Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Veruleg og vaxandi andstaða við aðild að ESB

spennaesbÞessi könnun MMR sýnir verulega og vaxandi andstöðu Íslendinga við aðild að ESB.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63,3% vera andvíg því að Ísland gengi í Evrópusambandið nú, borið saman við 62,7% í janúar. Aðeins 24,2% sögðust hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 25% í síðustu mælingu.


mbl.is 63,3% andvíg inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skin og skúrir í Evrópu

irlandÞetta er ánægjuleg frétt fyrir Íra og ástæða til að samgleðjast þeim yfir batnandi lánshæfismati írska ríkisins. Þeir virðast nú ætla að fylgja okkur Íslendingum upp úr hinum efnahagslega öldudal. Atvinnuleysi á Írlandi er hins vegar hlutfallslega um þrefalt á við það sem hér er.

Hins vegar bíða margir spenntir eftir næstu fréttum um efnahagsmálaþróunina í Evrópu.

EUobserver greinir hér frá því að dokkar tölur séu á leiðinni. Búist er við að þær greini frá því að samdráttur milli ársfjórðunga verði sá mesti síðustu fjögur árin, eða 0,4%. Það verður því enn nokkur samdráttur í Evrópu reynist þessar tölur réttar.

Þar segir:

Eurozone economic data due this week is set to show the worst quarterly decline in output for almost four years, reports Bloomberg, citing GDP estimates that the economy shrank 0.4%. It would be the biggest decline since the first quarter of 2009, when GDP fell 2.8%.


mbl.is Horfum vegna Írlands breytt í stöðugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórður Snær Júlíusson viðskiptaritstjóri misskilur efnahagslífið

thordursnaerÞórður Snær Júlíusson viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins er einn ötulasti talsmaður fyrir upptöku evru hér á landi. Um það má lesa í fjölmörgum leiðurum sem hann hefur skrifað eftir að hann réðst til starfa á þessum einum helsta ESB-sinnaða miðlinum hér á landi.

Það er ekkert við það að athuga að einstaklingar og fjölmiðlar setji fram skoðanir. Það er hins vegar verra ef skoðanirnar eru illa ígrundaðar eða undirbyggðar.

Þórður Snær segir að það sé ekki hægt að afnema verðtryggingu nema með því að skipta úr krónunni fyrir annan gjaldmiðil. Nú er Þórður fremur ungur að árum, en það er ekki afsökun fyrir sagnfræðilegt skammtímaminni. Almenn verðtrygging var ekki til staðar á Íslandi á upphafsárum sjálfstæðs gjaldmiðils. Samt hefur verðtrygging verið þekkt í fjármálaheiminum í meira en öld.

Verðtrygging var tekin almennt upp hér á landi með svokölluðum Ólafslögum í lok áttunda áratugarins eftir að verðbólga hafði aukist verulega hér á landi sem víða annars staðar. Oíuverðshækkanir voru helstu ástæðurnar fyrir verðhækkunum almennt séð, en hér á landi kom fleira til, svo sem Vestmanneyjagosið og afleiðingar þess - auk almennrar gerðar efnahagslífsins. Tilgangur verðtryggingar var helstur sá að koma í veg fyrir að sparnaður rýrnaði að raungildi, og jafnframt að sparnaður yrði grunnur að lánsfjármagni sem gæti orðið undirstaða fjárfestingar og hagvaxtar.

Verðtryggingin er því ekki bundin gjaldmiðlinum sem slíkum. Það er rangt hjá Þórði, sem man greinilega ekki tímana tvenna.

Það er jafn rangt að halda því fram að verðtrygging verði afnumin þótt við göngum í ESB og tökum upp evru. Það eru til verðtryggðar skuldbindingar í flestöllum löndum, meira að segja í evrulöndunum. Það er engin bein tenging á milli afnáms verðtryggingar og aðildar að ESB eða upptöku evru.

Verðtryggingin er sjálfstætt fyrirbæri sem verður að taka á sem slíku. Aðalástæðan fyrir verðtryggingunni er verðbólgan. Verðbólga á Íslandi er meiri en víða annars staðar vegna þess hvernig hagkerfið virkar hér á landi. Það er verulega háð sveiflum í afla og afurðaverði. Það breytist ekkert þótt við göngum í ESB (þótt aðildarsinnar hafi framan af reynt að halda slíku fram). Auðlindagrunnurinn og sveiflur í aðföngum og afurðum og verði þeirra er ein af meginástæðum þess að hagkerfið hér er sveiflukenndara en í helstu iðnaðarlöndum Evrópu. Þar við bætast ákveðnir þættir í vinnumarkaði og þjóðlífi.

Grunngerð hagkerfisins á Íslandi breytist ekki þótt við tökum upp evru.

Ef við viljum draga úr verðtryggingu þá getum við unnið að því hvaða mynt sem við erum með.  Það er sjálfstæð ákvörðun.

Hér er ekki ætlunin að mæla bót almennri verðtryggingu. Hins vegar er rétt að líta á tölur og staðreyndir. Þórður Snær viðskiptaritstjóri hefði án efa gagn af því að skoða það hvernig raunvextir af verðtryggðum lánum annars vegar og óverðtryggðum hins vegar hafa þróast síðustu áratugi. Þá gæti hann til dæmis séð að raunvextir verðtryggðra lána hafa að jafnaði verið lægri en raunvextir óverðtryggðra lána frá því um 1990 eða þar um bil.

Við erum hins vegar öll sammála um að stökkbreyting verðtryggðra lána eftir bankahrunið hefur komið stórum hópi illa. Það er líka sérstakt úrlausnarefni að taka á því.


Útskýring Viðskiptablaðsins á óvinsældum ESB

Karel LannooForystumönnum í stofnunum ESB gengur illa að útskýra fyrir almenningi ástæður og gagnsemi þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til, hvort sem er á Spáni, Ítalíu eða Grikklandi.

Þetta telur Karel Lanno, framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvar Evrópusambandsins, vera helstu ástæðuna fyrir óvinsældum ESB, en hann ræðir hér við sjónvarp Viðskiptablaðsins um aðlögunarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.

Það er athyglisvert að hann talar hér sjálfur um aðlögunarviðræður, þótt blaðamaður Viðskiptablaðsins kalli þær aðildarviðræður.

Það er á Karel að skilja að það séu þessar almennu óvinsældir Evrópusambandsins sem leitt hafi til þess að ákveðið var að hægja á aðlögunarviðræðunum hér.


Ætlar Evrópustofa að biðjast afsökunar?

TimoFramkoma Evrópustofu hér á landi er farin að vekja athygli.

Stofan ráðstafar 230 milljónum króna í áróður um ESB hér á landi.

Starfsmaður Evrópustofu, almannatengslaráðgjafi hennar, var með upphlaup og dónaskap á fundi Heimssýnar í Norræna húsinu á dögunum og kom í veg fyrir að formaður stjórnmálaflokks gæti svarað spurningum og lokið máli sínu.

Maður sem veifaði spjöldum á fundinum hefur beðist afsökunar á því að hafa truflað fundinn.

Ætlar Evrópustofa ekki að biðjast afsökunar á framferði starfsmanns síns?

Það vekur svo athygli að Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, fer um landið með áróður sem er sumur svo viðkvæmur að hann verður að halda lokaða fundi um málið.

Er svona framkoma bjóðandi? Er það eðlilegt að launaðir starfsmenn Evrópustofu komi í veg fyrir að menn geti tjáð sig á fundum án þess að biðjast afsökunar á framferði sínu? Er það eðlilegt að sendiherra fari hér um landið með áróður sem er svo viðkvæmur að hann verður að halda lokaða fundi um málið. Er ekki verið að brjóta hér lög?

Evrópuvaktin fjallar hér um þetta mál.


Evran háð geðsveiflum og spákaupmennsku

Euro645Fjármálaráðherra Frakka segir að gengi evru þarfnist stöðugleika og eigi ekki að vera háð geðsveiflum gjaldmiðlakaupmanna og spákaupmennsku þeirra.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir að gengi gjaldmiðla sveiflist er að koma á einum alheims-gjaldmiðli. En það er ekki raunhæft. Það er útilokað að allar þjóðir heims myndu t.d. vilja taka upp Bandaríkjadal, hvað þá evru.

Yfirlýsingar franskra ráðamanna síðustu daga benda ekki til þess að þeir séu vel að sér um gengis- og gjaldmiðlamál. Þeir vilja samkvæmt þessari frétt EUobserver nánara samstarf evruríkjanna til þess að koma í veg fyrir gengissveiflur evrunnar sem þeim finnst allt of miklar.

Eurozone finance ministers will discuss closer co-ordination on the exchange rate of the euro, according to French finance minister Pierre Moscovici. Speaking with journalists ahead of the Eurogroup meeting Monday, Moscovici said that the euro exchange rate needed stability and "should not be subject to moods or speculation."


Hrossahlátur um alla Evrópu

hrossahlaturÁsakanir þjóta eins og eldur um sinu á milli ríkja og stofnana í Evrópu.

Rúmenar hafna því alfarið að þarlendir slátrarar þekki ekki mun á kálfi og bykkju.

Þeir segja gripina hafa verið leidda til slátrunar í samræmi við staðla ESB um hvað sé kálfur og hvað bykkja.

En MAST lítur þetta alvarlegum augum. Við stöndum okkur í þessu Íslendingar. 

Evrópuvaktin fjallar ítarlega um þetta hér.

 findus

Höfundur myndar: James Hunt.


mbl.is Líta málið alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræði án lýðs

tomasingiTómas Ingi Olrich skrifar athyglisverða grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Greinin heitir Ræði án lýðs. Þar segir hann að ljóst sé að innan sumra ríkja Evrópusambandsins hafi lýðræðið veikst. Það lýsi sér í minnkandi áhuga á kosningum til löggjafarþings.

Í greininni segir Tómas meðal annars:

Eftir því sem vald dregst til höfuðstöðva og stofnana ESB verður það æ meira áberandi, að valdamiðstöð ESB lýtur ekki lýðræðislegu eftirliti. Kjósendur hafa ekki nein áhrif á valdahafa. Þeir síðarnefndu öðlast sitt umboð með þeirri aðferð sem lýst er með hugtakinu „cooption“. Það hugtak er ekki til á íslensku. Það þýðir að nýliðun valdahópsins er ekki gerð að tilhlutan utanaðkomandi aðila, eins og kjósenda, heldur að tilhlutan þeirra sem fyrir eru í valdahópnum. Um slíka stjórnarhætti innan Evrópusambandsins hefur fest sig í sessi hugtakið „gouvernance“, sem er haft á frönsku um stjórnun án umboðs, og er frábrugðið hugtakinu „gouvernement“, sem er ríkisstjórn sem fer með vald í umboði kjósenda.

 Og ennfremur segir Tómas:

Meðal þeirra fræðimanna sem hafa varað við því hvernig stöðugt flæðir undan lýðræði innan ESB er franski stjórnmálafræðingurinn og heimspekingurinn Pierre Manent. Hann lýsir valdastofnunum ESB sem stjórnunarstofnun, sem líkist lýðræðislegri ríkisstjórn sem starfar í umboði kjósenda, en sé í raun bæði umboðslaus og stjórnlaus“. Hann gengur svo langt fullyrða að tími hins upplýsta einræðis sé runninn upp, en með öðrum hætti sé ekki hægt að lýsa summu þeirra skrifstofa, stofnana, dómstóla og nefnda er dæli út sífellt smásmugulegri reglum, sem okkur er gert að hlýða. Þegar stofnanir öðlast slíkt vald án lýðræðislegs umboðs, verða þjóðir Evrópu verkfæri verkfærisins“.

Verkfærið með stórum staf holdgervist í stofnunum Evrópusambandsins og starfsmönnum þeirra. Þar fara embættismenn með völd í málefnum íbúa aðildarlanda án þess að hafa til þess lýðræðislegt umboð, og án þess að þurfa að standa ábyrgir gerða sinna frammi fyrir kjósendum með vissu millibili. Í skjóli þess stjórnkerfis, sem þróast hefur í höfuðstöðvum ESB, hefur lýðræðishugtakið klofnað. Annars vegar er lýðurinn, sem á enga umbjóðendur, og hins vegar valdhafar, sem eru umboðslausir. Auðvitað gengur þetta nærri sannfærðum Evrópusinnum. Bruno Le Maire, sem fór með Evrópumál í ríkisstjórn François Fillon, lýsir uppgjöf ESB gagnvart viðfangsefnum sínum sem eitruðu sambandi af háværum yfirlýsingum án innihalds og rótgrónu athafnaleysi.

Eins og gefur að skilja eru engir eins sannfærðir um ágæti þessa kerfis og embættismennirnir sjálfir. Þar eru 4.365 starfsmenn höfuðstöðva ESB á betri launum en Angela Merkel. Auk þess eru þeir langt frá almenningi og áhyggjum af atvinnuleysi og lélegum hagvexti. Á sama tíma og framleiðslufyrirtækin og atvinnan flytjast til Austurlanda fjær og annarra láglaunasvæða, flyst valdið til embættismanna ESB, án þess að kosningar ógni stöðu þeirra. Þetta kerfi lofsöng nýr formaður Samfylkingarinnar í jómfrúræðu sinni, og hét því að embættismenn yrðu í skjóli fyrir lýðræðinu, ef hann fengi ráðið.


Evruhagfræðingur horfir bara á aðra hlið myntarinnar

grosÞað er merkilegt að Daníel Gros, einn af hugmyndasmiðum um einhliða upptöku evru fyrir Svartfellinga, og margrómaður evrópskur hagfræðingur, skuli líta hér algjörlega framhjá því að það eru tvær meginstærðir sem skýra viðskiptajöfnuð.

Önnur er innflutningur og hin er útflutningur. Í þessari grein einblínir hann bara á útflutninginn. Í greininni er hvergi minnst á innflutning. Gengisbreytingar hafa jú áhrif á verðmæti bæði innflutnings og útflutnings.  Önnur mistök sem hann gerir hér er að einblína á magn útflutnings fremur en verðmæti. Hann lítur líka algjörlega framhjá því að undirliggjandi viðskiptajöfnuður (að frádregnum t.d. vaxtakostnaði) hefur verið stórlega jákvæður frá hruni. Á það hafa ýmsar alþjóðastofnanir bent sem mjög jákvæðan hlut.

Það er þó athyglisvert að Daníel Gros viðurkennir að útflutningsstarfsemin hafi gengið vel á Íslandi og margt fleira hafi gengið vel.

En það er mikil einföldun að halda því fram að allur hagvöxtur á Íslandi stafi frá makrílnum sem farinn er að ganga á Íslandsmið. Það er ekki nema hluti af hagvextinum sem þaðan kemur.

Það er hins vegar athyglisvert að Daníel Gros virðist hafa sagt hér samkvæmt heimildum að Íslendingar hefðu átt að taka upp evru einhliða í einu stökki haustið 2008. Undir þau sjónarmið virðist Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, hafa tekið, - sá er spáði hér algjöru hruni ef við samþykktum ekki Icesave.

Rétt er að hafa í huga að Gros er í umræddri grein að svara sjónarmiðum Nóbelsverðlaunahagfræðingsins Paul Krugman, sem hefur talið að sum ríki hafi gengið allt of harkalega fram í sparnaðaraðgerðum sínum. Krugman hefur hampað Íslandi. Sama gera ýmsir fjölmiðlar í Evrópu, en ýmsum forystumönnum í Evrópu (líka forystumönnum Samfylkingar og Bjartrar framtíðar) þykir hins vegar nóg um þá jákvæðu umfjöllun sem Ísland fær. Kannski er grein Gros viðbrögð við slíku.

Hér er frétt Viðskiptablaðsins um grein Daníels Gros:

Daniel Gros segir að langvarandi rekstrarhalli ríkissjóðs Íslands geti heft hagvöxt hér til framtíðar.

Ávinningur Íslands af því að geta fellt gengi krónunnar í kjölfar bankahrunsins var minni en oft er haldið fram í umræðunni, að sögn Daniel Gros, framkvæmdastjóra hugveitunnar Centre for European Policy Studies (CEPS) og fyrrverandi bankaráðsmanni í Seðlabanka Íslands.

Gros skrifar grein um það hvaða lærdóma megi draga af viðbrögðum stjórnvalda í Lettlandi, Eistlandi og Íslandi, þegar kreppan skall á. Þar segir hann að vegna þess að útflutningsvörur Íslands eru aðallega náttúruafurðir eins og fiskur og ál hafi gengisfelling lítil áhrif á útflutningsgetu. Gengisfellingin hafi vissulega verið sveiflujafnandi á efnahagslífið heima við. Aukin landsframleiðsla á Íslandi sé hins vegar ekki til komin hennar vegna heldur vegna þess að hlýnun jarðar hafi rekið fiskistofna inn í íslenska lögsögu.

Íslenska ríkið hafi aftur á móti verið rekið með miklum halla í langan tíma og skuldastaða hins opinbera sé nú nærri 100% af vergri landsframleiðslu. Hallarekstur sem þessi geri hins vegar lítið til að örva hagvöxt í litlu opnu hagkerfi þar sem stærstur hluti aukaútgjalda fer í innflutning. Það ætti því ekki að koma á óvart að viðskiptahalli er enn mikill á Íslandi og eykur hann þar með við skuldasöfnunina.

Hann segir rétt að miðað við hagvöxt hafi hrunið verið mun harkalegra í Lettlandi en á Íslandi, en hafa beri í huga að viðskiptahalli Lettlands fyrir hrun hafi verið um 25% af landsframleiðslu og því hafi gangurinn í efnahagslífinu ekki verið sjálfbær til lengri tíma. Nú sé lettneska hagkerfið um 10% smærra en það var fyrir hrun, en sé að vaxa. Skuldastaða hins opinbera sé hins vegar mun betri en hér á landi, eða um 40% af vergri landsframleiðslu. Með því að halda útgjöldum hins opinbera í skefjum sé staða ríkisfjármála í Lettlandi mun betri en á Íslandi. Bæði löndin hafi verið með tiltölulega litlar opinberar skuldir fyrir hrun, en nú séu skuldir íslenska ríkisins líklegar til að hefta hagvöxt til framtíðar.


Hrossakjötið er hollt, segir ESB

horsemeatHrossakjötsskandallinn er nú farinn að vinda upp á sig í Brussel.

Háttsettir embættismenn þar í borg reyna að fullvissa fólk um að það muni ekki bera skaða af ef það borðar hrossakjöt.

Það er gott að vita af því .

Fólk er samt verulega áhyggjufullt yfir þessu, því uppruna hestanna er ekki getið, en þess er ekki krafist í reglum ESB.

Maður skyldi nú ætla að upprunavottorð væri meðal helstu gæðastaðla í matvælaiðnaði.

En greinilega ekki í ESB:

EUobserver greinir frá þessu:

The EU commission Monday said the horsemeat scandal is a labelling problem and does not represent a health issue. "We're not talking about a health issue here," said spokesperson. Under EU labelling rules processed food labels must list the ingredients but not their origin, amid confusion over the horsemeat origins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 392
  • Frá upphafi: 1121183

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 355
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband