrir öllu kaupverðinu á 3% breytilegum vöxtum. Síðan hefur húsnæðisverð í Dublin lækkað um 50%. Þau skulda enn 900 þúsund EUR (nú 144 m ISK). Atvinnuleysi hefur farið úr 4% í 14% og þá eru ekki taldir þeir hundruðir þúsunda sem flutt hafa úr landi. Patrick var einn af þeim fjölmörgu sem misstu vinnuna. Kærastan var heppnari og slapp með 20% launalækkun. Þau hafa tapað 500 þús EUR (80 m ISK) Þau búa í evrulandi.
Saga frá Hollandi
Tom keypti sér lítið hús í Hollenskum smábæ á 500 þús. EUR (40 m ISK) árið 2006. Hann fékk lán fyrir 110% (550 þús EUR þá 44 m ISK) af kaupverðinu á 2% breytilegum vöxtum. Nú hefur húsið hans lækkað um 20% í 400 þús EUR (64 m ISK) en lánið er í 500 þús EUR (80 m ISK). Nú er talið útlit fyrir að fasteignaverð eigi eftir að lækka um 20% í viðbót á næstunni. Tom heldur samt vinnunni og hefur ekki tekið á sig launalækkun. Hann hefur "aðeins" tapað 100 þ EUR (8 m ISK). Tom býr í evrulandi.
Saga frá Íslandi (tölur úr auglýsingu Já Ísland)
Jón keypti íbúð árið 2006 á 40 milljónir kr. Fékk verðtryggt lán upp á 18.5 milljónir með 4,7% vöxtum.
Nú er húsið hans metið á 39 milljónir kr. Hann hefur tapað þar 1 milljón og eftirstöðvar lánsins hafa hækkað um 9 m ISK.
Hvað má álykta af þessum dæmum?
Útgjöld til húsnæðismála eru þungbær í Evrópu líka ekki bara á Íslandi. Það er villandi að draga upp einhverja sæluveröld eins og Já Ísland samtökin gera í sínum auglýsingum. Það verður að segja alla söguna.
Ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu og verið með evru (eins og Írland) þá hefði fasteignabólan hugsanlega risið enn hærra og fasteignaverð fallið meira, atvinnuleysi meira, við hefðum þurft að taka á okkur skuldir einkabankanna (ICESAVE) eins og Írarnir. Fasteignalánin væru þá eflaust ekki minna vandamál en þau eru í þessum löndum og eins og þau eru í dag.
Framtíðin skiptir máli
Nú glímir evruland við mjög stór vandamál og innra ójafnvægi sem ekki sér fyrir endann á. Lánakjör margra aðildarríkja myntbandalagsins eru nú orðin mjög slæm og mun verri en Íslands. Lánakjör til húsnæðiskaupa í framtíðinni munu fara fyrst og fremst eftir skuldastöðu hverar þjóðar. Ísland hefur miklar auðlindir og því mun meiri getu en flestar þjóðir til að greiða niður skuldir. En við verðum samt að sýna ráðdeild og læra af mistökum. Látum alls ekki glepjast af draumórum um að ESB geti leyst okkar vanda. Þeir þurfa meiri hjálp en við.
Spyr um viðbragðáætlun stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. maí 2012
Füle býður Íslandi 0,8 prósent áhrif
Stækkunarstjóri Evrópusambandsins skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Lykilsetning í greininni er eftirfarandi
Aðild að Evrópusambandinu er aðild að ákvarðanatöku þess.
Gott og vel, Füle, hvaða áhrif fær Ísland. Jú, atkvæði Íslands í leiðtogaráði ESB yrðu sambærileg við Möltu, sem hefur heil 3 atkvæði af 345 atkvæðum samtals eða 0,8 prósent áhrif.
Eftir að nýtt fyrirkomulag atkvæða verður innleitt í leiðtogaráðið mun áhrif smáríkja eins og Möltu minnka enn eða niður í 0,08 prósent.
Hér er tafla sem útskýrir atkvæðavægi allra þjóðanna sem mynda Evrópusambandið.
ESB vill skoða gjaldeyrishöftin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. maí 2012
ESB-umsóknin eyðileggur ríkisstjórnina
Æ betur sannast að ESB-umsóknin átti aldrei að vera send til Brussel. Umsóknin var á engan hátt nægilega undirbúin og leið fyrir algeran skort á samstöðu. Án svika þingmanna VG við kjósendur sína hefði umsóknin ekki notið meirihluta á alþingi.
VG er klofinn flokkur eftir 16. júlí 2009, missti þrjá þingmenn fyrir borð og ótölusettan fjölda trúnaðarmanna og enn fleiri kjósendur.
ESB-umsóknin málaði Samfylkinguna út í horn sem ofstækisfullan sértrúarsöfnuð er tæki hvorki mark á lýðræðislegum sjónarmiðum né reynslurökum um að ESB væri á fallanda fæti.
Grafskrift ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur verður þessi: ESB-umsóknin drap fyrstu ríkisstjórn lýðveldisins sem mynduð var af tveim vinstriflokkum.
ESB fari í þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Ögmundur og flokkur vitlausa fólksins
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir aldrei verið vitlausara en núna að ganga í Evrópusambandið, þegar evru-eldar leggja efnahagskerfi jaðarríkja í rúst.
Af ummælum Ögmundar leiðir að þeir sem vilja Ísland í Evrópusambandið séu vitlausir.
Ögmundur situr í ríkisstjórn með flokki vitlausa fólksins.
Hvers vegna fær flokkur vitlausa fólksins að ráða utanríkisstefnu Íslands?
Aldrei vitlausara að ganga í ESB" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. maí 2012
ESB-stjórnmál á blindgötu
Þjóðverjar munu ekki samþykkja varanlegar niðurgreiðslur til Suður-Evrópuríkja til að halda evru-samstarfinu áfram. Suður-Evrópuríki munu ekki samþykkja varanleg yfirráð Evrópusambandsins yfir ríkisfjármálum sínum.
Evrópskir stjórnmálamenn tala eins og hægt sé að bjarga evrunni þegar flestum utanaðkomandi er löngu orðið ljóst að endataflið um evruna er hafði. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi en einn þó örugglega ekki: evru-samstarfið í núverandi mynd mun ekki lifa.
Kosningarnar í Grikklandi í næsta mánuði munu ekki breyta neinu um það að búið er að ákveða Grexit - að Grikkir yfirgefi evru-samstarfið. Orð stjórnmálamanna um annað eru aðeins blekking.
Kjósa einnig um evruaðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar