Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Forsetinn og Cameron dissa ESB, Spánn sekkur

eunoBretar efast stórlega um ágæti ESB eins og væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla þar í landi ber með sér.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, bendir á það sem augljóst er, nefnilega að aðild að ESB er ekki forsenda hagsældar.

Spánverjar gráta það að vera í ESB.


mbl.is Ólafur Ragnar: Aðild ekki forsenda hagsældar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pakkar Íslendinga til ESB

pakkarPistill Kjartans G. Kjartanssonar á síðu 22 í Mogganum í dag er athyglisverður. Þar greinir hann á auðskiljanlegan hátt umræðuna og sýnir fram á að það séu ekki Íslendingar sem séu að kíkja í pakka frá ESB, heldur séu Íslendingar að gefa ESB stóran pakka, og að í þeim pakka séu Íslendingar og Ísland sjálft!

Leiðari Morgunblaðsins er á svipuðum nótum, en þar er pakkinn til ESB aðlögun menntamálaráðherra að reglum sambandsins.

Að lokum er greint frá því á síðu 17 í Morgunblaðinu að Evrópustofa sé að nota ársóðursmilljónirnar sínar til að setja áróðursefni í pakka til Íslendinga. Eins og allir sjá þegar grannt er skoðað eru það þó í raun varla pakkar til Íslendinga því þeim er fyrst og fremst ætlað að kæta Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, sem nú fer eins og eldur um sinu um landið.

Í hnotskurn er þessu lýst í limru sem Kjartan  birtir:

Atvinnuleysið það lokkar
og latte-kaffið það rokkar.
En með Ísland í pakka
er ekkert að þakka
því hann er frá ykkur til okkar.


Sundurleit verðbólga í ESB og sums staðar hærri en á Íslandi

Ein helsta goðsögn evrusinna hefur verið að verðbólgan verði eins í löndunum þegar þau hafi sama gjaldmiðil. Svo langt hafa ESB-sinnar seilst að segja að það dugi bara að nefna það að ríki ætli sér inn í ESB til að verðbólgan minnki.

Nýleg tilkynning bendir til að verðbólgan sé frá 0,3 prósentum í Grikklandi, þar sem efnahagslífið er í algjöru frosti, og upp í 5,1 prósent í Ungverjalandi. Þegar sérstakir meðaltalsútreikningar eru notaður verður verðbólgan 5,7% í Ungverjalandi, 4,2% í Eistlandi og 3,7% í Póllandi og Slóvakíu.

Það er svo rétt að hafa í huga að þessi sundurleita verðbólga í evrulöndunum er stór þáttur á bak við vandræðin í Grikklandi, á Spáni og víðar, því hún veldur mismunandi samkeppnisstöðu um leið og ríkin eru læst í gengi evrunnar og geta sig hvergi hrært.

Verðbólgan hér á landi er 4,2%.

G. Tómas Gunnarsson fjallar m.a. um þetta í pistli í dag.

inflation


Ósvífni Hollendinga í garð Íslendinga

Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni bendir á að Hollendingar sýni óvenjulega ósvífni í garð ÍslendingaStyrmir Gunnarsson þegar þeir segjast vilja fá rafmagn frá Íslendingum upp í skuld við einkaaðila vegna Icesave-reikninga bankanna.

Hann segir að hvergi standi í lögum og reglum að Íslendingar sem þjóð séu ábyrgir fyrir innstæðutryggingum.

Þvert á móti bendir  Styrmir á niðurstöðu erlendra sérfræðinga um að ESB-ríkin, sem íslensku bankarnir störfuðu í, beri líka ábyrgð á hruninu hér á landinu og eigi að axla sinn hluta byrðarinnar.

Athyglisvert.


Þjóðaratkvæði um ESB-viðræður segir Egill

silfuregils_ruvEgill Helgason telur að heppilegt hefði verið að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina um aðild að ESB sumarið 2009, eins og meðfylgjandi pistill hans ber með sér.

Nú telur hann líklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um hvort halda eigi aðlögunarferlinu áfram. Líklegast sé þá að atkvæðagreiðslan eigi sér stað í haust.

Þangað til getur Samfylkingin talið sínu fólki trú um að ferlið sé í fullum gangi og Vinstri græn setið sátt í þeirri trú að ekkert sé að gerast.


ESB hættulegt farþegaflugi

flugöryggiEvrópusambandið ætlar hér að stuðla að vinnuþrælkun meðal flugmanna og áhafna flugvéla miðað við þessar upplýsingar.

Kannski vissara að nota sætisólarnar?

Þetta eru nú ekki góðar fréttir fyrir almenning í þessum löndum og heldur ekki fyrir íslenskan ferðamannaiðnað því öll viljum við jú hafa öryggið í fyrirrúmi.


mbl.is Mótmæla boðuðum reglum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín Júl. segir þjóðina ekki kunna að tala um ESB

katjulKatrín Júlíusdóttir, núverandi fjármálaráðherra, endurtekur ólundarfrasa sumra ESB-sinna um að þjóðin kunni ekki að tala um ESB. Þetta má sjá í meðfylgjandi frétt.

Samt mætti birta fleiri hillumetra af prentaðri málefnalegri umræðu um ESB síðustu árin. Sú umræða er Katrínu og hennar líkum hins vegar ekki þóknanleg.

Það væri þó kannski til að lyfta umræðunni á enn hærra og málefnalegra plan ef Katrín, Árni Páll og fleiri gætu haldið sig við staðreyndir og skynsamleg rök.

Það er t.d. firra hjá Katrínu að krónan krefjist verðtryggingar. Verðtryggingin er afleiðing af efnahagsaðstæðum og efnahagsstjórn, en er ekki bundin við gjaldmiðil. Verðtrygging er til í öðrum löndum. Meira að segja evrulöndum. Það er engin trygging fyrir afnámi verðtryggingar þótt evra yrði tekin upp.

Það er líka firra að þjóðin sé of lítil fyrir eigin gjaldmiðil. Frá því sjálfstæð skráning gengis hófst hefur íslensk þjóð færst úr mestu fátækt í Evrópu til einnar mestu velferðar sem um getur í heiminum.

Katrín gerir lítið úr erfiðleikum evrusvæðisins og telur hagkerfi evruríkjanna sterk og stöðug. Það er eins og hún hafi ekki fylgst með erlendum fréttum. Eflaust hefur það komið blaðamanninum Charles Duxbury á WSJ það undarlega spánskt fyrir sjónir að Katrín sé betri talsmaður fyrir grískt efnahagslíf en bjartsýnustu Grikkir sjálfir.

Það voru fyrir nokkru skondnar fréttir um að einhverjir vildu fá Steingrím Sigfússon sem eins konar landsstjóra í Grikklandi. Af því hefur skiljanlega ekki orðið, en ef þetta hefði gengið eftir þvert á alla skynsemi hefði hann þá kannski getað fengið Katrínu og Árna Pál í lið með sér til að telja kjark í grísku þjóðina. Varla væri hún svo "skyni skroppin" að neita slíku boði!

Sjá einnig athyglisverðar athugasemdir vefmiðlara hér: Athugasemdir við ummæli Katrínar í pressunni.


mbl.is Kosið um ESB 2014 eða 2015?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll sagði tvívegis ósatt í kvöld og móðgaði auk þess meirihluta þjóðarinnar

gosiÁrni Páll Árnason þingmaður fer oft fram úr sjálfum sér í ákafa sínum við að rökstyðja eigin málstað og þá virðist munur á réttu og röngu stundum vera aukaatriði hjá þingmanninum. Dæmi um þetta sást í Kastljósþættinum í kvöld.

Tvennt sem Árni sagði kemur ekki heim og saman við raunveruleikann.

Í fyrsta lagi hélt hann því fram að fólk væri að flýja landið út af gjaldmiðlamálunum. Hið rétta er samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar að fleiri flytjast til landsins en frá því.

Í öðru lagi hélt hann því fram að Íslendingar hefðu ekki fengið laun í nothæfum gjaldmiðli í 100 ár. Þetta er náttúrulega algjör firra. Fólk hefur fengið greitt fyrir vinnu sína í gjaldmiðli sem verið hefur lögeyrir og nothæfur í allar greiðslur, auk þess sem gjaldmiðillinn hefur gegnt öllum hefðbundnum hlutverkum sem mælieining, greiðslumiðill og geymslumiðill.

Það er svo rétt að ítreka að á þeim tíma sem íslensk króna hefur verið notuð á Íslandi hefur þjóðin farið úr því að vera ein sú fátækasta í Evrópu í það að vera ein sú ríkasta.     

Það er svo mál Árna, en segir kannski sína sögu um manninn, að hann telur þá sem eru ekki sömu skoðunar og hann í pólitík, það er mikinn meirihluta þjóðarinnar, vera skyni skroppinn.

Hér verður ekki sagt að Árni Páll sé alveg skyni skroppinn, en þessi tilteknu ummæli hans voru vægast sagt ákaflega heimskuleg.

Það er betra að halda sig við þekktar staðreyndir í svona umræðu en ekki að halda fram svona firrum eins og Árni Páll gerði í kvöld.


Íslenskur efnahagur á uppleið en evrusvæðið hefur heldur dalað

bjartsynÞessi frétt er dæmigerð fyrir þá auknu bjartsýni sem ríkir um efnahagsmál hér á landi. Á sama tíma berast fréttir af því að evrusvæðið svamli enn svo að segja í fjöruborðinu og komist varla á þurrt land. Ríkissjóður hefur tvívegis fengið góð kjör á erlendum mörkuðum eftir bankakreppuna og nú stefnir í að viðskiptabankarnir fari á erlendan markað.

Ríkisstjórnin, og þá einkum Samfylkingin, tifar þó enn á því að ekkert verði gott nema með ESB og evru.

Samt er skuldatryggingaálag á Ísland lægra en það sem gildir fyrir Spán, Írland, Portúgal, Ítalíu og fleiri evrulönd.

 Sjá nánar: Eurostat.

Sjá einning: CNBC


mbl.is Styttist í erlenda lánsfjármögnun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evruríkið Kýpur þarf neyðaraðstoð

russmabEvruríkið Kýpur hefur verið í miklum vandræðum eftir að Grikkir hófu sína þrautagöngu. Efnahagur ríkjanna á þessu svæði er nátengdur og Kýpverjar hafa farið fram á neyðaraðstoð eins og fleiri evruríki. Furstarnir í Brussel telja hins vegar að mafíósar í austurhluta Evrópu hafi fengið að leika of lausum hala á Kýpur og vilja hreinsa til áður en neyðaraðstoð er veitt.

Ýmsir telja að Kýpur muni verða ESB mun þyngri baggi en hlutur eyríkisins í hagkerfi evrunnar segir til um.

Sjá Viðskiptablaðið: ESB setur lán til Kýpur á ís

Sjá nánar:  http://www.piie.com/blogs/realtime/?p=3280 The Coming Cyprus Challenge for the Euro Area


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 384
  • Sl. viku: 1702
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1506
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband