Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
Fimmtudagur, 31. október 2013
Samræmdar salernisferðir í ESB
Ein af jákvæðari fréttum frá Evrópusambandinu þessa dagana er tilraun framkvæmdastjórnar sambandsins til þess að spara vatn sem er af skornum skammti á svæðinu. Þetta er gert meðal annars með því að hanna salerniskassa í þessu skyni. Ekki eru þó allir sáttir við aðgerðirnar.
Evrópuvaktin segir frá þessu - sjá hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31. október 2013
Enn sama atvinnuleysið á evrusvæðinu
Nýjar upplýsingar benda til þess að atvinnuleysið á evrusvæðinu sé enn það sama í heild, eða um 12,2 prósent af vinnuafli. Samtals gera þetta 19,5 milljónir manna í löndunum sautján.
Samkvæmt Hagstofu Íslands var atvinnuleysi hér á landi 5,2% í síðasta mánuði.
19,5 milljónir án atvinnu á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. október 2013
ESB ætlar að reyna að þvinga okkur til að flytja inn hrátt kjöt
Stofnanir ESB virðast ætla að reyna að þvinga okkur til að hverfa frá þeim reglum sem gilda hér á landi um bann við innflutning á hráu kjöti. Eins og vitað er getur bann við slíku komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma.
Mbl.is greinir frá þessu eins og sést á meðfylgjandi frétt.
Takmarkanir á innflutningi andstæðar EES-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. október 2013
Af hverju getum við ekki bara tekið upp evru?
Sumir hafa haldið því fram að það myndi gera okkur auðveldara að stýra efnahagsmálunum á farsælan hátt ef við tækjum upp evru. En hvers vegna hefur það þá ekki verið gert nú þegar?
1. Við erum ekki í Evrópusambandinu. ESB er ekki hlynnt því að ríki taki upp evru nema það vilji vera í Evrópusambandinu. Ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum að Íslendingar vilja ekki vera í Evrópusambandinu.
2. Einhliða upptaka á evru væri kostnaðarsöm. Stjórnvöld þyrftu að kaupa það reiðufé sem er í umferð. Nú er það ríflega 40 milljarðar króna, en margir telja að það þyrfti að vera talsvert meira við einhliða upptöku. Svokallaður myntsláttuhagnaður ríkisins (Seðlabankans), einhverjir milljarðar á ári, myndi einnig tapast.
3. Með evru værum við háð peningastjórn ESB, það er vaxtastefnu Seðlabanka Evrópu. Skýrslur hagfræðinga hafa ítrekað sýnt, nú síðast skýrsla Seðlabankans um gjaldmiðlamál sem kom út fyrir ári, að það hentar ekki að vera með sömu peningastjórn hér á landi og í Evrópu. Hagsveiflur eru annars konar, þannig að þegar uppsveifla er í Evrópu og verðbólguþrýstingur sem kallar á vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu, þá er oft niðursveifla hér sem myndi kalla á vaxtalækkun. Slíkt misræmi í hagsveiflum gæti ýmist kallað á óþarflega mikið atvinnuleysi hér eða verðbólgu.
4. Hagkerfin í evrulöndunum eru flest talsvert ólík hagkerfinu hér á landi. Utanríkisviðskipti Íslands eru gjörólík utanríkisviðskiptum evrulandanna, framleiðslan er sömuleiðis frábrugðin í veigamiklum atriðum, auk þess sem húsnæðismarkaður og lífeyriskerfi er talsvert frábrugðið því sem er í flestum landanna. Rök evrusinna eru oft þau að þótt hagsveiflur og hagkerfi geti verið ólík í myntsamstarfi til að byrja með þá aðlagist þau. Það er erfitt að sjá það fyrir, t.d. varðandi sjávarútveginn, jafnvel þótt ónýttir flotar evruþjóðanna fengju að veiða í ríkari mæli hér við land.
5. Því er stundum haldið fram að kostnaður við að skipta úr einni mynt í aðra í viðskiptum sé svo mikill að það myndi borga sig þess vegna að taka upp sama gjaldmiðil og er á okkar helsta viðskiptasvæði. Þessu er til að svara að flestir hagfræðingar eru þeirrar skoðunar í dag, meðal annars í Danmörku sem er í ESB en ekki með evru, að þessi kostnaður sé svo lítill að hann skipti engu máli þegar heildardæmið er gert upp. Þess vegna meðal annars höfnuðu Danir evrunni.
6. Ástandið í mörgum evrulöndum er víti til varnaðar. Atvinnuleysi er að meðaltali 12 prósent, nær 30% á Spáni og í Grikklandi, auk þess sem atvinnuleysi meðal ungs fólks er víða um 50%. Þetta veldur viðvarandi fátæktargildru meðal stórs hóps í evrulöndunum. Hin sameiginlega mynt, evran, og sameiginleg peningastefna eru meðal veigamestu ástæðum fyrir þessu ástandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. október 2013
Gunnar Bragi segir ESB verða æ ólýðræðislegra
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, vonast til þess að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið. Hann segir ESB verða æ miðstýrðara og valdið sé að færast frá fullvalda ríkjum til embættismanna sem ekki þurfi að taka mið af lýðræðislegu ferli með sama hætti og aðrir.
Eyjan greinir frá þessu.
Þar er vitnað í viðtal sem starfsmaður Bloomberg fréttaveitunnar tók við ráðherrann.
Mánudagur, 28. október 2013
Grikkir gefast upp
Forystumenn Grikkja segja að þeir geti ekki tekið á sig meiri byrðar vegna skuldamála. Þeir láti ekki undan frekari kúgunum Evrópusambandsins og AGS.
Þetta kemur fram á vefnum mbl.is
Þar segir:
Grikkir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til þess að vinna bug á kreppunni og það verður Evrópa að virða, segir Karolos Papoulias forseti Grikklands. Hann segir þjóð sína ekki geta gert meira.
Þetta kom fram í máli forsetans þegar hann hélt ræðu eftir hersýningu í Þessalónikíu í dag þar sem andspyrnu Grikkja við fasisma var minnst.
Gríska þjóðin getur ekki gert meira.. þetta eru okkar skilaboð. Og þeir ættu að vita að við látum ekki undan kúgunum. Það höfum við aldrei gert, segir Papoulias, sem oft tuskar lánadrottna Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið, til í ræðum sínum.
Snemma í nóvember munu starfsmenn ESB, AGS og Seðlabanka Evrópu fara yfir stöðu mála í Grikklandi en þar verður metið hvort lán upp á einn milljarð evra verður veitt.
Grikkir geta ekki meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. október 2013
Fiskveiðifloti ESB er þrisvar sinnum of stór
Fjöldi fiskiskipa ESB-ríkjanna er allt að þrisvar sinnum stærri en þörf er á. Það er álit framkvæmdastjórnar ESB. Samt er ennþá mikill vilji til að niðurgreiða skipasmíðar á svæðinu og tókst með naumindum í síðustu viku að koma í veg fyrir samþykkt tillögu um slíkt.
Europaportalen.se greinir frá þessu.
Í sárabætur fá útgerðir 85 þúsund skipa þó styrk til að skipta um vélar í skipum sínum. Við vitum þá hvert verkefnalausar útgerðir í ESB munu horfa á næstu árum ef íslensk yfirvöld halda áfram aðlögun að sambandinu. Á Íslandsmiðum er góður makríll og margt fleira ......
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. október 2013
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og sögufalsanir ESB-aðildarsinna
Það voru athyglisverð ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Bylgjunni í morgun að sumir hópar og fjölmiðlar séu að reyna að endurhanna raunveruleikann, þ.e. að falsa hann. Hann tiltók sem dæmi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar.
Sigmundur kom þarna inn á það sem kalla má spunameistara í fjölmiðlum. Þeir eru margir og sumir hverjir ansi góðir. Eins og Sigmundur nefndi er algengt að slíkir spunameistarar reyni að hanna atburðarás. Hins vegar er það nýtt, sagði Sigmundur, að þessir aðilar eru að reyna að endurhanna raunveruleikann í huga fólks. Og þeim virðist hafa tekist þokkalega upp því þeim er trúað á ýmsum stöðum.
Dæmi um þetta er hvernig nokkrir fjölmiðlar og hópar hafa reynt að endurhanna það sem raunverulega stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um ESB-málið. Þessir hópar hafa reynt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi lofað þjóðaratkvæði um áframhald viðræðnanna.
Ýmsir virðast trúa þessu og halda fram þessari firru í tíma og ótíma, svo sem heyra má oft í umfjöllun RUV og 365 miðla.
Þessir hópar og fréttamenn virðast hins vegar ekki hafa lesið stjórnarsáttmálann né þær samþykktir flokkanna sem hann byggir á.
Ríkisstjórnin hefur hvergi lofað þjóðaratkvæði - eins og margoft hefur verið sýnt fram á á þessari bloggsíðu.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins lofaði ekki þjóðaratkvæðagreiðslu - og það gerði flokksþing Framsóknarflokksins ekki heldur.
Stjórnin og flokkarnir eru á móti aðild að ESB. Ríkisstjórnin er á móti aðild að ESB. Ríkisstjórnin lofaði að gera hlé á viðræðum við ESB. Hún lofaði einnig að taka saman skýrslu um stöðu viðræðna.
Síðan segir ríkisstjórnin, Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn, þ.e. æðstu samkundur þeirra:
Fari svo (ólíklega má bæta við) að halda eigi áfram viðræðum verður það ekki gert NEMA að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta hefur orðið í munni sumra fjölmiðlamanna og ESB-sinna að loforði stjórnarinnar eða einstakra ráðherra um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þessum aðilum virðist hafa orðið nokkuð ágengt í þessari sögufölsun sinni.
Þetta er náttúrulega verulegt umhugsunarefni - og mjög athyglisvert af Sigmundi Davíð að benda á þessar skipulögðu tilraunir ýmissa til að endurhanna veruleikann - þ.e. falsa söguna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. október 2013
Efnahagslegir og pólitískir erfiðleikar ESB í erlendum fjölmiðlum
Í erlendum fjölmiðlum má lesa þessa dagana að ekki hafi tekist að leysa þau vandamál sem valda efnahagslegum erfiðleikum í ESB, pólitísk kreppa geti verið framundan vegna stöðugs niðurskurðar í rekstri hins opinbera og ef til vill verði eina lausnin tvískipting ESB.
Páll Vilhjálmsson greinir hér frá því helsta hvað þetta varðar í erlendum miðlum nýverið:
Næsta kreppa í ESB og tvískipting sambandsins
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. október 2013
Blindir fjölmiðlar í ESB og umbótatilraunir úti í mýri
Það er merkileg lesning á vefmiðlinum Eyjunni um árangurslausan leiðtogafund ESB og lok kreppunnar í augum fjölmiðla. Textinn lýsir fálmkenndum umbótatilraunum leiðtoga ESB og alvarlegum efnahagserfiðleikum víða í álfunni.
Hægr er að skoða textann hér: Árangurslaus leiðtogafundur í ESB - kreppunni er lokið í augum fjölmiðla
Eitt er víst: Kreppunni er ekki lokið í augum þeirra tugmilljóna sem ganga atvinnulausar í ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 99
- Sl. sólarhring: 302
- Sl. viku: 1937
- Frá upphafi: 1187164
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 1705
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar